Dagrenning - 01.12.1953, Blaðsíða 46

Dagrenning - 01.12.1953, Blaðsíða 46
g Með pessu hejti lýkur áttunda árgangi Dagrenningar. Þegar hún hóf göngu sina bjóst ég eklii við að hennar aldur yrði lengri en þrjú til fjögur ár i mesta lagi. Ég bjóst við, að þá yrði það efni þrotið, sem ég réði við að skrifa um á því sviði, sem Dagrenningu var afmarkað. En þetta hefir farið á annan veg. Aldrei hefir verið meira efni fyrir hendi en nú, og aldrei verið greinilegri þörfin á því, að veitt vœri viðtaka þeim boðskap, sem Dagrenning hefir að flytja. Þótt ég hafi nú miklu meiri og betri tíma til að sinna ritstörfum, en áður var, kemsl ég þó hvergi ncern yfir þau verkefni, sem leysa þyrfti af hendi. Þegar ég hvarj frá minu fyrra starfi var það cetlan min að verja sem mestu af tima mínum til að taka saman þrjár bcckur eða stórar ritgerðir, sem nauðsynlega þarf að skrifa á islenzku sem allra fyrst. Ein þeirra er skýringar á spádómum Danielsbókar og Opinberunnarbókarinnar, þeim, sem nií eru augljóslega fram komnir, og sérstak- lega eiga við vora tirna. Ég er nú byrjaður á því verki og birtist einn kafli þeirra ritsmiða i þessu hefti. Annað verkefnið var að reyna að skýra sköpunar söguna eins og hún er i fyrstu Mósebók, og sárafáir virðast núorðið reyna til að skilja eða skýra rétt. Hefir þvi efni oftar verið misþyrmt, en flestu öðru i hinni lielgu bók, Bibliunni. Loks vakir fyrir mér að skrifa sögu Benjamínsættkvíslar- innar þannig, að rekja feril hennar í aðaldráttum frá þvi hún varð til, við fceðingu Benjamins — en hann fceddist i Bellehem eins og Jesús Kristur — og rekja slóð liennar alt til þess er leifar hennar flýðu út til íslands á 9. og 10. öld vors tímaials. — All eru þetta mikil viðfangsefni og sennilega mér ofviða, ef vel á að takast. Alt það merkasta af þessum ritsmiðum mun birtast i Dagrenningu. Ég hefi ekki i hyggju að gera neinar verulegar breytingar á Dagrenningu ncesta ár. Sií breyting sem ncest liggur, er að gera hana að mánaðarriti, en það hefir bceði kosti og galla. Af þvi verður a. m. k. ekki á ncesta ári og tcepast fyr en hún hefir fylt fyrsta áratuginn — 1955. Dagrenning mun hér eftir sem hingað til aðallega leitast við að sinna þeim tveim aðalþáttum hlutverks sins, sern þýðingarmestir eru, en þeir eru, að vekja íslenzku þjóðina til skilnings á uppruna sínum — að hún er ein af hinum týndu cettkvislum fsraels, — og að endurvekja trú þjóðarinnar á hið heilaga orð Guðs — Biblíuna — og alveg sérstaklega á spádóma hennar og þýðingu þeirra. Ég veit að Drottinn mun blessa Dagrenningu i fraintiðinni eins og Hann hefir blessað hana til þessa dags. Og ég bið þess, að mér megi takast að gera hana þannig úr garði að hún þjóni réttilega þeim málstað, sein liún einkum á að vera helguð. Þá veit ég, að hún verður þeim til blessunar, sem hana kaupa. Ég þakka svo ykkur öllum: kaupendum, útsölumönnum og lesendum Dag- renningar, fyrir vinsemd, hlýju og skilvisi mi og fyr, og bið ykkur öllum bless- unar, náðar og varðveizlu Drottins á koinandi ári. JÓNAS GUÐMUNDSSON. 44 dagrenning \

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.