Dagrenning - 01.12.1953, Blaðsíða 44

Dagrenning - 01.12.1953, Blaðsíða 44
Þessi hörmulega tvístaða Breta og Frakka liefir skapað Bandaríkjunum, og sérstak- lega Eisenhower forseta,mikla örðugleika og veikt alla aðstöðu vestrænna þjóða allt þetta ár. Fyrstu merkin um að Banda- ríkin komist ekki hjá að setja Vestur- Evrópuþjóðunum úrslitakosti í jressum efnum eru þegar augljós orðin. Eftir því sem hernaðartækninni fleygir fram geta Bandaríkin treyst meira og meira á eigin varnir og þurfa því ekki sjálfra sín vegna að hafa varnir í öðrum löndum, né styrkja þau til slíkra varna. Grænland er nú að verða ltöfuðvirki Bandaríkjanna til varnar Ameríku að norð-austan og Kanada og Alaska að norðan og vestan. F.f Norðurlönd, Bretland og Frakkland ekki fást til að hafa sömu afstöðu gegn Sovíetríkjunum og stjórnmálastefnu þeirra og Bandaríkin hljóta og verða að hafa, er ekki nema tvennt til: Annað livort það, að Bandaríkin breyti um stefnu — og það gera þau ekki að óbreyttri stjórn — eða þau einangri sig meira en verið hefir til þessa og láti Norð- ur-og Vestur-Evrópuríkin ein um að glíma við Rússa í Evrópu. Margt bendir til, að sú stefna sé meir og meir að verða ráðandi í Bandaríkjun- um þó það sé ekki viðurkennt enn af ráðamönnum Ameríku. Bermuda-ráð- stefnan var lokatilraun þessara rikja til að ná samkomulagi um framtiðar sam- búð sina. * Með liinum skefjalausa áróðri, sem Sóvietríkin beita nú um allan heim, hefir þeirn orðið allvel ágengt í því að spilla samstarfi hinna vestrænu þjóða. Þetta er gert með þeim lævíslega hætti, að efla í hverju landi flokka, sem hafa það markmið að vekja andúð gegn Bandaríkjunum, rægja þau og spilla sambúðinni við Jrau á allan veg. Það má segja að flest Atlantshafsríkin hafi slegið á framrétta hönd Bandaríkj- anna, því þótt þau hafi öll Jregið frá þeim meira og minna fé til að lialda uppi at- vinnulífi sínu og standa undir vörnum sínum hafa Jiau flest neitað nánara sam- starfi um varnarmál sín. Evrópuríkin hafa hvorki viljað fallast á tillögur Banda- ríkjanna, né heldur hafa Jrau getað orð- ið sammála um aðra tilhögun, en þá sem Bandaríkin hafa lagt til. Það er alger misskilningur að Bandaríkin hafi viljað Jiröngva sinum tillögum upp á Evrópu- Jsjóðirnar. Það sem örðugleikum veldur er, að Vestur-Evróþurikin geta ekki komið sér saman um neitt. Bretar eru næst Jrví að fallast á sjónarmið Banda- ríkjanna í Evrópu, en sjónarmið þeirra og Bandaríkjanna í Asíupólitíkinni eru ósamrímanleg. Um Frakka er áður talað. Þeir eru alveg við J^að að gefast upp og Jiess verður varla langt að bíða að þar í landi gerist mikilvægir stjórnmálalegir atburðir. Norðurlöndin, Danmörk og Noregur, neita öllu nánara samstarfi við Atlantshafsherinn, sem Jdó á að verja Joessi lönd ef til ófriðar kemur, og eru Jrað sósíaldemókratar þar, sent þeirri stefnu ráða. ETm ástandið á íslandi er óþarft að ræða, því hér er ástandið fyrir neðan alt sem getur talist siðaðri þjóð samboðið, þar sem mörg Jnisund manns, undir forustu fyrrverandi nasista og kommúnista en með stuðningi háskóla- prófessora og annara hátt settra embætt- ismanna — og jafnvel annara stjórnmála- flokka — gerðust til þess nú í ár að stofna sérstakan flokk til þess eins að rógbera og svívirða Bandaríkin og reyna að koma því til leiðar að Island einangrist með öllu frá samskiftum við vestrænar 42 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.