Dagrenning - 01.12.1953, Blaðsíða 7

Dagrenning - 01.12.1953, Blaðsíða 7
konung liafi dreymt draum, sem gerði honum órótt nrjög í skapi, og mátti hann eigi sofa fyrir áhyggjum út af draumn- um. Lét hann þá „kalla til sín spásagna- menn og særingamenn og galdramenn og Kaldea“ (vísindamenn þeirra tíma) og krafðist þess af þeirn, að þeir segðu kon- ungi, hvað liann hefði dreymt og réðu síðan drauminn. Var þetta í liæsta máta ósanngjörn krafa, en konungur sat svo fast við sinn keip, að hann fyrirskipaði, að hefðu vitringarnir, eða einhver úr þeirra hópi, ekki sagt drauminn og ráðn- ingu hans fyrir tiltekinn tíma, skyldu þeir allir af lífi teknir. Fól hann Arjok, valdsmanni sínum, að framkvæma af- töku vitringanna. F.inn í hópi þessara vitringa var Daniel, og þá tiltölulega ungur maður. Hann fór á konungsfund og bað um frest til þess að geta fullnægt skipun konungs. Honum var veittur fresturinn og aftöku vitringanna frestað á meðan. Daniel, og hinir þrír félagar hans, allir af Júdaætt- kvísl, gengu nú til bænar við Drottinn og leituðu hans fulltingis í þessum mikla vanda. Og „þá var leyndardómurinn opinberaður Daniel í nætursýn." Þá lof- aði Daníel Guð Iiimnanna: „Ég þakka þér, Guð feðra minna, og vegsama þig, fvrir það, að þú hefir gefið mér visku og mátt og nú látið mig vita það, er vér báð- um þig um; því að þú hefir opinberað oss það, er konungur vildi vita.“ (Dan. 2. 23.) Nú var Daniel leiddur fyrir konung og sagði hann honum fyrst drauminn og síðan merkingu hans. Draumurinn var í sem styttstu máli þessi: Konungur sá standa frammi fvrir sér líknesi af manni, stórt og fagurt. Höf- uð þess var af gulli, brjóstið og hand- leggirnir af silfri, kviðurinn og lendarn- ar af eiri, leggirnir af járni, en fæturnir úr blendingi af járni og leir. Og þegar nú konungur stóð þar og horfði á þetta mikla líkneski, sá hann að steinn nokkur losnaði, án þess nokkur mannshönd kæmi við hann. Steinninn lenti á fótum líkneskisins, sem voru úr leir og járni, og molaði þá sundur, en þá muldist og í sundur járnið, leirinn, eirinn, silfrið og gullið og varð að dufti, sem vindurinn feykti burt, svo þess sá engin merki frarn- ar. En steinninn, sem molaði líkneskið, varð að stóru fjalli, sem tók yfir alla jörð. Daniel sagði svo konungi þýðingu draumsins og er hún þessi: Draunrurinn merkir það, að fjögur stór heimsríki rnunu upp koma á jörð- unni. Hið fyrsta þeirra er Babyloníu- ríki og er gullhöfuðið tákn þess. Á eftir því mun hefjast til vegs annað heims- ríki, minniháttar en hið fyrsta var, og er það því táknað með silfrinu. Því næst kemur hið þriðja, sem táknað er með eiri, og mun það „drottna yfir allri ver- öldu.“ Þá mun hefjast fjórða ríkið, „sterkt sem járn, því að járnið sundur- brýtur og molar allt.“ Og þetta „járn- ríki“ mun brjóta öll hin ríkin undir sig. Síðasta þróunarstigi „járnríkisins“ lýs- ir spámaðurinn með eigin orðum þannig: „En þar sem þú sást fœturna og tcern- ar, að sumt var af pottaraleiri en sumt af járni, merkir það, að rikið mun verða skipt, þó mun það nokkru í sér halda af Iiörku járnsins, þar sem þú sást járnið blandast saman við deiglumóinn. En þar er tcernar á fótunum voru sumskostar af járni en sumskostar af leiri, þá mun það riki að nokkru leyti verða öflugt, en að nokkru leyti veikt.“ „Og þar er þú sást járnið blandast sam- an við deiglumóinn þá munu þeir með kvonföngum saman blandast og þó ekki DAGRENNING 5

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.