Dagrenning - 01.12.1953, Blaðsíða 29

Dagrenning - 01.12.1953, Blaðsíða 29
liinn kristna heim. Enn í dag gnæfir kirkju- turn yfir hverju þorpi. Það var með kirkjum, engu síður en háskólum og verksmiðjum, sem pílagrímamir frá Evrópu fluttu sið- menninguna til Ameríku. Sagan sýnir að bænaþörfin hefir verið manninum jafnríkt í blóð borin eins og þráin til að sigra, byggja, starfa eða unna. Guðsvitundin virðist sann- arlega vera hin djúpstæðasta kennd í eðli voru, grundvallar eiginleiki. Á því, hvernig hún gerir vart við sig má sjá, að hún er því- nær ævinlega samtengd öðrum grund\'allar eiginleikum, eins og t. d. andríki, réttsýni og stundum fegurðarást. Og samt höfum vér ekki hirt um, þótt þessi mikilsverði hluti af sjálfum oss hafi lamazt eða jafnvel horfið með öllu. Vér verðurn að vera minnug þess, að það er ekki áhættulaust að lifa og láta eins og oss lystir. Ef lífið á að verða hamingjuríkt, verður að lifa eftir ófrávíkjanlegum reglum, sem rnótast af sjálfu fyrirkomulagi þess. Vér stofnum oss í stóra hættu þegar vér látum einhvem frumþátt í eðli voru bresta, hvort sem liann er líkamlegur, vitrænn eða sál- rænn. T. d. er þjálfunarleysi á beinum og vöðvum sumra menntamanna engu hættu- minni hlutur heldur en uppþornun skynsem- innar og sálarlífsins hjá sumurn íþrótta- mönnum. Það eru til ótal dæmi urn hraust- ar og kvnsælar fjölskyldur sem hafa annað- hvort alið úrkynjaða afkomendur eða dáið út með öllu, þegar þær köstuðu frá sér sið- gæðisvitund feðra sinna. Dýrkeypt reræsla hefir fært oss heirn sanninn um það, að þeg- ar fólk glatar guðsvitundinni og missir sjón- ar á hinum andlegu verðmætum, þá er af- leiðingin upplausn þjóðlífsins og undirokun af erlendu valdi. Fall hins foma Grikklands sigldi í kjölfar svona ástands. Það er augljóst mál, að undirokun þeirra eiginleika, sem náttúran hefir sjálf skapað, er ósamrýman- leg framþróun lífsins. Andlegir og trúarlegir eiginleikar eru í rauninni samtengdir. Þegar andlegir eigin- leikar hverfa, hverfur guðsvitundin líka áður en langt um líður. Manninum hefir ekki tekizt — eins og Sokrates ætlaðist til — að finna upp andlegt kerfi óháð trúarlegum regl- um. Þjóðfélag þar sem bænaþráin hverfur, á að jafnaði ekki langt í land að úrkynjast, og þess vegna eiga allir siðaðir menn — bæði trúaðir og trúlausir — að gefa gaum þessu alvarlega viðfangsefni um þroskun allra þeirra meginþátta, sem mannlegri veru eru í brjóst lagðir. Hvers vegna er guðsvitundin svo mikilvægt atriði í lífinu? Eftir hvaða reglum orkar bæn- in á oss? Nú verðunr vér að hverfa frá rann- sóknarafstöðunni og notast við tilgátuna. En tilgátan, jafnvel sú, sem minnstan stuðning hefir, er nauðsynleg til þess að höndla þekk- inguna. Vér verðum fyrst og fremst að hafa það hugfast, að manneskjan er óskiptanleg heild af vöðvum, lífrænum efnum og vitund- arlífi. Hún telur sig óháða hinu efnislega urn- hverfi sínu, þ. e. alheiminum, en er í raun og veru óaðskiljanlegur hluti hans, því að hún er háð honum, af stöðugri þörf fvrir súrefni loftsins og næringarefni þau, sem jörðin veitir. Hins vegar fellur lifandi líkaminn ekki algerlega inn í hina efnislegu samheild. Hann er bæði andi og lífræn efni. Og þótt and- inn hafi bústað í líkama vorum, nær hann út fvrir hinar fjórar víddir rúms og tíma. Er ekki leyfilegt að ímynda sér að samhliða lífi voru í efnisheiminum lifum vér einnig á óáþreifanlegu, ósýnilegu og efnisvana tilveru- sviði, sem líkja mætti við vitund vora, og sem vér getum ekki án verið fremur en efnis- heimsins? Þetta lífssvið gætum vér nefnt nafni þeirrar veru, sem er í öllum verum og upphefur oss öll, vitundarinnar, sem vér köll- um Guð. Þá mætti líkja guðsvitundinni við súrefnisþörfina og bænin væri þá nokkum- veginn hliðstæð andardrættinum. Bænin yrði DAGRENNING 27

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.