Dagrenning - 01.12.1953, Blaðsíða 26

Dagrenning - 01.12.1953, Blaðsíða 26
in og lieit bæn verður heyrð. Blindi mað- urinn, sem sat við veginn hrópaði bænir sínar hærra og hærra þrátt fyrir það að fólkið reyndi að þagga niður í honum. „Trú þín hefir læknað þig,“ sagði Jesús um leið og hann fór fram hjá. Á æðsta stigi er bænin ekki lengur ósk. Maðurinn vottar herra al- heimsins ást sína, þakkar lionum gjafir hans og er þess albúinn, að framkvæma vilja hans, hver sem hann er. Bænin verður hugleiðsla. Garnall bóndi sat aleinn á aftasta bekk í tómri kirkju. „Eftir hverju bíður þú?“, spurði einhver. „Ég horfi á Mann og Ifann horfir á mig,“ svaraði garnli maðurinn. Gildi aðferðarinnar skal metið eftir árangr- inum. Sérhvert bænarfonn er gott, ef það greiðir manninum veg að Guði. * Hvar og hvenæi á að biðja? Menn geta beðist fyrir alls staðar — á götunni, í beif- reiðinni, í lestinni, í skrifstofunni, í skólan- um, í verksmiðjunni, en bezt er að biðja úti í náttúrinni, upp til fjalla, úti í skógi eða í einrúmi í lokuðu herbergi. Svo eru líka messubænimar í kirkjunni, en hvar sem beð- ið er, getur rödd Guðs ekki náð til manns- ins, nema kyrrð ríki i lmga hans. Þessi kyrrð er engu síður háð líkamlegu og andlegu ástandi voru en umhverfinu. Það er erfitt að finna andlegan og líkamlegan frið í hávaða og ys nútíma borganna. Menn þurfa að eiga friðland þar sem þeir geta beðist fyrir, helst kirkju þar sem borgarbúinn hefir — þó ekki sé nema stutta stund — þau andlegu og líkamlegu skilyrði, sem skapa hinn innri frið. Það er því hvorki erfitt né útgjaldasamt, að finna fögur og friðsæl afdrep í ys borganna. í kvrrð þessara friðgarða getur maðurinn hvílt lúinn líkama meðan hugur hans leitar Guðs, og þar getur liann einnig þjálfað dóm- greind sína og aukið sty'rk sinn til þess að bera lífsbyrðamar, sem siðmenning vor legg- ur oss á herðar. Þegar bænin fer að verða föst venja hefir hún áhrif á skapgerðina. Þess vegna eiga menn að biðja oft. „Hugsaðu urn Guð oftar en þú dregur andann,“ segir Epiktét. Það er gagnslaust að biðjast fyrir að morgni, en hegða sér síðan eins og óþokki það sem eftir er dagsins. Örstutt hugsun eða ákall í hugan- um getur haldið manninum í návist Guðs. Öll hans framkoma verður þá mótuð af bæninni. í þessum skilningi verður bænin að lífsvenju. Bænin hefir alltaf áhrif, ef beðið er á rétt- um grundvelli. „Enginn hefir nokkru sinni gert svo bæn sína, að hann hafi ekki revnt eitthvað,“ ritaði Ralph Waldo Emerson. Þrátt fyrir það telur nútímamaðurinn bæn- ina úrelta venju, gagnslausa hjátrú, levfar frá frummennskunni. I rauninni vitum vér sama og ekkert um áhrif hennar. Hver er ástæðan fyrir þessari fáfræði? í fyrsta lagi sú, að bænin er orðin svo sjaldgæf. Guðs- vitundin er að hverfa úr siðmenningunni. Tala franskra borgara, sem biðjast h'rir dag- lega, er tæplega meira en 4—5 af hundraði. Auk þess er bænin oftast ófrjó. Flestir þeirra, sem biðja, eru eiginhagsnmnamenn, óhrein- skilnir, dramblátir Farísear, sem eiga hvorki til trú né kærleika. Vér tökurn oft ekki eftir áhrifum bænar- innar þegar þau koma í ljós. Svarið berst oss oft með hægfara, ósýnilegum og þvínær hljóðlausum hætti. Hin veika rödd, sem hvíslar svarinu langt inni í sálarfvlgsnum vorum, er svo auðveldlega borin ofurliði af háreysti heimsins. Einnig er erfitt að átta sig á hinum áþreifanlegu svörurn. Þeim er oft ruglað saman við aðra atburði. Fáir menn, jafnvel meðal sjálfra prestanna, hafa haft tækifæri til að ganga úr skugga um þau. Og 24 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.