Dagrenning - 01.12.1953, Blaðsíða 32

Dagrenning - 01.12.1953, Blaðsíða 32
ADAM RUTHERFORD: Fæðínfí Krísts Grein þessi er einn kaflinn í bók Dr. Adam Rutherfords „Frelsari heimsins", sem byrjaði að koma út í 45. hefti Dagrenningar, og er fram- hald af því, sem þar birtist. Hér er gerð vísindaleg og sagnfræðileg til- raun til að ákveða hvaða dagur sé hinn raunverulegi fæðingardagur Krists, því það er almcnnt viðurkennt að hann hafi ekki fæðst í desember. Varpar það að sjálfsögðu engum skugga á JÓLAHÁTÍÐINA sem haldin er til MINNINGAR um fæðingu Frelsarans, frekar en það varpar engum skugga á Páskahátíðina að hún ber sjaidnast upp á upprisudag Krists. Þegar vér förum að kynna oss líf Krists eins og það er sýnt í Pýramídanum, verðum vér, auðvitað, að byrja á fæðingu hans. En áður en vér reynum að ákveða fæðingardag hans eftir tímatali Pýramídans, þurfum vér að finna, hvar fæðing hans er sýnd í tákn- málinu. Til þess að finna eftir táknmálinu, hvernig og hvar fæðing Krists er sýnd, verð- um vér að leita þess, sem bendir á þau skil- yrði, er hann fæddist undir. Samkvæmt frá- sögn Biblíunnar var hann syndlaus og full- korninn, hins vegar fæddist hann á tilveru- sviði ófullkominna manna. Enn fremur fæddist hann sem ísraelsmaður í Gyðinga- landi, á réttarsvæði Móse-laga. Hann var því fæddur fullkominn maður og undir lögmál- inu. Eins og sýnt hefir verið fram á í fyrri bók- um þessa flokks, tákna gangar Pýramídans aldaferil vorn að hinu eilífa lokatakmarki, sem táknað er með síðustu sölunum, fvrir ofan alla ganga, þ. e. Konungssalnum og Drottningarsalnum, er samsvara „nýjum himni“ og „nýrri jörð“ í táknmáli Bibílunn- ar, og sameiginlega mynda þeir „hinn nvja heim“ eða „nýju skipan“, hið löngu fyrir- heitna Guðsríki á jörðu, sem spámaðurinn Daniel fullvissar oss urn að „aldrei muni eytt verða“, heldur skuli það „standa“ að eilífu. Táknmálið í Konungssalnum sýnir á undurfagran hátt fullkomleik þeirra, sem dveljast á hinum himnesku sviðum þessa skipulags, en Drottningarsalurinn fullkomn- un þá, er að lokum verður náð á jarðneska sviðinu að afloknu 1000 ára endurreisnar- tímabilinu, sem lýkur árið 2994 e. K., sam- kvæmt aldakvarða Pýramídans og tímaspá- dómurn Biblíunnar. Gólflína Drottningar- salsins, sem táknar fullkomnun jarðheimsins, er einkar vel til þess fallin, að sýna svið hinn- ar mannlegu fullkomnunar. Eins og rök vom leidd að í fyrstu bókinni, táknar ofangangurinn, sem liggur niður að Neðanjarðarsalnum og botngjánni hin illu áhrifavöld „þessa vonda heims, sem vér nú lifum í“, og afleiðingar þeirra, sem eru: sorgir, synd, þjáningar og dauði. Hins vegar sýnir Rrsti uppgangurinn með táknmáli og mælikvarða ástand það og árabil, sem Biblíu- fræðingar nefna tímabil lögmálsins forna, 30 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.