Dagrenning - 01.08.1956, Síða 49

Dagrenning - 01.08.1956, Síða 49
isstjórn á íslandi, sem þingmeirihluti stæði að. Framsókn og Alþýðuflokkurinn fengu saman 25 þingsæti og vantaði þannig tvö til þess að fá hreinan meirihluta. Komm- únistar (Alþýðubandalagið) fengu 8 þingmenn og Sjálfstæðisflokkurinn 19 þingmenn. Þjóðvarnarmenn fengu eng- an mann kjörinn og þurrkuðust út af Alþingi. En sagan er ekki hér með bú- in. Óhæfuverk. Sjálfstæðismenn höfðu kært yffr framboðum Alþýðuflokksins og Fram- sóknar og vildu telja einn flokk. Komm- únistar höfðu mjög tekið undir þá kröfu og þar sem Sjálfstæðismenn og kommúnistar hafa tveggja atkvæða meirihluta á Alþingi, geta þeir sam- þykkt saman, að taka kæruna til greina, og rekið út af Alþingi fjóra af átta þing- mönnum Alþýðuflokksins. Er hér eitt greinilegt dæmi þess, hvílík óhæfa það er að láta úrskurð um gildi kosningar heyra undir pólitískt þingvald. Sjálf- stæðismenn tók það einnig að vonum mjog sárt að missa nú fimm þingsæti, þegar þeir bættu við sig yfir 6000 at- kvæðum. Þeir höfðu því þegar við orð að endurskoða þurfti stjórnarskrána og kosningalögin, svo svipað óréttlæti og nú kom fram, gæti ekki endurtekið sig. Kommúnistar tóku duglega undir þá kröfu, og töldu sjálfsagt að þetta yrði gert „þegar á þessu ári“. Nú voru góð ráð dýr fyrir Hræðslu- bandalagið. Ef þing varð kallað saman mundi þess fyrsta verk verða að „slátra“ fjórum Alþýðuflokksþingmönnum, og annað hvort að skipta sætunum milli Sjálfstæðismanna og kommúnista — eða fækka þingmönnum um þessa tölu, en við það mundi Alþingi sennilega verða óstarfhæft, og vafasamt, að ekki hlytist enn verra af, ef menn gripu til ofbeldis- verka, sem gert hefur verið oft af minna tilefni. Á eftir því hefði svo farið kosn- ingalagabreyting, sem tryggði Sjálfstæð- ismönnum og kommúnistum breinan meirihluta framvegis á Alþingi, því nú er svo komið, að hinir svokölluðu „lýð- ræðisflokkar" geta með engu móti unn- ið saman, en virðast hvorir um sig eiga hægt með að vinna með kommúnist- um. Hræðslubandalagið (Framsókn og Alþýðuflokkur) áttu því engra kosta völ annarra en þeirra að mynda ríkisstjórn með kommúnistum, hvað sem það kost- aði. Sést þetta glöggt á því, að hinir svo- kölluðu „hægrimenn" í Framsókn gerðu enga tilraun til að hindra hina nýju stjórnarmyndun, né heldur klufu þeir menn sig frá í Alþýðuflokknum, sem þessu voru andvígir. Það má óhætt fullyrða, að aldrei hef- ur nokkur stjórnmálaflokkur haft aðra eins aðstöðu á Alþingi íslendinga og kommúnistar hafa þar nú. # Bölvaldurinn. Og ef menn spyrja nú um ástæðuna fyrir því, hvers vegna svona er komið, verður svarið aðeins eitt: Ástæðan er engin önnur en sú, að Þjóðvamarflokk- urinn slysaði mönnum á þing 1953. Sá atburður er orsök allrar þeirrar bölv- unar, sem yfir þjóðina á eftir að dynja vegna úrslita þessara kosninga, og sú ógæfa er meiri en nokkurn mann órar fyrir nú í dag. Það er sorglegt að þurfa að viður- kenna, að á þeim ógæfuatburði átti Sjálfstæðisflokkurinn meiri sök en flest- ir aðrir. DAGRENNING 47 *

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.