Dagrenning - 01.08.1956, Side 30

Dagrenning - 01.08.1956, Side 30
einn einasti kommúnisti neins staðar í heiminum sagt eitt orð um að afneita tak- marki Lenins,“ sagði Robertson. Robertson kveðst vera þeirrar skoðun- ar, að útskúfun Stalins og hin nýja stefna kommúnista þýddi raunverulega það, að „kommúnistar hafi loks gert sér það ljóst, að ekki er hægt að ógna frjálsum þjóð- um, að valdi verður mætt með valdi. . .“ Loks sagði Robertson, að takmark „hinnar nýju stefnu kommúnista“ sé að „svæfa hinn frjálsa heim, einkum Banda- ríkin, og fá hann til þess að víkja af verðinum bæði í andlegum og verald- legum efnum.“ Hér er áreiðanlega mjög rétt á mál þessi litið. Því má bæta við að í veizlu sem haldin var í Peking 14. febrúar 1955 í tilefni af því að liðin voru fimm ár frá því að vináttusáttmáli Rússlands og Kína var undirritaður, sagði Maó Set- ung: „Hefji auðvaldsríkin hemaðarað- gerðir gegn alþýðulýðveldunum munu Sóvietríkin og Kína sameiginlega og með aðstoð annara alþýðulýðvelda þurka þau út af yfirborði jarðar." Allt skraf um það að friðvænlegra sé nú í heiminum en verið hefir síðustu árin, er vísvitandi blekkingartilraun af hálfu Sovietríkjanna, sem þjónar þeirra halda fram, eða menn sem þeim hefir tekist að slæva svo dómgreindina hjá, að þeir mega með réttu teljast blindir. * Athyglisverð fyrir okkur íslendinga, sem nú erum að hrekja burtu vamar- liðið hér, eru eftirfarandi ummæli í NATO-svarinu til ríkisstjómarinnar: „Samningur þessi (þ. e. við Bandarík- in) var gerður árið 1951. Þá höfðu horf- ur í alþjóðamálum versnað verulega og tilefnislausar árásir verðir gerðar á lýð- veldið Kóreu, EN ÞAÐAN HAFÐI BANDARÍSKT HERLIÐ ÞÁ FYRIR SKÖMMU VERIÐ FLUTT Á BROTT.“ Árásin á Kóreu var einmitt gerð þeg- ar hið bandaríska herlið, sem þar dvaldi, var nýflutt burtu. Við hliðstæðri at- höfn mætti búast nú, ef varnarliðið frá Keflavík yrði flutt í burtu. Sú árás yrði e. t. v. ekki í fyrstu lotunni á ísland, heldur sennilega á Noreg, því herstöðin hér er bakvörn allrar Skandinavíu. Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur lýsa því nú yfir sem stefnu sinni í utan- ríkismálum, að þeir vilji vinsamlegt samstarf við vestrænar þjóðir í vamar- málum, en að þeir vilji ekki að her dvelji hér á „friðartímum.“ Og þeir segja einnig, að meiri hluti Alþingis eigi á hverjum tíma að ákveða hvað kall- ast skuli friðartímar. Herstöð megi að vísu standa hér, ef hún sé óvarin og mannlaus, líkt og mótorbátur, sem ligg- ur við ból sitt. Sjá ekki allir gegnum þennan lævíslega blekkingavef. Með þeim hætti er ísland ekki á neinn hátt virkur þátttakandi í vörnum hins vest- ræna heims. Það er með öllu óvirkur þátttakandi, lánar aðeins land, sem „leigjandinn“ má þó ekki stíga fæti sín- um á nema líf hans eða annarra liggi við. Hvaða gagn er Atlantshafshernum í herstöðvum, sem hann ekki má koma í fyrr en styrjöld er hafin, og óvinurinn þá kannske búinn að taka þær? Her- stöðin er þá liugsuð eins og fjárhúskofi, sem bóndinn getur látið standa auðan þegar honum sýnist, en rekur svo sauð ina í, þegar fjárskaðaveðrið er skollið yfir. Slík stefna í utanríkismálum er greini- lega gervistefna, — aðeins einn þráður- 28 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.