Dagrenning - 01.12.1953, Blaðsíða 22

Dagrenning - 01.12.1953, Blaðsíða 22
efnishyggjunni — en liafna lögmáli Gnðs, sem eitt getur verið þjóðum heimsins raunhæfur grundvöllur undir lífi þeirra og starfi. Sá tími kemur, að Bretland og Bandaríkin sjá þetta og skilja, en það verður ekki fyrr en ríkjasamband það, sem nú heitir „Hinar sameinuðu þjóð- ir“, liefir liðast sundur og Jiað menning- arskipulag, sem þjóðirnar hafa lifað við, meira og minna breytt, síðan á dögum Nebukadnesars, en þó í öllum aðalatrið- um hið sama, hrynur saman. Allan tím- ann hefir mannkynið tignað falsguði og reynt að leysa vandamál sín eftir mann- legum reglum og liugsunarhætti. Þess- vegna liafa allar tilraunir til friðar og farsældar mistekist — og J^ær munu mis- takast þar til fullkomin stefnubreyting verður. Sú stefnubreyting verður fyrst Iijá ísraelsþjóðum nútimans — liinum engilsaxnesku og norrænu þjóðum. Ym- islegt bendir til að Jaessí stefnubreyting sé að hefjast og mun j)að nú skýrast mjög á næstu árum. En meðan þjóðirnar kepp- ast við að lýsa yfir trúnaði sínum við „Sameinuðu þjóðirnar" og trú sinni á að þær séu „eina von mannkynsins“ er ekki bata von. Meðan svo er eru Jiær allar „samráða" og sammála um að gefa „dýr- inu“ vald sitt. En enginn má ætla að markalínurnar í þessum átökum verði ljósar, fyrr en löngu eftir að stefnubreytingin er hafin. Fæstir skilja breytingar síns eigin tíma meðan þær eru að gerast. Engan grun- aði 1913—1914 að þá væri að hefjast nýtt tímabil með {Djóðum heimsins — loka- þáttur hins gamla heimsskipulags og for- leikur hins nýja tíma, tvinnaður saman með óteljandi þráðum, sterkum og veik- um. — Eins er Jjað nú, að fæstir sjá tíma- skiptin, sem nú eru að koma. Flestir dansa blindir og leiða fordæm- ingu yfir sjálfa sig og aðra. Þess vegna enda „tímar heiðingjanna" með styrjöld, sem nær til allra manna og allra ríkja um alla jörð. XIII. Hér skal nú nema staðar enda er þetta orðið lengra mál en ætlað var í fyrstu. Að lokum skal J)ó taka saman Jjessar sundurlausu skýringatilraunir svo menn fái áttað sig á heildarmyndinni. Hið mikla draumlíkneski Danielsbók- ar er táknmynd af tilraun mannanna til að skapa sér ríki eftir sinu höfði — sinni eigin speki og vísindum. Þess vegna er Jjað í mannsmynd. Hinir ýmsu málmar í líkama Jress tákna hin fjögur „heims- veldi“ (Empires) sem verið hafa á jörð- unni á tímum hinna „mannlegu" skipu- lagshátta. Algert einveldi göfugmennis er bezta stjórnarform mannlegra skipu- lagshátta og ]t\ í er Jxið táknað með dýr- asta málminum — gullinu. Hinum mann- legu skipulagsháttum hnignar meir og meir og loks blandast „leirinn" við málm- ana og veikir stjórnarkerfið svo að það verður eftir Jiað ótraust. Það er lýðræðis- stjórnarformið, sem vér, nútímamenn, þekkjum kost og löst á, sem táknað er með leirnum.Síðasta heimsveldið tekur á lokastigi sínu á sig Jtað form, að upp rísa á jörðunni tiu stórveldi, sem reyna að konta á alheimsstjórn byggðri á manna- setningum og mannlegum vísindum, sem aldrei standast nema stutta stund. Þessi tíu stórveldi eru skipt; í tvo liópa, fimm í hvorum. Á þeim hópnum, sem fyrr kemur fram verður sú breyting að meðal ríkjanna „kemur upp“ ríki, sem flestir litu smá- um augum, og kollvarpar Joremur af fyrri fimm ríkjunum, og gerist mjög umsvifa- ntikið í heiminum. Síðar kemur svo fram önnur fimm ríkja samstæða sem 20 DAGRENN I NG

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.