Dagrenning - 01.08.1956, Page 33

Dagrenning - 01.08.1956, Page 33
lausir í flokknum. Það er ákaflega heimskulegt — og getur verið stórkostlega hættulegt — að viðurkenna ekki stað- reyndir, þó þær komi sér illa fyrir menn. Hið eina rétta er að horfast í augu við staðreyndirnar og taka málin, að þeim athuguðum, skynsamlegum tökum. II. Ein af mörgum villukenningum sem hampað hefir verið nokkuð að undan- förnu er sú, að þjóðinni sé það mikil nauðsyn að koma á svokölluðu „tveggja flokka kerfi“ í stjórnmálum. Nú er það komið á hér á landi. Framsókn og Al- þýðuflokkur eru raunverulega runnin saman í einn flokk og kommúnistar hafa lagt niður sinn gamla flokk — Sameining- arflokk alþýðu Sósialistaflokkinn — og stofnað hálf sósíaldemókratiskt nýkomm- únista bandalag, til þess að vinna með Framsókn og Alþýðuflokki gegn Sjálf- stæðisflokknum. Á næsta Alþingi verður kosningafyrirkomulaginu breytt þannig að þessi samsteypa hafi um ófyrirsjáan- lega framtíð hreinan meirihluta á Al- þingi. Sjálfstæðisflokkurinn einn saman fær aldrei hreinan meirililuta — því valda m. a. uppbótarþingsætin. Þarna höfum við þá hið marglofaða „tveggja flokka kerfi“. Islendingum er því rétt að horfast í augu við þá stað- reynd, að nú er komin til valda á íslandi ríkisstjórn, sem stefnir markvisst að því að slíta þau bönd, sem tengt hefur þjóð vora við vestrænar og norrænar þjóðir, en mun í þess stað leita sér fulltingis fyrir austan tjald, og beita þeim aðferðum í stjórnarháttum, sem þaðan eru kunnar. Svo virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi treyst því að kommúnistar mundu aldrei geta tekið upp samstarf við Al- þýðu- og Framsóknarflokk, — og sé nú furðu lostinn yfir því sem gerst hefur. — Hann virðist ekki hafa reiknað með þeirri breytingu sem orðin er á þessum flokkum síðustu árin, að þeir eru ekki lengur sósíaldemokratskir, heldur ný- kommúnistiskir. En um þetta tjáir ekki að fást. Það er komið sem komið er. Og hin nýja ríkisstjórn hefur þegar hafist handa um að innleiða hér hina austrænu hætti og þó mun betur verða síðar. m. Og þá vaknar spurningin: Vill þjóðin þetta? Hún á nú aðeins um tvennt að velja: Annarsvegar það að kasta atkvæð- um sínum á Sjálfstæðisflokkinn, sem eins og hinir flokkarnir hefur brugðist flestum gefnum loforðum undangeng- inna ára, og látið reka á reiðanum í flest- um stórmálum þjóðarinnar, stutt komm- únista til valda í verklýðshreyfingunni hjálpað þeim til að reka sósialdemokrata úr verklýðsfélögunum og myndað fyrst- ur með þeim ríkisstjórn á íslandi, svo fátt eitt sé nefnt. Hins vegar það, að styðja hina nýkommúnistisku þriggja- flokka samsteypu, sem nú er að verða fullmynduð á íslandi, þar sem kommún- istar hafa þá aðstöðu að þeir liljóta ávalt að ráða öllu því sem þeir vilja. Það má alveg liiklaust fullyrða, að í öllum flokkum er mikil óánægja með stjórnmálaástandið eins og það nú er, og fjöldi manna gengur nauðugur til kosn- inga, af því hann á jjess engan kost að kjósa þá menn eða flokka, sem hann treystir. Þeir verða æ fleiri sem sjá það og ,skilja, að alla núverandi stjórnmála- flokka á íslandi skortir þann heilbrigða grundvöll sem stjórnmálaflokkur j^arf að byggja á, til þess hann geti framkvæmt þjóðnýtt starf og heilbrigða stefnu. DAGRENNING 31

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.