Dagrenning - 01.08.1956, Side 37

Dagrenning - 01.08.1956, Side 37
málalífinu í landinu að flokkar séu fleiri en tveir eða þrír. Ef svo væri ættu stjórnmálaflokkar ekki að vera margir í þeim menningar- löndum, sem íslendingar geta helzt bor- ið sig saman við. Það er satt að með sumum stórþjóðun- um eru stjómmálaflokkar ekki margir. Þannig er t. d. aðeins einn flokkur í Sovietríkjunum og öllum leppríkjum Jreirra. Þeir sem stefna að slíku skipu- lagi, sjálfum sér eða öðrum til handa, eru auðvitað á móti mörgum stjórnmála- flokkum. Samkvæmt „The International Year Book“ fvrir árið 1954 eru stjómmála- flokkar, sem menn eiga á þingi það ár, í eftirtöldum löndum eins og hér segir: Bandaríki N.-Ameríku . . . . 4 flokkar Kanada . . 7 — Bretland . . 6 — Danmörk . . 6 — Finnland . . 6 — Noregur . . 5 — Svíþjóð . . 5 — Sviss . . 9 — Holland . . 8 — Belgía . . 4 — Luxemburg . . 4 — Frakkland . . 7 — Vestur-Þýzkaland . . 11 — Athyglisvert er að þau ríki, sem hafa livað öruggast stjórnarform og einna traustasta stjórnarstefnu utan lands og innan allra Evrópuríkja, Sviss og Hol- land, hafa flesta stjórnmálaflokka, svo og Vestur-Þýzkaland, sem einnig hefur nú mjög trausta og örugga stjómarstefnu og einna fullkomnasta stjórnarskipan allra Evrópuríkja. Því meira einræði, sem rík- ir í löndunum, því færri verða flokkarn- ir, og loks verður aðeins einn flokkur eft- ir sem tekur sér alræðisvald. Að þessu er nú stefnt alstaðar Jrar sem nýkommún- istar ná völdum. Tekkoslóvakia er þar nærtækasta og ljósasta dæmið. Það er hættulegt að hugsa sér að slíkt geti aldrei gerst hér. Það sem gerst hef- ur annarsstaðar getur einnig gerst hér. Valdbeiting innanlands í stjórnmálum fylgir kommúnismanum í öllum mynd- um hans. Hverri þjóð er nauðsynlegt að hafa fleiri en tvo eða þrjá flokka, sem hún geti valið á mili. Hitt skapar stjórnmála- leiða hjá mönnum að geta aldrei skift um flokk, hversu miklum vonbrigðum sem þeir verða fyrir með þann flokk, sem þeir hafa fylgt. Vöxtur og viðgangur kommúnista hér á landi stafar ekki lítið af þessu. Fjöldi manns kýs þann flokk af því einu, að það telur sig geta hefnt sín á hinum flokkunum fyrir svik þeirra við málefni, sem þeir hafa brugðist. Það sjá væntanlega allir, að það gæti ekki ver- ið tjón að því að til væri í landinu stjórn- málaflokkur, sem starfaði á kristilegum og þjóðlegum grundvelli. Flokkur sem setti hin kristnu sjónarmið ofar öllum öðrum sjónarmiðum og berðist fyrir lausn mála á Jreim grundvelli. Nú er hið íslenzka þjóðfélag svo sund- ur tætt orðið, og þjóðin svo reikandi í öllu sínu ráði, að tæpara má varla tefla. Nú er því hinn rétti tími að leysa úr læðingi þau kristilegu og Jrjóðlegu öfl sem til eru með þjóðinni, en „sofa“ enn þá pólitískt, til þess að bjarga þjóðfélag- inu frá hruni og leggja inn á nýjar braut- ir, sem leiða til blessunar og farsældar- og andlega og efnalega, fyrir íslenzku þjóðina. DAGRENNING 35

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.