Dagrenning - 01.08.1956, Side 21

Dagrenning - 01.08.1956, Side 21
magnsins. Hann hefur því bætt við sig 6289 atkvæðum og hækkað hlut- fallstölu sína um 5,3%. Hlutfallsleg aukning atkvæðamagns vegna nýrra kjósenda honum til handa hefði átt að vera 1949 atkvæði, svo raunveru- legur vinningur hans hefur verið 4340 atkvæði. Sósíalistaflokkurinn, sem nú hét Alþýðubandalag, hlaut 1953 alls 12.422 atkvæði eða 16,1% af heildaratkvæðamagninu, en nú fékk hann 15.858 atkvæði eða 19,2% af heildaratkvæðamagninu. Hann hefur því bætt við sig 3437 atkvæðum og hækkað hlutfallstölu sína um 3,1%. Hlutfallsleg aukning atkvæðamagns hjá þeim flokki hefði átt að vera 843 atkvæði, svo að raunverulegur vinningur hans er 2594 atkvæði. Þjóðvamarflokkurinn tapaði 961 atkvæði, auk þeirrar kjósendaaukn- ingar, sem hann hefði átt að fá. Af þessu er ljóst, að Alþýðuflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Þjóð- varnarflokkurinn hafa allir tapað atkvæðum, þegar á heildina er litið, en Sjálfstæðisflokkurinn og kommúnistar aukið nokkuð fylgi sitt. ★ ÞINGSÆTIN skiptast ekki hér á landi eftir atkvæðamagni milli flokka, nema hin 11 uppbótarþingsæti, sem úthlutað er að kosningum loknum. Þingmannafjöldinn segir því ekkert til um heildarvilja þjóðarinnar, sem fram á að koma í kosningunum. En breytingar urðu þar sára litlar. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði 2 þingsætum, og Þjóðvöm tapaði sínum 2 þingsætum. Af þeim fóm 2 til Alþýðuflokksins, 1 til Framsóknar og 1 til kommúnista. Breytingin á þingsætaskiptingunni er því hverfandi lítil, en breytingin á atkvæðaskiptingunni er nokkur. Það er athyglisverðast við þessar kosningar, að nær 5. hver kjósandi á íslandi fylgir flokki Sovét- ríkjanna að málum. Hitt er greinilegt, að þjóðin er hlynnt þeirri stefnu, sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði í varnarmálunum, því að óhætt er að skrifa verulegan hluta atkvæðaaukningar þess flokks á þann reikning. Deilt hefur verið nokkuð um réttmæti samfylkingar Alþýðuflokks og Framsóknar í kosningunum og mun það mál koma til kasta Alþingis þegar er það kemur saman í byrjun októbermánaðar. k ....... ./ DAGRENNING 29

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.