Dagrenning - 01.08.1956, Síða 23
studdur i því efni af kommúnistum, sem
hafa sjö þingsæti. „The National Defence
Party“ — Þjóðvarnarflokkurinn — sem hef-
ur tvö þingsæti, byggir tilveru sína algjör-
lega að kalla á and-amerískum áróðri, og sá
flokkur hefur innan vébanda sinna margp
dulbúna kommúnista."
Því næst er rætt um fjárhagsástandið,
hina háu skatta, hið háa kaupgjald, dýrtíð-
ina, Keflavíkurvinnuna o. fl. og greinar-
höfundur furðar sig mjög á hinni gífur-
legu skattabyrði hér, þegar þess sé gætt, að
engu fé sé varið til varnarmála eða hernað-
arútgjalda.
Hann segir: „Það er erfitt að gera sér
fulla grein fyrir því, hverjar eru aðalorsak-
ir fjárhagsörðugleikanna. — En hver sem
orsökin er, þá er það víst, að gildandi fjár-
lög eru framleiðslu landsins ofviða.“
Næst ræðir fréttamaðurinn um ameriska
herinn og þá furðulegu andúð, sem gætir i
afstöðu íslendinga til hersins og amerísks
verkalýðs, sem vinnur þar við hernaðar-
framkvæmdir, jafnframt því sem allt er gert
til þess að hagnast sem mest á veru hans
og framkvæmdum. Það er þó almennt við-
urkennt, að það séu tekjurnar frá hernum
og framkvæmdum hans, sem að miklu leyti
bera nú uppi þjóðarbúskap íslendinga.
Höf. segir, að „Sósíaldemokratar (Al-
þýðuflokkurinn) hafi gengið svo langt að
krefjast þess, að allur amerískur verkalýð-
ur, sem á íslandi vinnur, verði brottrekinn
og íslendingar teknir í staðinn."
Þá víkur höf. að landhelgisdeilunni við
Breta og segir, að í því máli sé þjóðin mjög
einhuga. En ein afleiðing þeirrar deilu er
sú, segir fréttamaðurinn, að Sovétríkin hafa
náð að gera mikla viðskiptasamninga við
íslendinga og kaupa nú fisk þeirra á hærra
verði en fáanlegt er fyrir hann í Bretlandi."
Allt þetta er, segir höf., vatn á myllu
kommúnista. Starfsemi þeirra hefur aukizt
og er studd með erlendu fjármagni. „Þess
skyldi minnzt,“ segir höf., „að í styrjaldar-
lokin voru kommúnistar f ríkisstjórn, og
þeir eiga enn vini á ecðri stöðum. Þeir eiga
og gefa út vel ritað dagblað í Reykjavík —
Þjóðviljann."
Þá víkur fréttamaðurinn að hinum rúss-
neska áróðri, og skipulagi hans með MÍR
sem aðalstofnun og rússneskar filmur og
heimsóknir, „friðarhreyfingar" og fleira
slíkt, sem öllum hér er vel kunnugt. Hann
telur að þetta beri allt nokkurn árangur og
hafi nokkur áhrif út fyrir hinn eiginlega
hring kommúnistanna sjálfra.
Að lokum segir svo í tímaritsgreininni:
„Enda þótt núverandi ríkisstjórn sé
ákveðið fylgjandi Atlantshafsbandalaginu
er Island ekki sterkur hlekkur i þeim sam-
tökum. Fréttamaður vor telur, að möguleiki
sé á því, ef nýjar kosningar færu fram nú,
eða mjög bráðlega, að kommúnistar, eða
vinir þeirra, mundu vinna verulega á.“
Hér hafa verið rakin þau atriðin, sem
mestu skipta í tímaritsgrein þessari og er
af þeim augljóst, að i flestu er rétt með
farið og hér hefur gestsaugað reynzt glöggt,
eins og svo oft áður.“
í grein minni er því næst rakið, hvað
gerzt hafi þá að undanförnu, sem allt
stefnir að sama markinu. Rakin er af-
staða blaðanna og segir þar:
„Tvö dagblöð hafa það að aðalefni svo
til daglega að rægja og níða hið erlenda
varnarlið og framkvæmdir þess hér á landi.
Það eru Þjóðviljinn og Alþýðublaðið. Auk
þess birti Tíminn vikulega eða oftar margs
konar árásargreinar á varnarliðið og störf
þess hér, meðan annar maður en Fram-
sóknarmaður fór með utanríkismálin. Má
því segja, að mest allt síðast liðið ár hafi
þrjú af dagblöðunum í Reykjavík, Alþýðu-
blaðið, Þjóðviljinn og Timinn, haft sam-
stöðu um að svívirða og rógbera það vam-
arlið, sem hingað var komið að beiðni Al-
þingis og með fullu samþykki yfirgnæfandi
meirihluta íslenzku þjóðarinnar, til þess að
fullnægja þeim skuldbindingum, sem þjóð-
in tók á sig með Atlantshafsamningnum,
en var ekki sjálf fær um að inna af hendi,
og fékk þvi aðra þjóð til að gera fyrir sig.
Er hægt að hugsa sér öllu ódrengilegri fram-
komu?
Á Þjóðviljanum furðar sig enginn, en sú
breyting, sem orðið hefur á hinum blöð-
unum, stafar af hinum auknu áhrifum ný-
kommúnista i þessum flokkum."
Síðan er rakin stofnun Þjóðvamar-
flokksins og hlutverk hans, stofnun
landshreyfingar „gegn-her-í-landi“, hinar
DAGRENNING 21