Dagrenning - 01.12.1953, Side 42

Dagrenning - 01.12.1953, Side 42
JÓNAS GUÐMUNDSSON: Aríð 1953 Árið 1953 er nú að kveðja. Það sem alveg sérstaklega einkennir þetta kveðj- andi ár, eru hinar stórkostlegu ndttúru- hamfarir, sem hafa átt sér stað í öllmn heimsálfum. Árið hófst með hinum miklu flóðum í Englandi og Hollandi, en hámarki náðu náttúruhamfarirnar í Evrópu í jarðskjálftunum á Grikklandi og eyjum þess í Miðjarðarhafi, jxir sem heilar borgir hrundu til grunna og þús- undir manna fórust, týndust og meidd- ust. Rigningarnar og skriðuföllin á Ítalíu nú síðast liafa og krafizt sinna fórna og svo mætti enn telja. Svipaðar náttúruhamfarir liafa einnig átt sér stað í öðrum heimsálfum, s. s. flóðbylgjur og jarðskjálftar í Japan, ltin- ir stórfelldu þurkar í Ástralíu og Suður- Ameríku og hvirfilbyljirnir í Bandaríkj- unum sem virðast fara ískyggilega í vöxt. Um tjón af náttúruhamförum fréttist lítið frá Sóvietríkjunum frekar en ann- að sem þar gerist. Jarðskjálftar í Tyrk- landi og víðar um Asíulönd hafa krafizt margra og mikilla fórna. Hungursneyð liefir vofað yfir vegna uppskerubrests af þurkum í Indlandi og hefðu Bandaríkin og Rússar ekki komið þar til hjálpar, með sendingu matvæla í stórmn stíl, liefði þar orðið mikið mannfall. Á j>að hefir margoft verið bent í þessu riti, að einmitt náttúruhamfarir ýmis- legar og á ýmsum stöðum, væru eitt aug- ljósasta merkið um að „tími endalok- anna“ væri að nálgast. Nýlega var frá J)ví skýrt opinberlega að aldrei liefðu eius margir jarðskjálftar mælst á jarð- skjálftamæla eins og á þessu ári. Þessar miklu og augljósu náttúruhamfarir eru tákn, sem búið var að segja mannkyninu fyrir að koma mundu, dður en „endalok- in“ sjálf ber að höndum. # Allt árið hefir heimsstyrjöld vofað yfir og nú er hún nær því að brjótast út en nokkru sinni fyrr, þrátt fyrir allt friðar- talið. Margir merkir stjórnmálaviðburðir hafa gerzt á yfirstandandi ári, en tveir eru þó ]i>ar merkastir. Annar er dauði Stalins, einvaldsherra Sóvíetríkjanna, en með honum féll í valinn miskunarlausasti og lævísasti harðstjóri, sem uppi hefir verið síðan vestræn menning liófst. Hinn at- burðurinn er tilkynning Sóvietríkjanna, 20. ágúst 1953, nm að þau hefðu fullgert og sprengt vetnissprengju. Síðan 20. ágúst s. 1. hefir ófriðarblikan hækkað óðfluga á lofti. Engir samning- ar hafa tekizt um Kóreu, og nú er raunar sýnt að ekkert samkomulag næst þar og viðbúið að ný styrjöld brjótist þar út þá og Jregar. Allt friðarskrafið er tál og blekking, og kommúnistar hafa enn einu sinni leikið á vestrænar þjóðir.Átökin um Triest fara sífellt harðnandi undir yfir- 40 DAGRENN I NG

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.