Dagrenning - 01.12.1953, Blaðsíða 35

Dagrenning - 01.12.1953, Blaðsíða 35
fram að fæðingu Krists er talið 41 ár, liefir hinn síðarnefndi atburður gerzt í lok ársins 2. f. K. (43 -í- 41 = 2). Hins vegar er svo sagt, að Kristur hafi fæðzt 15 árum fvrir dauða Ágústusar, í lok ársins 14 e. K., en þar ber einnig að sama brunni, þ. e. að Kristur hafi fæðst í lok ársins 2 f. K. (15 -f-14 -f-i = 2). Það er algerlega fullnægjandi að liafa tvennskonar tímaskráningar eins og þessar, sem grípa hvor inn í aðra og sanna þannig hvor aðra. heneus. Ireneus, sem fæddur var aðeins einni öld eftir krossfestingu Krists, segir (III. 25) að „Drottinn vor liafi fæðzt þegar Ágústus hafði ríkt um 41 ár. Á þessum tíma bókmennt- anna var merking orðsins „um“ í sambandi við árafjölda oft náíega eða því sem næst nákvæmlega, en ekki á að gizka, lauslega eða hér um bil. Um þetta eru nokkur dæmi í Nýja Testamentinu. í Postulasögunni 13. kap. 18. v. stendur t. d. að Guð hafi um- borið háttu ísraelsmanna á eyðimörkinni „um fjörutíu ára skeið“. Frá Gamla Testa- mentinu vitum vér að þessi tími var því sem næst nákvæmlega 40 ár — það vantaði aðeins 5 daga upp á rétt 40 ár. Af þessari notkun orðsins á umræddum tíma leiðir því, að þeg- ar Ireneus segir að Ágústus hafi þá setið að völdum „um 41 ár“, á liann annaðhvort við 41. árið eða að fáeinum vikum eða dögum hafi munað til eða frá. Ireneus notar einnig fyrri reikninginn á stjórnartíð Ágústusar þ. e. frá síðari liluta ársins 43 f. K. Frá þeim tíma er 41 ár liðið seint á árinu 2 f. K. (43 = 41 = 2) og það er sarna árið og hinir fomu feð- ur töldu að Kristur hefði fæðzt. En það fer eftir því, hvort Jesús var fæddur seint eða snemma á síðari hluta þessa árs, hvort fæð- ing hans hefir heldur farið fram síðustu vik- umar eða dagana á 41. ríkisstjónarári Ágúst- usar eða fyrstu vikurnar eða dagana á 42. árinu, samkvæmt orðalagi Ireneusar „um 41 ár“. (En samkvæmt heimildum annarra fornra sagnritara skal nú brátt sýnt fram á, að Jesús var raunverulega fæddur í byrjun 42. ríkisstjónarárs Ágústusar). Þannig telja þeir Ireneus og Tertullian, livor í sínu lagi, fæð- ingarárið vera 2 f. K. Eusebius. Eusebius (ca. 264—340 e. K.) faðir kirkju- sögunnar og sjálfur borinn og barnfæddur í Palestínu, segir svo um fæðingu Krists: „Það var á 42. ríkisstjónarári Ágústusar og 28. árið frá innlimun Egyptalands, eftir dauða Anto- níusar og Kleópötru" (Eccles. Hist. 1.5). Þar eð valdatímabil Ágústusar hófst á síðari hluta ársins 43 f. K. hófst 42. árið á síðari hluta ársins 2 f. K. og endaði á síðari hluta ársins 1 f. K. Undirokun Egj'ptalands og innlim- un þess í Rómaveldi fór frarn seint á árinu 30 f. K. — og þess vegna hlýtur 28. árið frá Jjeim tíma að byrja á síðari hluta ársins 3 f. K. og enda á síðari hluta ársins 2 f. K. Kristur getur því ekki verið fæddur á öðrum tíma en síðari hluta ársins 2 f. K. Því það er eina árið sem samræmist báðum þessum sögulegu heimildum. Clement. Clement frá Alexandríu, annar vel kunn- ur, forn kirkjufaðir, fæddur um 150 e. K., segir einnig að Kristur hafi fæðzt 15. árið fyrir dauða Ágústusar (árið 14 e. K.) þ. e. árið 2 f. K. TUNGLMYRKVINN FYRIR DAUÐA HERÓDESAR. Ein megin orsökin til þess, hve margir telja árið 4 f. K. fæðingarár Jesú og dánar- ár Heródesar mikla er hin marg endurtekna fullyrðing, að þetta ár sé stjamfræðilega sann- að með frásögn Josephusar um tunglmvrkv- ann skömmu fyrir dauða Heródesar, því sam- DAGRENN I NG 33

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.