Dagrenning - 01.12.1953, Blaðsíða 3

Dagrenning - 01.12.1953, Blaðsíða 3
DAGRENNING 6. TOLUBLAÐ 8. ÁRGANGUR REYKJAVÍK DESEMBER 1953 Ritstjóri: JÓNAS GUÐMUNDSSON, Reynimel 28, Reykjavik. Simi 1196 Síðustu tvo áratugina hefir því margoft verið spáð að árið 1953 muni verða mjög afdrifaríkt fyrir þjóðir jarðar vorrar og jafnvel marka sér- stök, meiriháttar tímamót í sögu þeirra. í Dagrenningu var komist svo að orði 1952, að árið 1953 mundi verða „upphafsár hinna miklu umskifta í sögu mannkynsins.“ Nú ber þess að geta, að þegar talað er um „árið 1953“ í „spádómslegum“ skilningi, er ekki átt við almanaksárið 1953 heldur „spádómsárið 1953,“ ef svo mætti komast að orði. Er þá miðað við upp- haf heimsbyltingar þeirrar sem nú stendur yfir og hófst á árunum 1913/ 1914 og sérstaklega mánaðarmótin júlí/ágúst 1914, þegar byltingin komst á Evrópustyrjaldar-stigið. Frá þeim tíma reiknum vér upphaf nú- verandi heimsbyltingar, sem tekur í fyrsta heildar-áfanga sínum yfir tíma- bil „einnar kynslóðar,“ eða 40 ár. Það tímabil er því ekki fullnað fyr en um mánaðarmótin júlí/ágúst 1954, er því enn of snemmt að segja til hverra atburða kann að draga á spádómsárinu 4953/1954. En eitt er þó greinilegt nii þegar, og það er, að nú svo komið, að flestum er orðið Ijóst, að framundan eru svo óvissir og örlagaríkir tímar, mannlífs og þjóðfélags- flækjurnar, sem greiða þarf úr, svo stórfelldar, að ekki verða ömurleg endalok umflúin, nema guðlegt vald taki í taumana, og stöðvi, með ein- hverjum hætti, mannkynið á glötunarvegi þeim, sem það nú gengur, og þrvsti því nauðugu inn á þann veg sem til lífsins liggur. Árið 1953/1954 á samkvæmt því, sem nútímamenn jrýða spádóma, að vera upphafsárið í sjálfum lokaþætti hinnar miklu, fjörutíu ára heims- byltingar, sem nú stendur yfir. En það þýðir ekki, að á árinu 1953/1954 sé siglt inn í höfn friðar og farsældar á jörðu vorri. í ritgerð minni í 1. hefti jjessa árgangs Dagrenningar, greininni „20. ágúst 1953,“ benti ég á þetta með jjessum orðum: „Erfiðleikar Jjeirra (þ. e. vestrænna og nor- rænna Jjjóða) mun einmitt hefjast fyrir alvöru síðari hluta þessa árs.“ Þetta hefir reynst svo. Bermudaráðstefnan og hinir væntanlegu fundir með Rússum, sem búist er við að verði haldnir á fyrstu mánuðum ársins 1954, eru úrslitatilraunir, sem nú er verið að gera til þess að reyna að afstýra „síðustu“ heimsstyrjöldinni. Því er lýst nokkuð á öðrum stað hér í DAGRENNING 1

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.