Dagrenning - 01.12.1953, Blaðsíða 33

Dagrenning - 01.12.1953, Blaðsíða 33
er hófst á dögum Móse og endaði á dögum Krists — tímann, sem ísraelsmenn í fyrir- heitna landinu áttu þess kost, að öðlast liarn- ingju og frið og lifa samkvæmt hinu guð- lega lögmáli, sem þeim var gefið fyrir Móse — en þeim mistókst í þessu efni. Þeir héldu ekki, og gátu raunar ekki haldið, þetta lög- mál svo hvergi skeikaði, ófullkomnir menn eins og þeir voru. Kristur einn gat uppfyllt lögmálið. Það er þá hér í Pýramídanum undursam- lega, sem oss eru sýndar hvorutveggju að- stæðumar þegar Kristur fæddist — gólflína Drottningarsalsins sýnir svið mannlegrar fullkomnunar og fyrsti uppgangurinn tákn- ar ástandið á tímabili Móse-laganna. Þess \’egna gæti staðurinn, sem sýnir fæðingu Krists, hvergi verið nerna í gólflínu Drottn- ingarsalsins, en samt gæti hann ekki verið í sjálfum salnurn, þar eð sá tínri, sem salur- inn táknar, er þúsundáraríkið, sem enn er ókomið, en Jesús fæddist fyrir nálega tvö þús- und árum. Vér verðum því að leita að staðn- um, sem sýnir fæðingu Krists, utan sjálfs salsins og áður en hann byrjar, en þó á ná- kvæmlega sömu línu og gólfflötur hans er. Þar sem Drottinn vor var fæddur undir lögmáli Móse í þessu landi (Palestínu) og á þeim tíma, sem lögmálið \'ar þar í gildi, gæti fæðing hans hvergi verið sýnd nema í f\’rsta uppganginum, sem táknar tíma, stað og ástand lögmálstímabilsins forna. Gólfflötur Drottningarsalsins (svið mannlegrar full- komnunar) er láréttur, en gólf fyrsta upp- gangsins (svið lögmálstímabilsins) er hall- andi. Nú geta tvær ósamhliða beinar línur, eða fletir, eins og þær, sem hér um ræðir, ekki skorist nema einu sinni, eins og hver skóladrengur veit, og þess vegna hlýtur skurð- arpúnkturinn að vera eini staðurinn, sem er á hæðarfleti beggja í senn. Af þeirri ástæðu er staðurinn þar sem gólflína Drottningar- salsins sker gólf fyrsta uppgangsins eini stað- urinn í Pýramídanum, sem sýnir hvorttveggja í senn — mannlega fullkomnun og fæðingu undir lögmálinu. Drottinn vor Jesús Krist- ur, og hann einn, uppfyllti bæði þessi skil- yrði við fæðingu sína og þess vegna gæti eng- inn annar staður í Pýramídanum en skurð- arpunktur þessara tveggja flata sýnt fæðingu hans. Svo sem sjá má af mynddinni á bls. oo er skurðarpunktur þessi nálægt endanum á gólfi fyrsta uppgangsins ,en eins og rnenn vita fæddist Kristur undir lok lögmálstíma- bilsins í Palestínu. En Pýramídinn mikli sýnir ekkert hér um bil, þar er allt alveg ná- kvæmt. Það er algerlega fullnægjandi, að ákveða eftir táknmálinu einu einhvern stað, er sýni einhvern ákveðinn atburð og sanna Jrað síðan með algerlega óskyldri aðferð, sem sé, að rnæla að þessum stað á tímakvarðan- urn og fullvissa sig um, hvaða ártal kemur fram með því móti, en þá kemur í ljós að það er nákvæmlega ártalið þegar sá atburður skeði, sem táknmálið sýndi á Jressum stað. Vér skulum því halda áfram að fullvissa oss um hvaða ár í tímatali Pýramídans mikla er sýnt á staðnum, sem merkir fæðingu Krists í táknmálinu. Mælikvarðinn, sem yfirsmið- urinn fékk oss, er einn Jrumlungur fyrir eitt ár, eins og áður er frá skýrt. í fyrstu bók- inni var það rökstutt, að allt tímatal Pýra- nridans hvíldi á stjamfræðilegum grundvelli og ártalið, sem táknað væri við innganginn í Pýramídann, væri haustið 2623 f. K. Það var árið, sem smiðimir fomu byrjuðu að reisa Pýramídann. Þess vegna táknar hver þumlungur eftir hinum hallandi göngum eitt ár fram í tímann frá því að Pýramídinn var reistur. Frá innganginum að staðnum, sem vér teljum tákna fæðingu Krists, eru 2621 pýramídaþumlungur, sem samkvæmt mælikvarðanum, einn þuml. f\’rir eitt ár, sýn- ir 2621 ár. Samkvæmt því sem skráð er í Pýramídanum mikla, hefir Kristur því fæðst 2621 ári eftir haustið 2623 f. K. eða um haust- DAGRENNING 31

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.