Dagrenning - 01.08.1956, Qupperneq 22
JÓNAS GUÐMUNDSSON:
NATO OG ÍSLAND
Spádómur Dagrenningar frá 1954, sem nú er fram kominn
---------------------------------------------^
„Verður ísland látið hverfa úr Atlantshafsbandalaginu?" hét
grein, sem birtist í febrúarhefti Dagrenningar 1954. í þeirri grein
var flest það sagt fyrir, sem nú er fram komið í viðskiptum íslands
við Atlantshafsbandalagið (NATO), og það hefur gerzt með ná-
kvæmlega sama hætti og þar var sagt fyrir.
í eftirfarandi grein er þetta efni nú tekið til meðferðar á ný og
reynt að sjá fyrir næsta áfangann.
.---------------------------------------------
í fyrsta hefti Dagrenningar 1954 er
grein, sem heitir: Verður ísland látið
hverfa úr Atlantshafsbandalaginu? Þar
er það sagt fyrir, að eftir 1—2 ár muni að
því koma, að ísland verði látið hverfa úr
þessum samtökum, „eftir að það hefur
vanefnt og svikið flest eða allt, sem því
var til trúað.“
Þar sem nú er að þessu komið, og ekki
geta liðið nema fáeinir mánuðir þang-
að til ísland verður látið hverfa úr
Atlantshafsbandalaginu, verði heims-
styrjöld ekki skollin á áður, eða banda-
lagið sundrað, m. a. fyrir aðgerðir íslend-
inga, þykir mér rétt að rifja hér upp
nokkur atriði úr grein minni frá 1954
til þess að sýna hversu rétt var þá séð og
sagt fyrir.
í greininni er fyrst rakið aðalefni
greinar, sem birtist í erlendu tímariti
í janúar 1954, um ástandið hér á landi
og er sá kafli á þessa leið:
„í brezku tímariti einu birtist nú í jan-
úar s. 1. (1954) grein um ísland og málefni
þess, sem kalla mætti á íslenzku „Hið óró-
lega ísland." í grein þessari er frá því sagt,
að fréttamaður ritsins hafi farið til íslands
og dvalizt þar um skeið til þess að kynna
sér stjórnmálaástandið þar. Af greininni er
það Ijóst, að fréttamaðurinn hefur kynnt
sér íslenzk stjórnmál og aðstæður allar hér
eftir beztu föngum og átt aðgang að sönn-
um og réttum upplýsingum.
í greininni segir, að sú sé skoðun frétta-
mannsins, að á þessu „hernaðarlega þýðing-
armikla eylandi“ sé talsverður ókyrrleiki og
„stjórnmálaástandið þar sé fremur viðsjár-
vert.“ Þá er i grein þessari réttilega sagt, að
þingmeirihluti fyrir samstarfi íslands við
vestrænar þjóðir sé á yfirborðinu mikill, og
svo virðist sem fullkomð öryggi ætti í því
að felast, en hins vegar séu andstæðingar
Atlantshafsbandalagsins „mjög ötulir og
illvígir" (very active and aggressive).
Um andstöðu flokka ríkisstjórnarinnar
segir í tímaritsgreininni:
„Sosialdemokratar (Alþýðuflokkurinn),
sem ræður sex sætum (á Alþingi), er mjög
andvígur vernd ameríska hersins og er
20 DAGRENNING