Dagrenning - 01.08.1956, Síða 17

Dagrenning - 01.08.1956, Síða 17
Kort þetta sýnir „gamla heiminn" og skiptingu hans milli „Konungsins norð- ur£rá“ (Rússa) og „Konungsins suðurfrá" (Breta og Frakka). Þegar „tímar endalokanna“ hófust, 1914, réðu Bretar og Frakkar („Kon- ungurinn suðurfrá") yfir öllum þjóðum sunnan línunnar, sem dregin er á kort- ið. Þá réðu Rússar aðeins yfir Rússlandi og Siberíu, en nú hafa þeir þanið veldi sitt yfir svo að kalla allt svæðið norðan línunnar, nema yfir Japanseyj- ar og Norðurlönd, sem þeir munu innlima síðar. En auk þess hefur „Kon- ungurinn norðurfrá“ (Rússar) „brotizt inn í suðurlandið“, þ. e. náð þar þeirri fótfestu að vafasamt er að það takist að hrekja hann þaðan aftur. Spádómur- inn virðist benda til þess, að Bretar og Frakkar muni fyrst í stað, eiga einir við Egypta, Arabaríkin og rússneska „sjálfboðalið“, en Bandaríkin komi þeim síðar til hjálpar með árás á Kína („fregnir frá austri“) og Norður-Rússland („fregnir frá norðri“) og þá muni „Konungurinn norðurfrá“ (Rússar) „í mik- illi bræði hefja ferð sína, til þess að eyða og tortíma mörgum“ — þ. e. hefja kjarnorku- eða vetnisstyrjöld. En þá „mun hann („Konungurinn norðurfrá“) undir lok líða og enginn hjálpa honum.“ (Dan. 11. 44—45.) DAGRENNING 15

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.