Dagrenning - 01.08.1956, Side 18
er í viðskiptum þjóðanna, þar sem „báðir konungarnir muni hafa illt í
hyggju og tala flærarsamlega að hinu sama borði.“ Hann segir frá því, að
„konungurinn norðurfrá" muni koma fram áformum sínum,“ og að hann
muni „á ákveðnum tíma aftur brjótast inn í suðurlandið,“ m. ö. o. vinna sér
þar hylli með áróðri og fégjöfum (tæknilegri aðstoð o. fl. þ. h.) Hann segir
ennfremur, að þessi för muni ekki takast vel fyrir „konunginum norður-
frá,“ því að „skip frá Kýpur muni koma á móti honum“ — og er þessi setn-
ing ákaflega athyglisverð einmitt nú, þegar Kýpur er orðin svo til eina
herstöð Breta við Miðjarðarhaf.
En það sem athyglisverðast er við spádóm þennan eins og nú horfir
er það, sem þar er sagt um Egyptaland. Þar segir:
„Þegar að ENDALOKUNUM líður mun konungurinn suður frá (þ. e.
Bretar) heyja (hefja) stríð við hann (þ. e. „konunginn norðurfrá“) og kon-
ungurinn norðurfrá mun þeysast á móti honum með vögnum, riddurum
og mörgum skipum (haf- og loftskipum?) og brjótast inn í lönd hans (þ. e.
Breta) og vaða yfir þau og geysast áfram.“ -----Og hann, „konungurinn
norðurfrá" (þ. e. Rússar) munu rétta hönd sína út yfir löndin og Egypta-
land mun ekki komast undan. Hann (þ. e. Rússar eða umboðsmenn þeirra)
munu kasta eign sinni á FJÁRSJÓÐU EGYPTALANDS AF GULLI OG
SILFRI, og á allar gersemar þess, og Lybyumenn (Norður-Afríkubúar) og
Blálendingar (Etiopiumenn) munu vera í för með honum.“
Einn af „fjársjóðum“ Egyptalands, „af gulli og silfri“ er Súez-skurður-
inn, sem Rússar hafa nú „kastað eign sinni á“ með aðstoð Nassers.
Nú er það þessi síðasti þáttur spádómsins, sem er að hefjast. „Konung-
urinn suðurfrá“ (Bretar og Frakkar) hefur haldið inn í Miðjarðarhaf og til
Kýpur með fjölda „skipa“ (haf- og loftskipa) og „konungurinn norðurfrá“
hefur „rétt hönd sína út yfir löndin“ og „kastað eign sinni“ á (þjóðnýtt)
Súez-skurðinn — þýðingarmesta „fjársjóð af gulli og silfri“, sem Egypta-
land geymir.
Greinilegar er tæpast hægt að spá um þessa hluti ca. 2500 árum áður
en þeir gerast.
Af þessum spádómi, eins og fleirum, er glöggt að nú er komið að „enda-
lokunum,“ sem Daníel talar svo oft um. Þau endalok verða með orustunni
milli „konungsins norðurfrá“, — Rússa og fylgiríkja þeirra — og „konungs-
ins suðurfrá“ — Breta og Frakka og fylgiríkja þeirra.
Þessi átök eru nú að byrja við Miðjarðarhaf. Enginn þarf að láta sér
til hugar koma að þó deila sú, sem nú er komin upp út af Súezskurðinum,
verði á einhvem hátt jöfnuð til bráðabirgða séu þar með öll ágreinings-
málin suður þar úr sögunni. Þetta er aðeins upphafið. Bandaríkamenn
munu reyna að koma í veg fyrir hernaðarárekstra, þar til eftir kosningarnar
16 DAGRENNING