Dagrenning - 01.10.1954, Blaðsíða 10

Dagrenning - 01.10.1954, Blaðsíða 10
tækjum þess, og við aðalblað flokksins, Tímann.“ (Dagr. 42. h. bls. 29.) Menn skulu minnast þess, að þetta var ritað löngu fyrir kosningarnar 1955. Þessi spá hefur nú rætzt svo greinilega sem verða má. Fylgi Framsóknarflokks- ins í kaupstaðakjördæmunum er í mik- illi hættu. Innan flokksins starfa á laun hin nýkommúnistísku öfl, sem munu ríra meira og meira framsóknarfylgið meðan menn átta sig ekki á öllum að- stæðum nægilega vel. Greinilegast kom þetta fram í þeim tveim kaupstöð- um, þar sem Framsóknarflokkurinn hefur átt verulegu fylgi að fagna, Reykjavík og Akureyri. Á Akureyri hrapar fylgi Framsóknar úr 1071 at- kvæði 1949, í 787 atkvæði 1953, eða h. u. b. um 200 atkvæði. Fylgi kommún- ista minnkar þar hins vegar ekki nema um 64 atkvæði. Fylgi Alþýðuflokksins minnkaði ekki og fylgi Sjálfstæðisflokks- ins óx verulega frá 1949. Atkvæðatala Þjóðvarnarflokksins á Akureyri varð 270 eða sem næst alveg tap Framsóknar og kommúnista saman- lagt. Hér hafa nýkommúnistarnir því greinilega verið að verki. Sé litið til Reykjavíkur verður hið sama uppi á teningnum. Þar tapar Framsókn nær 400 atkvæðum, en bæði Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur bæta við sig atkvæðum. Aðalfylgi Þjóð- varnarflokksins þar, kemur þó frá komm- únistum, sem tapa í Reykjavík 1429 at- kvæðum frá því 1949, þrátt fyrir hina miklu kjósendafjölgun í Reykjavík. — Og í Reykjavík urðu svo þjóðvarnar- menn til að fella þingmann Framsóknar í því kjördæmi, og tryggja sér þar móð- urskip. Vel má svo fara, þegar Framsókn- armenn í kaupstöðunum sjá, að at- kvæði þeirra þar koma flokknum að engu gagni, að ýmsir þeirra freistist þá til stuðnings við Þjóðvarnarflokkinn fremur en kommúnista, vegna haturs þess, sem víða er milli Sjálfstæðis og Framsóknar í kaupstöðum landsins. En þetta er þó ekki hættulegast Fram- sóknarflokknum. Hitt er honum rniklu hættulegra, að nýkommúnisminn hefur stungið sér óþægilega niður innan flokksins einnig í sveitakjördæmunum, og það er einmitt þar sem Þjóðvarnar- flokkurinn getur launað liðveizluna og goldið fósturlaunin, þeim sem þau eiga. í eftirtöldum kjördæmum er mis- munurinn á fylgi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar þessi: Mýrasýsla ................ 13 atkv. Dalasýsla ................ 49 — V.-ísaf jarðarsýsla .... 29 — V.-Húnavatnssýsla .... 28 — V.-Skaftafellsýsla .... 47 — Þingmenn þessara kjördæma tilheyra nú allir Framsóknarflokknum. í Norður-Múlasýslu þarf Framsókn ekki að tapa nema um 70 atkvæðum til þess að Sjálfstæðismenn nái öðru þing- sætinu þar, og í því kjördæmi fengu þjóðvarnarmenn 41 atkvæði, án þess að hafa þar frambjóðanda. Líklegt er, ef frambjóðandaskipti verða þar af hálfu Framsóknar, og þjóðvarnarmenn bjóða þar fram næst, að henni tapist þar ann- að þingsætið. í engu þessara kjördæma hafði þjóð- varnarflokkurinn menn í kjöri í síð- ustu kosningum, en hann fékk slangur atkvæða í þeirn öllum á landlista sinn, og bjóði hann þar fram næst er ekkert líklegra en að þau tapist flest yfir til Sjálfstæðisflokksins. En mál þetta hefur einnig aðra hlið, sem ekki er síður vert að gefa gaum. 8 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.