Dagrenning - 01.12.1953, Blaðsíða 19

Dagrenning - 01.12.1953, Blaðsíða 19
átt við ísraelsþjóðina alla — hinar tólf ættkvíslir Israels og afkomendur þeirra, hvar svo sem þær nú eru niðurkomnar, og hvaða þjóðanöfn, sem þær nú bera. Enginn efi er á því frá sjónarmiði höf- undar þessarar greinar, að hér er átt við Israelsþjóðina í heild. Vera má að einnig sé þar átt við sannkristna menn, sem verða að sæta ofsóknum fyrir trúarskoð- anir sínar og fastheldni við trúna á Guð Abrahams, ísaks og Jakobs, sem Kristur boðaði og kenndi lærisveinunum að væri hinn „eini, sanni Guð“. En liér verður að gæta þess, að ekki er verið að ræða um trúarstefnur eða kirkjudeildir Iieldur ríkisheildir. „Horn- in“ eru „konungar" þ. e. ríkisheildir — stórveldi, sem koma fram á svið sögunn- ar á sínum tíma og verða öllum aug- Ijós og áþreifanleg. Sá skilningur útilok- ar með öllu að um trúarflokk sé að ræða eða persónulegar ofsóknir á hendur ein- stökum, kristnum mönnum. „Hinir heil- ögu Hins Hæsta“ er ríki eða ríkjasam- bancl, sem „Litla hornið“, sem einn- ig er mikið stórveldi, mun reyna með öllum ráðum að koma fyrir kattar- nef. Það er beinlínis tekið fram, að þetta ríki, „Litla-hornið“, muni „heyja stríð“ við þá „heilögu Hins Hæsta“, þ. e. eiga í ófriði við þá, og að í fyrstu lotu þess ófriðar muni „Hinir heilögu Hins Hæsta“ fara halloka, en að lokum muni „dómurinn settur verða“ og „litla-horn“- ríkið svift öllum völdum og það að engu gert. „Hinir heilögu Hins Hæsta“ eru því tvímælalaust ríki eða ríkjasamband, sem kemur á sínum tíma til með að eiga í miklum ófriði við „Litla hornið“ — þ. e. Sóvietríkin. í 2. kapitula Danielsbókar er þetta orð- að þannig: „En á dögum þessara kon- unga (þ. e. á dögum „tánna“ á líknesk- inu eða hinna „tíu horna“ á dýrinu) mun Guð himnanna liefja ríki, sem al- drei skal á grunn ganga (verða eyðilagt) og það ríki skal engri annarri þjóð (en ísraelsmönnum) í hendur fengið verða“. Og síðan segir: „Það mun knosa og að engu gera öll þessi (tíu) ríki, en sjálft mun það standa að eilífu." — f ensku Biblíunni er þetta orðað þannig að þetta nýja ríki eða ríkjasamband skuli „sundurbrjóta og eyða öllum þessum ríkjum“ (break in pieces and consume all these kingdoms). Sýnir þetta svo greini- lega sem verða má, að til stórkostlegs ófriðar dregur milli þess ríkis eða ríkja- sambands sem nefnt er „Hinir heilögu Hins Hæsta“ og „Litla-hornsins“ eftir að það hefir „slitið upp“ þau þrjú „horn- ríki“, sem næst því voru, og er orðið „meira ásýndum“ en hin „hornin.“ Öllum getgátum um að hér sé um að ræða andleg eða trúarleg átök verður því skilyrðislaust að vísa á bug. Hér er um stórstyrjöld milli ríkja eða ríkja-banda- laga að ræða. — XI. Geturn vér þá gert oss grein fyrir því hverjir eru „Hinir heilögu Hins Hæsta“? Vera má að þróunin sé ekki enn svo langt komin, að oss sé það augljóst, en eins og rakið er hér að framan, er greini- legt að þess getur ekki orðið langt að bíða að það ríki eða ríkjasamband komi í ljós. Vér höfnum alveg jreirri tilgátu, að þar sé um nokkra kirkju eða kirkjudeild að ræða og vísum til þess, sem að framan segir þar um. Vér skulum þá atliuga hvort önnur til- gátan, um að hér sé átt við Gyðinga, fái staðist. Það er greinlega tekið fram, að Guð himnanna muni stofna þetta ríki á DAGRENN I NG 17

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.