Dagrenning - 01.12.1953, Blaðsíða 39

Dagrenning - 01.12.1953, Blaðsíða 39
viðnám eins lengi og mannlegt þrek frarn- ast megnar. Þar sem læknarnir telja að há- markið hafi getað verið um hálfur mánuður og þar sem það þarf að hafa verið hálfur mánuður, samkvæmt atburðum sögunnar, benclir það ekki einungis ótvírætt til þess, að Heródes hafi dáið í janúar, heldur um miðj- an þann mánuð. En vcr höfum ennþá ná- kvæmari heimild um þetta atriði. Hið æva- foma og áreiðanlega heimildarrit Gyðinga, Megillath Ta’anith eða Föstuskrá, sem ritað var á jarðvistardögum Krists, segir dánardæg- ur Heródesar vera 1. dag Shebat-mánaðar Gyðinga. Árið 1 e. K. var 1. Shebat h. 14. janúar. Þar eð dagur Gyðinga hefst sex stund- unr á undan vorum degi, bvrjaði 1. Shebat nákvæmlega kl. 6 e. h. þann 13. janúar og endaði kl. 6 þ. 14. janúar. Það var að kvöldi hins 29. desember sem Heródesi fór að hraka til muna, og var það afleiðing mikilla geðs- hræringa þann dag og um kvöldið, þegar tunglmyrkvinn varð. Frá kvöldi h. 29. des- ernber til morguns 1. Shebat voru 14% dag- ar. Það er því undursamleg nákvæmni í svari læknanna, hér á undan, þar sem sagt er að Heródes hafi getað lifað í hæsta lagi „um hálfan mánuð“ eftir að honurn versn- aði kvöldið 29. desember. Þannig eru þessar þrjár dagsetningar full- komlega staðfestar: 29. desember, árið 1 f. K. tunglmyrvi og Heródesi hrakar mjög í banalegunni. 14. janúar, árið 1 e. K. Dauði Heródesar. 27. marz, árið 1 e. K. Páskar hófust um sólsetur. FRÁSÖGN fOSEPHUSAR UM VALDATÍÐ HERÓDESAR. Jósephus fræðir oss tvisvar um það, að Heródes hafi ríkt 34 ár eftir að „hann lét taka Antigónus af lífi“ en 37 ár „eftir að Róm- verjar höfðu skipað hann konung.“ Vegna þeirrar útbreiddu skoðunar, að Heródes hafi dáið árið 4 f. K. hafa sagnfræðingar misnotað þessa frásögn um ríkisár Heródesar í Júdeu, svo að hún kæmi heirn við hið ranga dánarár hans. Til þess að samræma hana kenningunni um að árið 4 f. K. sé dánarár Heródesar, hefur það ráð verið tekið, að reikna þessi 37 valda- ár frá Jrví að hann var tilnefndur í Róm árið 40 f. K., þrcniur árum áður en hann fór að hafa nokkur afskipti af málefnum eða yfir- stjórn Júdeu. Það er ekki hægt að halda því fram, að Heródes liafi ríkt í nokkrum skilningi fyrr en konungurinn, Antigónus, sá síðasti af kon- ungsætt Hasmonea, var tekinn höndum í umsátinni um Jerúsalem árið 37 f. K. og Antonius setti Heródes til valda, en jafnvel Jrá neitaði all stór hluti Gyðingaþjóðarinnar að viðurkenna hann konung, uns Antigónus konungur var tekinn af lífi Jrremur árurn síð- ar, eins og brátt skal vikið að). Dio Cassius (um 135 e. K.) sagnfræðingurinn, sem ritaði liina stóru og ítarlegu Rómver/asögu, nefnir ekki að Ileródes hafi haft nokkur völd fyrr en Antigónus hafði verið handtekinn. Hann tek- ur einmitt fram, að þegar Sossius hafi her- numið Jerúsalem (37. f. K.) hafi Antonius „fengið Heródesi nokkrum völdin í hendur,“ (Dio. XLIX. 22). Þar sem Josephus minnist á stjórnartíð Heródesar reiknar hann hana allstaðar, undantekningarlaust, frá því að hann tók við völdurn árið 37. f. K. Engin frásögn um annað er nokkurstaðar finnan- leg, af þeirri einföldu ástæðu, að Heródes liafði engin afskipti eða völd af nokkru tagi vfir málefnum Júdeu fyrr en árið 37. f. K. hvað J>á lieldur „konungsvald." Jafm-el róm- verzku ræðismennimir töldu aldrei ræðisvald sitt frá þeim tima er Öldungaráðið kaus þá, heldur ævinlega frá því að þeir tóku raunveru- lega við völdum. Á sama hátt var valdatími Heródesar aldrei miðaður við útnefningu Öld- ungaráðsins. Árið 37. f. K., þegar Sossius her- nanr Jerúsalem, er nú fullkomlega staðfest DAGRENNING 37

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.