Dagrenning - 01.12.1953, Blaðsíða 41

Dagrenning - 01.12.1953, Blaðsíða 41
en hann lifði og hægt var að setja hann aft- ur í hásætið. Ef vér því getum fullvissað oss um, hvenær þessum uppreisnum lauk, höf- um vér leyst gátuna um aftökuár Antigónus- ar. í Styrjaldarsögu segir Josephus: „Nú þeg- ar stríðið um Aktium var að hefjast, bjó Heródes sig undir að fara til liðs við Antoni- us, því að nú var lokið öllum erfiðleikum hans í Júdeu og hann hafði náð Hyrkaníu — stað, sem hafði verið á valdí systur Antigón- usar.“ Ósættin milli Octavianusar og Antoní- usar, sem magnaðist stig af stigi uns í odda skrast í þessari frægu orustu við Aktiurn (31 f. K.) bvrjaði árið 33 f. K. (Outline History oí the World, bls. 194) og frásögn Josepliusar, er vitnað var í hér á undan, ber með sér, að Heródes var þá nýlega búinn að losa sig við þau vandræði og áhyggjur, sem Antigónus olli honum, en áreiðanlega aðeins fyrir nokkr- um mánuðunr, í mesta lagi, svo ekki hefur getað \’erið lengra um liðið en frá því árið 34 f. K. Þetta sannar að Antigónus hefur end- að líf sitt í fyrsta lagi árið 34 f. K. þremur árum eftir umsát Jerúsalem og valdatöku Heródesar, árið 37 f. K. En Josephus lætur oss í té enn gleggri frásögn um þetta atriði. Antigónus var síðasti konungurinn af ætt Hasmónea, hinna prestlærðu konunga. Josep- hus segir að Hasmónear hafi ríkt samfellt 126 ár (Antq. XIV, 4). Samkvæmt frásögninni í fyrstu bók Makkabea hófst valdatíð þessara Iiasmónea með Júdasi Makkabeusi, eftir dauða æðstaprestsins Menelásar, árið 163 f. K., og eftir 126 ár frá þeim tírna komum þér að árinu 37 f. K. þegar Antigónus var handtekinn og Heródes settist að völdum. Josephus rekur þetta samt öðruvísi. Hann telur að Júdas Makkabeus hafi raunverulega orðið æðstiprestur við fráfall Alkinusar árið 160 f. K. og þá hafi valdatíð Hasmóneanna hafist. í Chionicon Paschale og Chronicus Canon telur Eusebius að Júdas Makkabeus hafi tekið við æðstaprests embættinu 1. ár 155. Ólympíuskeiðsins, þ. e. 160 f. K., og ber því saman við frásögn Josepheusar. Þar eð Josephus segir að Hasmónear hafi ríkt urn 126 ára skeið, ætti að vera óhætt að gera ráð fyrir að það sé í samræmi við önnur ártöl Josephusar sjálfs. Ef 126 ár eru dregin frá 160 f. K. komum vér að árinu 34 f. K. ein- mitt árinu sem oss reiknast til hér að frarnan að væri dánarár Antigónusar konungs, þrem- ur árum eftir handtöku hans og urnsát Jerú- salern. Josephus hafði hliðsjón af því, að enda þótt Heródes mikli vrði að nafninu til kon- ungur árið 37 f. K. þá voru Gyðingar samt sem áður hollir Antigónusi, meðan hann var á lífi, og Heródes því mjög valtur í sessi. Josephus hefur það eftir Strabó, að Antoní- us hafi látið taka Antigónus af lífi vegna þess, að „hann sá enga aðra leið til þess að sveigja Gyðinga til hlýðni við Heródes, sem hann hafði sett á konungsstól í stað Antigónusar" (Antiq. XV, 1, 2). Þegar þessa er gætt, var konungsdæminu ekki að fullu ráðstafað fyrr en Antigónus hafði verið tekinn af lífi, árið 34 f. K. og þess vegna telur Josephus hinum 126 ára valdaferli Hasmóneanna hafa lokið með dauða Antigónusar. Samkvæmt frásögn Josephusar „var Heródes svo hræddur,“ að hann gaf Antoníusi stóra fjárhæð í því skyni, að fá hann til að gera Antigónus höfðinu styttri, því þegar svo væri komið, \'æri sá ótti úr sögunni. Og þannig lauk valdaskeiði Hasmóneanna, 126 árurn eftir að það rann upp.“ Dauði Antigónusar, árið 34 f. K., kem- ur ágætlega heim við lútt, sem Josephus seg- ir, að Heródes hafi ríkt 34 ár eftir dauða hans, því að 34 ár frá árinu 34 f. K. bera oss að ár- inu 1 e. K. sem er einmitt dánarár Heródesar mikla eins og vér höfum þegar fullvissað oss um. DAGRENNING 39

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.