Dagrenning - 01.08.1956, Blaðsíða 16

Dagrenning - 01.08.1956, Blaðsíða 16
""--------------------------------------------------------------------------------- bandsríki þess, nýlendur og fylgiríki. Þegar þetta er haft í huga, er spá- dómurinn auðskilinn. Hér yrði of langt mál að rekja þennan spádóm all- an og skýra hann til hlítar því hann tekur yfir svo langt tímabil sem nú er að mestu liðið. Þó skal bent á fáein atriði úr spádóminum, sem eru hin athyglisverðustu fyrir nútímann. Þar segir t. d. „Konungurinn suðurfrá (þ. e. Bretar) mun öflugur verða, en einn af höfðingjum hans mun verða öflugri en hann; ríki hans mun verða stórveldi.“ (11.5). Varla er að efa, að hér er átt við Bandaríkin. Þau voru fyrst „einn af höfðingjum“ Breta, — stærsta nýlenda Bretaveldis. — Nú eru þau „öflugri“ en Bretar og „stórveldi.“ Á öðrum stað segir: „Um þær mundir munu margir rísa gegn konungin- um suðurfrá (þ. e. Bretum); og ofríkisfullir menn af þjóð þinni (þ. e. af ísrael) munu hefja uppreisn, til þess að láta vitrunina rætast, en þeir munu steypast.“ Er nú ekki sá tími yfirstandandi að „margir rísa gegn“ Bretum. Bretar hafa nú sleppt yfirráðum sínum að mestu yfir flestum löndum hinna þeldökku þjóða. Þær hafa „risið gegn þeim.“ Þar á meðal hafa og verið „ofríkisfullir menn“ af þjóð Daníels spámanns, þ. e. Gyðing- amir í ísrael —. Og spádómurinn segir til hvers þeir hefji uppreisnina. Það er til þess að láta „vitrunina rætast.“ Hin mikla „vitrun“ Daníelsbókar er spásögn hans um ríki „manns-sonarins,“ sem gefið mun verða „heilög- um lýð hins hæsta“ er „öll veldi munu þjóna og hlýða.“ Með öðrum orð- um: Stofnun heimsríkis ísraelsþjóðarinnar. Það Israelsríki, sem nú hefir verið stofnað er þannig ekki það fsraelsríki, sem Daníel spáir um og nær um alla jörð, heldur var það stofnað af „ofríkisfullum mönnum“ af „þjóð“ Daníels — Gyðingum — til þess „að láta vitrunina rætast,“ — en þeir „munu steypast,“ segir spádómurinn. Spádómurinn segir einnig frá „fyrirlitlegum manni“ sem „öllum að óvörum“ nær „norðurríkinu“ undir sig „með fláttskap.“ Þar er vafalítið átt við Hitler, sem nær hafði riðið Sóvietríkjunum að fullu af því hann sveik samninga sína við Stalín. Hann segir einnig frá byltingarástandi — „yfir- vaðandi herflokkum sem skolast burtu“ —, skemmdarverka og leynistarf- semi kommúnista og nasista, og lýsir því hvemig „brotist verður að óvör- um inn í landið"1 (þ. e. hvernig lönd Breta og Frakka verða leikin af neð- anjarðar- og svikastarfsemi kommúnista. ) Hann segir frá heimsstyrjöldun- um fyrri, sem „konungurinn suðurfrá“ muni vinna, en ekki njóta neinna ávaxta af, því „menn bmgga ráð í móti honum.“ Hann segir frá öllu óheil- indaskrafinu í „Sameinuðu þjóðunum“, lævísinni og prettunum, sem beitt 1) Sbr. grein á öðrum stað í þessu hefti: „Rauða samsærið í lran“. .__________________________________________________________________________________/ 14 DAGRENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.