Dagrenning - 01.12.1953, Blaðsíða 34

Dagrenning - 01.12.1953, Blaðsíða 34
ið árið 2 f. K.1) Fæðingarár Jesú er nrjög oft ranglega talið árið 4 f. K., en þess ber að minnast, að almenn skoðun og jafnvel lær- dómsþekking, er stundum röng. En ártöl Pýramídans eru alltaf rétt, séu þau fund- in með nákvæmum mælingum og hárrétt- um aðferðum, á hinurn stjarnfræðilega grundvelli. Pýramídanum skjátlast aldrei. Það er áríðandi að rannsaka vel, hvað sé hið rétta fæðingarár Krists. Þegar borin eru saman öll áreiðanleg gögn, sem kunn eru, kemur í ljós að árið 2 f. K. er hið rétta, enda er það í sanrræmi við hið óskeikula tímatal Pýramídans. Af frásögn Biblíunnar vitum vér, að Krist- ur fæddist fyrir dauða Heródesar mikla, kon- ungs í Júdeu. Það hefir verið útbreidd skoð- un, að Heródes hafi dáið árið 4 f. K. Væri það rétt gæti Kristur að sjálfsögðu ekki ver- ið fæddur síðar en árið 4 f. K. Mönnunr hætt- ir til að trúa þessu ártali aðeins vegna þess, að það er tekið gott og gilt af svo mörgmn, og því talið ástæðulaust að rannsaka það nán- ar. Afleiðingin er sú, að þetta ártal hefur ver- ið afritað aftur og aftur, án þess að talið væri ómaksins vert að sannprófa það frekar. Það má því gera ráð fyrir, að margur, sem ekkert hefur kynnt sér annað um málið, verði undr- andi þegar hann heyrir það, að enginn forn sagnaritari, hvorki kirkjulegur eða veraldleg- ur, telur Heródes hafa dáið árið 4 f. K. og enginn þeirra skráir Jrann atburð fyrr en árið 1 e. K. (sem er hið rétta, eins og rök skulu nú leidd að). Þessi skekkja í sanrbandi við árið 4 f. K. er til orðin vegna vissra ummæla Josephusar, sagnaritara Gyðinga, sem hafa verið ranglega skilin. En jafnvel þótt Jose- 1) Þeim, sem eru óvanir tímatalsfræðum, þvkir það ef til vill undarlegt, að tala um að Kristur sé fæddur árið 2 „fj’rir Krist“. Þessi liáttur, að telja timann fj’rir og eftir Krist, var tckinn upp af Diony- siusi Exiguus á 6. öld hins kristna tímatals, en hann reiknaði fæðingu Krists skakkt út um 2 ár. phus hefði sagt það, sem honunr er eignað, ætti það að vekja hjá oss efa og hvetja oss til gaumgæfilegrar rannsóknar, að slík álvkt- un af orðurn hans er í mótsögn við allar heimildir hinna fornu sagnaritara og elstu kirkjufeðra. Ennfremur ber að athuga það, að árið 4 f. K., sem almennt er talið fæðingarár Drott- ins vors, er hvergi staðfest af hinurn fomu sagnariturum eða elstu kirkjufeðrum (fvrir daga Jerome, sem uppi var á 4. og 5. öld). Enginn Jreirra telur Krist fæddan fyrr en árið 2 f. K., en flestir það ár — einmitt árið sem Pýramídinn mikli opinberar sem fæð- ingarár hans. Vér skulum nú láta hina fornu fræðimenn tala sjálfa og taka upp orð þeirra þekktustu, sem fjalla um fæðingarár Krists. Tertullian. Tertullian, einn hinna elstu kirkjufeðra, fæddur um 160 e. K. lætur í té fullnægjandi fræðslu um fæðingarár Drottins vors með óvéfengjanlegum sögulegum ártölum. Hann segir að Ágústus hafi sezt að völdurn 41 ári fy'rir fæðingu Krists og dáið 15 árum eftir fæðingu lians. Eins og allir fomsögufræðing- ar vita er stjórnartíð Ágústusar reiknuð með tvennum hætti: 1) frá því að hann fékk ræð- ismannsvaldið og annað þrístjóman'eldið var sett á laggimar, í lok ársins 43 f. K. eða 2) frá því að hann varð æðsti stjórnandi alls Rómaríkis og valinn keisari af Öldungaráð- inu, haustið 31 f. K. Sönnunin fyrir því, að Tertullian notaði fyrri reikninginn er sú, að hann telur Ágústus liafa ríkt 56 ár, eins og sagt var hér að frarnan (41 + 15= 56). Þetta er hárétt, því að dánardægur Ágústusar, h. 19. ágúst árið 14 e. K. er óumdeilanlega og almennt viðurkennt, en þá voru nákvæmlega 56 ár liðin frá því að honum var veitt ræðis- mannsvald, árið 43 f. K. (43 + 14 -f- 1 = 56). Þar sem tímabilið frá því að Ágústus settist að völdum, undir lok ársins 43 f. K., 32 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.