Dagrenning - 01.12.1953, Síða 43

Dagrenning - 01.12.1953, Síða 43
borðinu, þó úr þeim liafi dregið á sjálfu yfirborðinu nú í bili. Ástandið í stjórnmálum Frakklands og Italíu fer stórversnandi með hverjum degi sem líður, enda ráða kommúnistar og nýkommúnistar orðið lögum og lof- um í löndum þessum, en stjórnir og þing máttlaus vegna liins spillta stjórnmála- lífs og hins gersamlega óhœfa stjórnar- fyrirkomulags, sem þjóðir þessar búa við. Frakkland hefir tafið allar framkvæmdir Vesturlanda í varnarmálum og reynir nú flest til að koma í veg fvrir stofnun Evrópuhers með þátttöku Þjóðverja, sem er eina lausnin sem til er á varnar- málum Vestur-Evrópu eins og málurn liorfir nú. Rússar nota sér út í æsar veik- leika Frakka og ekki er ólíklegt að svo fari, jafnvel strax á næsta ári, að Frakk- land slitni að fullu og öllu úr tengslum við engilsaxnesku stórveldin og verði kommúnismanum auðtekin bráð enda liafa þeir stefnt lengi að því marki. Ef Bandaríkin héldu Italíu ekki uppi með fjármagni sínu, væri hún nú þegar orðin eitt af leppríkjum Rússa. # Átökin um Zuesskurðinn hafa haldið áfram allt þetta ár og eru enn jafn langt frá endanlegri lausn og þau voru í upp- hafi. Egyptaland er nú aðalvígi þýzka nazismans frá dögum Hitlers. Það segja menn, sem farið hafa til Egyptalands nú í ár, að öllu svipi þar nú meir og rneir til þess sem var í Þýzkalandi á dögum Hitlers. Litir nazismans — svart, hvítt og rautt — eru orðnir öllum öðrum litum yfirsterkari í Kairó og víðar um Egypta- land. Herinn er æfður og skipulagður af herforingjum frá Hitler og stjórnmála- starfsemin öll er vasaútgáfa af stjórnmála- starfsemi Hitlerstímahilsins í Þýzkalandi. F.kki eitt stygðaryrði heyrist heldur milli Sovíetríkjanna og Nagihs. — Sú þögn er auðskilin. Nú er verið að byggja upp í Egyptalandi nazistaher, sem ætlað er það hlutverk, að útrýma öllum áhrifum vest- rænnar menningar í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs, og taka höndum saman við Sovíetríkin í styrjöld þeirra gegn Bretum og Bandaríkjunum. # Nýkommúnisminn hefir breiðst ört út innan allra sósíaldemokrataflokka Ev- rópu og Demokrataflokksins í Bandaríkj- unum á þessu ári. Hinar heiftarlegu árás- ir demokrata á stjórnarstefnu Eisen- howers og þá tilraun hans, að hreinsa kommúnista út úr opinberum stöðum í Bandaríkjunum, eru annaðhvort vísvit- andi þjónusta við Sovíetríkin, eða þær stafa frá nýkommúnistiskum áhrifum sem ört grípa um sig innan Demókrata- flokksins' án þess llokksmennirnir geri sér þess fulla grein, eða skynsemi þeiiTa lætur undan fyrir persónulegu og póli- tísku liatri. Sama er aðstaðan í Bretlandi þar sem nú er svo komið, að jafnvel Win- ston Churchill er farinn að liugsa til þess að verða „fljúgandi“ sáttasemjari“ eins og fyrirrennari lians Chamberlain. # Bermuda-ráðstefnan fyrstu dagana í desember er merkisathurður í stjórnmála- lífi vestrænna þjóða á þessu ári. Hún var haldin til þess að reyna að komast að sameiginlegri niðurstöðu um helztu vandamálin, sem nu steðja að vestræn- um þjóðum. Frakkar eru að gefast upp hæði fjárhagslega og stjórnmálalega og Bretar geta í hvorugan fótinn stígið í Asíu vegna Indlands, sem siglir hraðhvri inn í kommúnismann, undir forustu Nerús, sem vill fyrir hvern mun sam- vinnu við kommúnistaríkin, en þorir þó ekki enn að taka þá afstöðu opinberlega. DAGRENNING 41

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.