Dagrenning - 01.08.1956, Side 40

Dagrenning - 01.08.1956, Side 40
svo aftur er notaður til aukavinnu eða óhollra og skaðlegra skemmtana. En þó að vanhelgun hvíldardagsins, sem er algert brot á fyrirmælum Guðs, sé slík orðin sem nú var sagt, — og þó enn verri, — hefur meðal kristinna þjóða þó verið fylgt til þessa þeirri reglu að halda hvíldardag hinn sjöunda hvem dag, og skiptir þar ekki máli deila trú- flokka um hvaða vikudag skuli telja hvíldardag. Sex dagar eru taldir „virk- ir“, en sjöundi dagurinn hvíldar- eða helgidagur. Hér breytir það engu, þó ýmsum kirkjulegum hátíðisdögum sé skotið inn eða stórhátíðir hafðar tví- eða þríheilagar. Sjöundi dagurinn er jafn- rétthár hvíldardagur fyrir því þó slíkir tyllidagar komi til. Þeir breyta í engu skipan Guðs á því, að sjöundi dagurinn skuli vera „hvíldardagur“. Hinir heiðnu frídagar, s. s. stéttadagar, þjóðhátíðar- dagar, árstíðadagar o. s. frv., breyta held- ur engu hér um. Þó t. d. 1. maí eða 17. júní beri upp á laugardag og flestir eigi frí þessa daga, er næsti dagur, sunnu- dagurinn — sjöundi dagurinn — jafnt frídagur og hvíldardagur fyrir því. # En nú hafa ýmsir voldugir aðilar „í hyggju" að breyta þessu skipulagi, og er í athugun að „Sameinuðu þjóðirnar" beiti sér fyrir breytingunni. í janúar- hefti Readers Digest 1955 er grein um þetta efni og þar er sagt frá því, að „Sameinuðu þjóðirnar" séu að undirbúa nýtt tímatal og eigi síðasta vika ársins að vera átta dagar og skuli áttundi dag- urinn að vera alþjóðadagur. Það liggur í augum uppi, að slíkt tímatal mundi kollvarpa hinni guðlegu skipan, sem segir, að hver vika skuli vera sjö dagar. Samkvæmt þeirri breytingu mundi ann- að árið sunnudaginn bera upp á dag, sem hefði átt að vera mánudagur og þriðja árið dag, sem hefði átt að vera þriðjudagur o. s. frv. Til þessa hefur það strandað á andstöðu Bretlands og Bandaríkjanna, að almanak þetta hefur ekki náð samþykki allsherjarþings Sam- einuðu þjóðanna. Hins vegar er bæði Rússland og ýmis önnur ríki meðmælt því að það verði tekið upp. í greininni í Readers Digest segir: „I meira en öld hafa kaupsýslumenn, klerkar og vísindamenn verið að reyna að fá einhverja lagfæringu á tímatali voru, sem Júlíus Cæsar tók upp árið 45 f. K., Gregorius páfi lét lagfæra árið 1582, en er samt svo gallað, að það má teljast óhæft til almennra nota nú á tímum. En nú hefur Efnahagssamvinnu- stofnun Sameinuðu þjóðanna stigið ein- falt skref, sem veitir oss hentugt tæki- færi til þess að binda endi á vitleysuna. Síðast liðið sumar — þ. e. 1954 — sam- þykktu fulltrúar 18 þjóða í einu hljóði á fundi stofnunarinnar, að leggja til við allar ríkisstjórnir, að athuga, hvemig breyta mætti tímatalinu og skila tillög- um sínum í maí 1955. í öllum löndum, þar sem vilji fólksins er að einhverju metinn, verður því skorið úr um þetta á næstu mánuðum. Verði nægilega marg- ar ríkisstjórnir meðmæltar nýju tímatali, getur allsherjarþingið samið alþjóðlegt almanak, sem síðan yrði sent öllum rík- isstjómum til staðfestingar. Tímatal það, sem flestir tala um, er 12 mánaða ár, með jafnlöngum ársfjórð- ungum, sem á að heita „Heimsalmanak- ið“. í uppkastinu er gert ráð fyrir, að sér- hvern mánaðardag beri alltaf upp á sama vikudag fyrstu mánuði hvers ársfjórð- ungs — byrji á sunnudegi (og verði þá 5 sunnudagar í hverjum þessara mánaða) 38 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.