Dagrenning - 01.08.1956, Qupperneq 24

Dagrenning - 01.08.1956, Qupperneq 24
heimskulegu félagasamþykktir, sem ný- kommúnistar og kommúnistar læddu inn í ýmis félög, þar sem hrekklaust fólk var að starfa að áhugamálum sínum, og loks hin endurtekna misnotkun á Há- skóla íslands og fullveldisdeginum 1. desember, og síðan segir: „Þannig er þetta á öllum sviðum. Allt er notað til þess að villa um fyrir þjóðinni og fá hana til að bregðast skyldu sinni, og því, sem lienni hefur verið bezt til trúað. AIll er þetta gert samkveemt boði hinna leyni- legu agenta Sovétrikjanna, sem allir þessir menn þjóna, sumir visvitandi en aðrir óaf- vitandi sökum heimsku sinnar eða dóm- greindarskorts. Við skulum ekki loka augunum lengur fyrir því, að eftir þessu framferði er tekið með þeim þjóðum, sem við erum í banda- lagi við, og jafnframt er eftir því tekið, hver eru viðbrögð þess hluta þjóðarinnar, sem ekki er í þjónustu Sovétríkjanna." * í kosningunum 1953 var greinilegt hvert stefndi. Jafnframt hræðslu við að taka utanríkismálin föstum tökum, var markvisst unnið að því að rjúfa tengslin við Atlantshafsþjóðirnar. Um það segir í grein minni: „í Alþingiskosningunum nú í sumar koni þessi hræðsla greinilega fram. Tveir stjóm- málaflokkar (kommúnistar og Þjóðvarnar- menn) kröfðust þess, að ísland segði upp varnarsamningnum við Bandaríkin og gengi úr Atlantshafsbandalaginu. Tveir aðrir stjórnmálaflokkar (Alþýðuflokkurinn og Framsókn) kröfuðst þess að hætt yrði við all- ar frekari varnarframkvæmdir hér á landi, er nú væru hafnar, erlendir verkamenn yrðu sendir af landi burt sem fyrst, og þeim framkvæmdum, sem eftir er að ljúka í Keflavík og Hvalfirði, yrði ekki hraðað meira en svo, að íslenzkir aðilar gætu innt þær af hendi, án þess að til þeirra starfa yrði tekið meira vinnuafl en svo, að at- vinnuvegir landsmanna þyrftu að dragast saman. Þeir kröfðust þess einnig, að varn- arliðið yrði lokað inni í mannheldum girð- ingum, sem það aldrei fengi að fara út úr, eins og óbótalýður, og þar inn fengju eng- ir íslendingar að koma. Ennfremur að samningum við Bandaríkin yrði breytt þannig, að hægt væri með þriggja mánaða uppsagnarfresti að slíta honum og láta varnarliðið hverfa af landi burt með stutt- um fyrirvara með einhliða aðgerðum af ís- lands hálfu. Þessu mundu kommúnistar og Þjóðvarnarmenn auðvitað fylgja sem bráða- birgðalausn. Sé litið á þingstyrk þann, sem stendur að þessum fjórum flokkum, þd er nú meiri hluti á Alþingi fyrir þessum breyt- ingum, ef flokksaga er beitt." Þetta er skrifað í ársbyrjun 1954, og það liðu aðeins tvö ár þar til „flokksag- anum“ var beitt, bæði í Framsóknar- og Alþýðuflokknum, til að knýja fram sam- þykktina um brottför varnarliðsins af íslandi. Og það var gert þjóðinni að óvörum, en eftir langan undirbúning og samningamakk milli hinna sameigin- legu andstæðinga Atlantshafsbandalags- ins, — nýkommúnistanna í Alþýðuflokkn- um, Framsóknarflokknum og kommún- ista. Það kom og á daginn nú í ár, að spá mín unj það reyndist einnig rétt, hvaða flokkur helzt mundi veita andstöðu, þegar til átakanna kæmi. Um það segir svo: „Eini flokkurinn í landinu, sem virðist standa enn óskiptur að áframhaldandi þátt- töku íslands í Atlantshafsbandalaginu, er Sjálfstæðisflokkurinn. Þó var afstaða hans í síðustu kosningum (1953) hvergi nærri svo ákveðin sem æskilegt hefði verið. Hann forðaðist að taka ákveðna afstöðu til ein- stakra mikilvægra atriða og það var auð- fundið, að í ýmsu, sem varnarmálin snerti, var hann hikandi, og vildi þar enga forustu taka. Að kosningunum loknum lét hann varnarmálin af hendi við Framsóknarflokk- inn, sem hallast nú að þvi, eins og Alþýðu- flokkurinn, að varnir hér verði sem minnst- ar og ófullkomnastar, og heimild sé til þess að reka varnarliðið burt fyrirvaralitið, þeg- ar hinum nýkommúnistisku sarnsærissamtök- 22 DAGRENNING
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagrenning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.