Dagrenning - 01.08.1956, Síða 45
eða innflutningsskrifstofunni. Hinar
miklu tekjur af Keflavíkurherstöðinni
hafa allar farið til að standa undir styrkj-
unum og hömlulitlum innflutningi á
hátollaðri vöru, til þess að fá tekjur í
ríkissjóðinn.
Húsnæðisvandræði eru enn stór-
kostleg, sérstaklega í Reykjavík, kaup-
stöðunum við Faxaflóa og jafnvel á Ak-
ureyri, og skipulag á þeim málum mjög
ófullkomið og fálmkennt. í því eins og
öðru er lítið miðað við skynsemi og þörf,
lieldur fyrst og fremst flokkspólitísk
hagsmunasjónarmið. Viðskipti þjóðar-
innar eru að meira en helmingi komin
„austur fyrir tjald“ og þaðan verður að
kaupa dýra, og oft vonda — og stundum
óþarfa — vöru, fyrir þau matvæli, sem við
flytjum þangað. Landhelgismálið er ó-
leyst og viðskiptin við þau lönd, sem
hafa frjálsan gjalddeyri og frjálsa verzl-
un dragast rneira og meira saman. Kapp-
hlaupið milli kaupgjalds og verðlags
heldur stöðugt áfram og það er ómögu-
legt að stöðva það, vegna hinna hat-
römmu stéttaátaka, sem hrista þetta litla
þjóðfélag um hver áramót svo mjög, að
það riðar til falls. Svona mætti lengi
telja en við þetta verður að sitja að
sinni. Stjórn Ólafs Thors, sem setið hef-
ir síðan 1953, er einhver veikasta stjóm
sem verið hefir á íslandi nú um langt
skeið, þrátt fyrir það, að hún hafði að
baki sér meiri þingstyrk, en margar
fyrri ríkisstjómir hérlendis. ,
Kosningabrellur.
Nokkuð hefur verið um það rætt að
undanfömu, að stórfelldar kosninga-
brellur hafi verið hafðar í frammi í síð-
ustu kosningum til Alþingis, og Fram-
sóknarflokkur og Alþýðuflokkur hafi
þar hagnast um of á því, að notfæra sér
til hins ítrasta ágalla núverandi kosn-
ingaskipulags. í þessu er nokkur sann-
leikur, en þó ekki mikill. Það er hvergi
bannað í íslenzkum kosningalögum, að
flokkar geri með sér bandalag, eða láti
vera að bjóða fram í ýmsum kjördæm-
um, og mælist til þess við sína kjósend-
ur þar, leynt eða ljóst, að þeir greiði
öðrum flokki atkvæði. Þetta hefur oft
verið gert og aldrei að því fundið fyrr
en nú. Samfylking Alþýðuflokksins og
Framsóknar í síðustu kosningum var
þess vegna ekkert nýtt fyrirbrigði að
öðru leyti en því, að þessi samfylking
var nú algjör, þ. e. a. s., að þeir sam-
fylktu í öllum kjördæmum landsins. Og
það er enginn eðlismunur á því að hafa
þetta fyrirkomulag í fáum kjördæmum,
eins og oft hefur verið, eða í öllum kjör-
dæmum, eins og nú var. Hið eina, sem
athugavert var við þennan framboðs-
máta Framsóknar og Alþýðuflokksins,
voru listarnir í Reykjavík og Ámessýslu.
Þar var framboðum hagað með þeim
hætti, að vafasamt er að samrýmst geti
anda kosningalaganna, þó ekkert ákvæði
sé um það í lögunum sjálfum, enda
geta þau framboð skapað mikil flokks-
leg óþægindi, ef til varamanna þarf að
taka. Afstaða Jóns Ásbjömssonar hæsta-
réttardómara og formanns í landskjör-
stjórn, var því greinilega rétt, er hann,
í landskjörstjórn, lagði til, að þessir list-
ar yrðu taldir utan flokka, nema sú
breyting yrði gerð á þeim, að um hrein
flokksframboð yrði að ræða. Það er ákaf-
lega einkennilegt, að sú skoðun skyldi
ekki sigra í landskjörstjórn, svo aug-
ljóst, sem það er, að hún er rétt. Það
er því alveg rangt, að telja, að hér hafi
verið um nokkurn stjórnmálaglæp að
ræða, sem refsiverður sé, og furðulegt,
að nokkur skuli hafa látið sér til hugar
DAGRENNING 43