Dagrenning - 01.12.1953, Blaðsíða 23

Dagrenning - 01.12.1953, Blaðsíða 23
kemur á raunverulegri alheimsstjórn, að nafninu til a. m. k. En þau ríki verða svo sundurþykk innbyrðis, þó þau séu öflug er þau standa öll saman, að stjórn heimsins fer öll í handaskolum lijá þeim. l.oks kemur þar, að þessi síðasta heims- ríkistilraun „heiðingjanna“ mistekst með öllu og stórfelldur alheimsófriður brýst út. í þeirn ófriði safnast allar heiðn- ar þjóðir undir merki „Litla hornsins", en þannig er Sóvietríkjasambandið auð- kennt í spádómnum. I hinum flokknum verða aðeins Isra- elsmenn nútímans (engilsaxneskar og norrænar þjóðir) sem í þeirri eldraun — mestu eldraun mannkynsins — munu snúa sér af öllu lijarta til „Guðs himn- anna“ — Jesú Krist — og biðja liann um hjálp. Hann mun veita þeim hjálp til að ráða niðurlögum hins heiðna ríkjasam- bands, sein mun leysast upp, og nýtt heimsríki myndast undir forustu Israels- nranna, sem þá viðurkenna Krist sem leiðtoga sinn og Drottinn, og byggja ríki sitt upp samkvæmt lögmáli Heilagrar ritningar. Ofsóknir hinna heiðnu ríkja á hend- ur ísrael, eða styrjöldin milli Jreirra, mun standa yfir í hálft fjórða ár og Jrað munu verða mestu hörmunga og þrengingatím- ar, sem nokkru sinni liafa gengið yfir jörðina og mannkynið. Þann tíma munu Sóvietríkin ráða lögum og lofum í öllum ríkjum meginlands Evrópu og Asíu, og hryðjuverk þeirra og manndráp verða margföld á við það, sem var hjá nasistum. í lokaátökunum mun Kristur sjálfur taka í taumana með einhverjum þeim hætti, er öllum mönnum, sem |)á lifa, verður aug- ljóst, þótt alveg sé ógerningur að geta sér þess til nú, með hverjum hætti það verður. Þó skyldu allir — og ekki síst ís- lendingar, sem eru afkomendur Benja- mínsættkvíslar, sem byggði Galileu á Krists dögum — hafa í huga þessi orð Postulasögunnar: „Galileumenn! Hví standið þér og horfið til himins? Þessi Jesús, sem var upp numinn frá yður til himins, mun koma á sama hátt og þér sáuð hann fara til himins.“ (Post. I. 11.) í fyrstu atrennu hinna síðustu átaka munu Sóvietríkin og hjálparríki þeirra taka í einni svipan allt meginland Ev- rópu og Asíu og mest allt meginland Af- ríku. Þau munu einnig ná öflugri fótfestu í Suður-Ameríku. Sérstaklega sögulegur verður þáttur Joessa ófriðar fyrir botni Miðjarðarliafs og yfirráð Rússa yfir Pales- tinu og Jerúsalem. Sóvietríkin munu „kasta eign sinni á alla fjársjóðu Egvpta- lands af gulli og silfri og allar gersemar |iess.“ En „fregnir frá austri og norðri“ munu þá berast til þeirra, og þær munu ,,skelfa“ Rússa. Þeir munu Joá „í mikilli bræði hefja ferð sína, til þess að eyða og tortíma mörgum“ (vetnisprengjur?). En sú ferð mun verða þeirra síðasta. (Dan. 11. 45.). Hvenær þessir atburðir verða getur enginn sagt með vissu. Vér sjáum þó, að þeirra getur ekki verið langt að biða. Hver sú þjóð, og hver sá einstaklingur, sem skilur þetta og sér ætti því ekki að draga það lengi enn, að snúa sér til Drott- ins, Frelsarans Jesú Krists, og biðja Hann um vernd og hjálp í hinum óumflýjan- legu Ragnarökum sem framundan eru. Það er sjálfsagt að gera allt, sem i mannlegu valdi stendur til þess að revna að afstýra þeim voða, sem framnndan er. En það verður ekki gert með þeim að- ferðum sem nú er beitt. Þær gera enda- lokin aðeins enn stórkostlegri, voðalegri og óvissari. í Biblíunni getið þér lesið um Jietta allt, og mikln meira en hér er rakið. DAGRENN I NG 21

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.