Dagrenning - 01.12.1953, Blaðsíða 13

Dagrenning - 01.12.1953, Blaðsíða 13
meir og meir áberandi, virðist staðfesta það, að vér lifum nú, sögulega séð, á tímabili „fótanna" á líkneskinu, og að þess mun tæpast langt að bíða, að „tærn- ar“ birtist sem „Hinar tíu sameinuðu þjóðir" (Ten Federated Nations).“ (The Book of Daniel bls. 48—49.) V. í þessari bráðsnjöllu skýringu hins mæta höfundar kemur það greinilega fram, hversu feikna mikill vísdómur er fólginn í þessum mörgþúsund ára gamla spádómi. Þess er áður getið, að skýring þessi er gefin út 1929 og er því fróðlegt að veita því athygli, sem liöfundurinn segir um það, að „þess muni tæpast langt að bíða, að „tærnar“ birtist sem „Hinar tíu sameinuðu þjóðir". Þeir sem á annað borð taka gilda þá skýringu spádóms þessa, sem hér að fram- an hefir verið rakin, eru í engum efa um, að vér, sem nú erum uppi, lifum á lokatímabili þeirra skipulagshátta, sem hinn mikli spádómur fjallar aðallega um. Heimsveldin öll fjögur — Babylon, Media og Persía, Grikklandsríki og Rómaríki eru öll liðin undir lok, og upp af Rómaríki hafa síðan vaxið ýmsar smærri ríkjasamsteypur, en þó hefir eng- in slík ríkjasamsteypa enn náð neitt svip- aðri heimsveldisaðstöðu og hið forna Rómaríki og heimsveldin á undan því liöfðu, þegar bornar eru saman allar að- stæður þá og nú. I engri mannkynssögu er það kennt, að á eftir Rómaríki hafi komið heimsveldi á borð við J:>að. Vér vitum að vísu að nú eru til stórveldi, stærri en hið forna Rómaríki, en nú er „heimurinn" líka miklu ,,stærri“ en hann var þá, og völd og áhrif stórvelda nú þess- vegna hlutfallslega miklu minni en völd og áhrif hins forna Rómaríkis. „Leirinn og járnið“ hafa nú þegar blandast sam- an, þ. e. skipulagshættir einræðis og lýð- ræðis tvinnast svo saman á ýmsan veg í öllunr ríkjum og löndum, að nú eru þessi stjórnarform að verða að slíkum skipu- lagsflækjum, að fæstir fá úr þeim leist eða í þeim botnað. Af því, sem sagt hefir verið, sjáum vér einnig, að tíminn, sem spádómurinn tek- ur yfir, er hvorki meira né minna en 2500—3000 ár og er því ekki að undra þótt ekki sé sýnileg mikil breyting á tíma hverrar kynslóðar á þessu langa tímabili. Þá er það og greinilegt, að síðasta tima- bilið á að auðkennast af tiu sambands- rikjum, sem táknuð eru með hinum tíu tám líkneskisins. Þegar þessi tíu ríki Jress vegna birtast á vettvangi sögunnar getum vér verið viss um, að lokajiiáttur- inn er hafinn, og „hrun líkneskisins," Jd. e. liinnai' heiðnu menningar síðustu 3000 ára, er alveg yfirvofandi. VI. Með það í huga, sem nú var sagt, skul- um vér líta nokkru nánar á Jiennan síð- asta þátt — tærnar á líkneskinu. í spádómsþýðingu Daniels segir þetta um tær líkneskisins: „En þar er þú sást fæturna og tærnar, að sumt var af pottaraleiri, sumt af járni, það merkir að rikið mun verða skift..“ — ----Og ennfremur. — „En þar er tærnar á fótunum voru sumskostar af járni og sumskostar af leiri, þá mun Jrað ríki að nokkuru leyti verða öflugt og að nokkuru leyti veikt." Fleira er ekki um tærnar sagt annað en Jxrð, að „steinninn," losnaði úr fjallinu „lenti á fótum líkneskisins, sem voru af járni og leiri og molaði þá,“ og DAGRENNING 11

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.