Dagrenning - 01.08.1956, Síða 35

Dagrenning - 01.08.1956, Síða 35
og Bandaríkj unum er kristindómurinn ófrávíkjanleg undirstaða stjórnmálabar- áttunnar.“ Þessi skoðun hins norska prests á ekki síður reindi til vor íslend- inga, en til frænda vorra í Noregi. „En hér vil ég einnig benda á það,“ sagði fyrirlesarinn, „sem ég raunar sagði í fyrirlestri mínum, að Kristilegi flokkur- inn hefur orðið til þess að skapa starfs- vettvang fyrir kristið fólk í þessu landi, sem áður hvorki þori né gat tekið þátt í stjórnmálum. Flokkurinn hefur kallað til starfa fólk, sem var að vísu kristilega vakandi, en stjórnmálalega sofandi, og fyrir þessa stjórnmálalegu vakningu meðal hins kristna hluta þjóðarinnar á Kristilegi flokkurinn fullan heiður skilinn." Viðtalinu lýkur með þessum orðum: „Það mun skaða bæði ríkið og kirkj- una, ef kristindómi og pólitík er bland- að saman, eða réttara sagt, ef pólitík kemst í kristindóminn. En hitt þýðir óhjákvæmilega fullkom- in endalok hinna demokratisku skipulags- hátta ef kristindómurinn verður skilinn frá stjórnmálalífinu. Hann verður að vera þar með, en ekki sem pólitískt vald, held- ur sem hinn fasti grundvöllur þeirra sí- gildu verðmæta sem demókratíið byggir á tilveru sína.“ V. Um þetta mættum vér einnig hugsa hér á íslandi. Hin kristna menning er hér liöfð að háði og spotti og skólarnir, æðri sem lægri, flestir alveg heiðnir orðn- ir. Þjóðin er á greinilegri hnignunarleið í andlegum efnum og æskulýðurinn ráð- villtur og rótlaus. Enginn stjórnmála- flokkanna hvorki getur né vill taka á þess- um málum á grundvelli kristindómsins. Þeir vilja það ekki vegna hræðslu við að verða þá að athlægi, og þeir geta það ekki af því, að í engum þeirra velst það fólk til forystu, sem borið getur uppi kristilega stefnu. Verkefnin sem bíða kristilegs stjórn- málaflokks hér á landi eru bæði mörg og mikil og svo að kalla á öllum sviðum þjóðlífsins. Kristilegur stjórnmálaflokkur mun hér eins og í Noregi leysa úr læðingi sterk, heilbrigð, kristileg öfl, sem nú „sofa“ vegna þess, að það er enginn vettvangur til fyrir þau að starfa á. Sá grundvöllur verður ekki til innan hinna flokkanna, lieldur aðeins innan vébanda nýs, kristi- legs flokks, sem skilur hlutverk sitt rétt. Kristilegum flokki geta allir þeir fylgt sem vilja varðveita kristilega og þjóðlega menningu, og forðast þó „internationali- seringu" sem nú fer fram í öllum lönd- um, og á upptök sín í alþjóðakommún- ismanum, en hann stefnir og markvist að útrýmingu kristindómsins svo sem kunn- ugt er. Kristilegur flokkur verður að byggja tilveru sína á þessum meginatriðum: 1. Virðingu fyrir einstaklingnum, rétti hans og frelsi. Heilbrigð demókrat- isk stjórnmálastefna verður ávallt að miða að því að skapa sem best skilyrði fyrir frelsi einstaklingsins og persónulegum þroska hans, jafn- framt því, sem ábyrgðartilfinning hans er vakin og glædd. Þetta þýðir að ríkið á að vera til vegna einstak- lingsins, en einstaklingurinn ekki vegna ríkisins. 2. Vitundinni um bræðralag allra manna, er ekki verður takmörkuð við flokk, hóp, stétt eða kynþátt, eins og núverandi lýðræði gerir víð- ast hvar. Kristileg stjórnmálastefna verður að gera sér grein fyrir hinu DAGRENNING 33

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.