Dagrenning - 01.12.1953, Blaðsíða 28

Dagrenning - 01.12.1953, Blaðsíða 28
friðarins, og friður geislar frá honum. Hann flytur með sér frið, hvar sem hann fer. En því miður er sá hópur fámennur í heimin- um nú á tímum, sem kann að biðja á réttan hátt. * A öJJum tímum hefir lækningamáttur bæn- arinnar einkum vakið athvgli manna. Meðal þeirra, sem bænagerð ástunda, er enn á vor- um dögum oft talað um lækningar, sem feng- ist hafi fyrir bænir til Guðs eða helgra manna. En þegar sjúkdómurinn er þess eðlis, að hann getur batnað sjálfkrafa eða af venju- legri læknisaðgerð, er erfitt að fulh rða, hvað raunverulega hafi valdið batanum. Það er aðeins þegar læknavísindin fá engu um þok- að, eða bregðast, að menn geta fengið ör- ugga staðfestingu á árangri bænarinnar. Lækningastofnunin í Lourdes hefir unnið vísindunum mikið gagn með því, að sanna raunveruleika lækningafyrirbrigðanna, sem gerast þar. Bænin verkar stundum eins og sprengja, ef svo mætti að orði komast. Sjúk- lingar hafa læknazt af lupus í andliti, krabba, nýrnaveiki, magasári, lugna- og liðabrekl- um. Kraftaverkið skeður þvínær ævinlega á sama liátt — mikill sársauki og síðan finnur maðurinn að sér er batnað. Á nokkrum sek- úndum, í hæsta lagi fáeinum klukkustund- um, hverfa sjúkdómseinkennin og hið skennnda líffæri læknast. Það sem einkennir kraftaverkið, er óeðlilega hraður bati, miðað við það sem venjulegt er. Enn sem komið er liafa læknar aldrei séð svo hraðan bata í starfi sínu. Það er ekki nauðsvnlegt til þess að krafta- verk þessi gerist, að hinn sjúki biðji sjálfur. Ungbörn, sem ekki voru orðin talandi, og trúlaust fólk hefir fengið lækningu í Lour- des. En það var alltaf einhver við hlið þeirra, sem bað. Bæn, sem beðin er fym öðrum, er alltaf áhrífaríkari cn sú, sem beðin ei fyiii sjálfum séi. Svo virðist sem áhrif bænarinnar fari eftir styukleik hennar og eðli. Kraftaverkin í Lourdes eru miklu fátiðari nú heldur en f\'r- ir 40—50 árum síðan, því að sjúklingarnir finna ekki núorðið þann helgiblæ, sem þar ríkti á þeim árum. Pílagiímainii eiu oiðnii skemmtifeiðamenn og bænii þeina mátt- Jausar. Þetta er sá árangur bænarinnar, sem ég veit mest um. En margt annað hliðstætt hefir gerzt. Sagan greinir frá ýmsum undraverð- um hlutum um dýrðlingana, jafnvel þá yngstu. Það er engum efa undirorpið, að meiri hluti kraftaverkanna, sem eignuð eru prestinum í Ars, hafa gerzt í raun og veru. Öll þessi fy'rirbrigði opna oss nýjan heim, sem enn er ekki byrjað að rannsaka og á eftir að leiða í Ijós mörg undrunarefni. Það sem vér vitum með vissu nú þegar, er að bænin getur haft áþreifanleg áhrif. Þótt undarlegt kunni að virðast, megum vér trúa því, að þeim, sem biður, mun gefast og fyrir þeim, sem knýr á, mun upplokið verða. ❖ Þegai öllu er á botninn hvolft er svo að sjá sem Guð hlustí á manninn og svari hon- um. Áhrif bænarinnar eru ekki ímyndun. Vér megum ekki skipa guðs\'itundinni á bekk með ótta mannsins við hætturnar, sem um- lykja hann, eða levndardóma alheimsins. Eigi má heldur gera bænina að róandi lvfi, meðali við ótta og þjáningum, sjúkdómum eða dauða. Hvað er þá guðsvitundin? Og hvaða sess ætlast náttúran til að bænin skipi í lífi voru? Sá sess er mjög mikilsverður. Mennirnir liafa beðið á öllum tímum, að kalla má. Fomar borgir eru að mestu leyti trúarstofnanir. Rómverjar reistu hof alls stað- ar. Forfeður vorir á miðöldunum bvggðu dómkirkjur og gotnesk bænahús um allan 26 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.