Dagrenning - 01.08.1956, Blaðsíða 19
----------------------------------------------------------------------------------
í Bandaríkjunum nú í haust — í nóvember. En Bretar og Frakkar sjá nú, að
þeir halda engum völdum lengur á þessum slóðum, sem þeim eru þó svo
mikilsverðar, nema þeir geti stöðvað útþenslu kommúnismans í Afríku
og Suðvestur-Asíu. Hér er á ferðinni einn þáttur hins „kalda stríðs“ við
Rússa, sem nú eru að ná öllum völdum á þessum hjara heims í sínar hend-
ur. Loksins virðast Bretar og Frakkar hafa séð, að sú stefna sem fylgt hefir
verið í utanríkismálum þeirra að undanförnu og það, að hlaða sífellt undir
Sameinuðu þjóðirnar, leiðir til hruns fyrir þá innan mjög skamms tíma,
og það verða fyrst Rússar — og e. t. v. síðar Kínverjar og Indverjar — sem
lönd þeirra erfa. Allt hjalið um „frelsi og sjálfstæði" þessara frumstæðu
þjóðflokka, er svo barnalegt og heimskulegt að engu tali tekur. Fkki ein
einasta þjóð, hversu vel menntuð og framtakssöm sem hún er, fær haldið
frelsi og sjálfstæði, ef hún ánetjast kommúnismanum, eða fylgistefnum hans,
hverju- nafni sem þær nefnast. Sovietskipulagið er fullkomnasta þrælaskipu-
lag sem nokkru sinni hefir veríð upphugsað á þessarí jörð.
Nú er svo að sjá sem Bretar ætli ekki lengur að láta Bandaríkin reita af
sér fjarðrimar til ágóða fyrir Sovietstjórnina annarsvegar og alþjóðaauð-
valdið hinsvegar, og ætli sér að leggja einir til úrslitaomstunnar, ef svo vill
skipast.
Næsti þátturinn á sviði heimsstjómmálanna getur vel orðið sá, að Bret-
ar og Frakkar verði einir að berjast við Sovietríkin og Arabaríkin, og að
Bandaríkin sitji hjá sem hlutlaus. Þau voru „hlutlaus“ í byrjun fyrstu og
annarrar heimsstyrjaldarinnar. Og í lok síðari heimsstyrjaldarinnar
STUDDU ÞAU FYRST OG FREMST STEFNU RÚSSA, en börðust
gegn sjónarmiðum Breta og Frakka í málefnum Evrópu. Sú stefna þeirra
varð Evrópu dýr. Hún kostaði það, að öll Austur-Evrópa og hálft Þýzka-
land var afhent Sovétríkjunum.
En hvemig sem málum skipast nú á næstunni er það víst, að mjög bráð-
lega dregur til mikilla tíðinda við Miðjarðarhafið.
DAGRENNING 17