Dagrenning - 01.08.1956, Síða 50

Dagrenning - 01.08.1956, Síða 50
Við skulum hugsa okkur, að í kosn- ingunum 1953 hefði Lýðveldisflokkur- inn komið að tveimur mönnum í stað Þjóðvarnarflokksins. Þá hefði afstaðan til þýðingarmesta máls þjóðarinnar — — hervamanna — verið öll önnur en hún var allt síðasta kjörtímabil, og Is- land ætti nú fulla samstöðu með öðrum vestrænum lýðræðisþjóðum í stað þess að búa nú við fyrstu nýkommúnista- stjórn, sem mynduð hefur verið utan járntjalds meðal vesturlanda þjóða. En gegn þeim flokki hamaðist Sjálfstæðis- flokkurinn og blöð hans, og nú hefur hann uppskorið eins og hann sáði þá. Illa fenginn stundarsigur hefnir sín ávallt. # Alþingi óvirt. Sá háttur, sem nú er farið að hafa á um stjórnarmyndanir hér á íslandi, að kalla ekki saman Alþingi til að ganga frá öllum formsatriðum og lýsa yfir stuðn- ingi við ríkisstjórn, er í hæsta máta ó- viðkunnanlegur, svo ekki sé meira sagt, og vansæmandi fyrir Alþingi. Kostnað- urinn við slíkt þinghald er lítill saman- borið við alla aðra eyðslu.þarfaogóþarfa. Nú er því t. d. þannig háttað, að alveg er óvíst, hvort kjörbréf fjögurra þing- manna, sem standa að stjómarmyndun, verða tekin gild, þegar þing kemur sam- an. Og ef það yrði ekki gert, er vafa- samt, að núverandi stjórn geti talizt þingræðisstjórn. Þingmenn kommúnista eða flokkur þeirra hafa hvergi opinber- lega lýst því yfir, að kjörbréf uppbótar- þingmanna Alþýðuflokksins verði tekin gild, en hinu hefur flokkurinn lýst sig fylgjandi, að þau verði ógilt. Samkvæmt stjórnarskránni er forseti sameinaðs Alþingis einn þeirra, sem fer með framkvæmdarvaldið í forföllum eða við dauða forseta íslands. Ef eitthvað slíkt bæri nú að, er raunverulega eng- in forseti sameinaðs Alþingis til, því sá, sem gegndi því starfi á síðasta kjörtíma- bili, er ekki einu sinni lengur þing- maður. Þannig er hlutur Alþingis í öllu fyrir borð borinn og á því traðkað af hinum alvöldu utanþingsklíkum, sem búnar eru að sölsa undir sig allt fram- kvæmdarvald og löggjafarvald hér á landi. Svikin loforð. Þegar lýðveldið var stofnað á Þing- völlum fyrir 14 árum, var því hátíðlega lofað af þeim flokkum, sem síðan hafa oftast átt alla fulltrúa, sem á Alþingi hafa setið, að mjög fljótlega skyldi þjóðinni sett ný stjómarskrá og réttlát kosningalög. Allt hefur þetta nú verið vanefnt í 14 löng ár. Nefndir hafa ver- ið skipaðar til að blekkja þjóðina, en þær hafa allar sofnað svefninum langa, án þess að nokkuð kæmi frá þeim, sem flokkamir gætu fallizt á. Þessi marg- sviknu loforð eru nú að koma bæði Sjálfstæðisflokknum og Framsóknar- flokknum í koll, því þeir flokkar hafa aðallega haft traust þjóðarinnar. Sjálf- stæðisflokkurinn hefði ekki hikað við að stjóma sem „meirihlutaflokkur" með þriðjung atkvæðamagns að baki sér, ef hann hefði fengið nægilegan þingstyrk út á það. Hann taldi sig eftir kosn- ingarnar 1953 aðeins vanta nokkur hundruð atkvæði í fimm eða sex kjör- dæmum til þess að ná hreinum meiri- hluta á Alþingi, en hann hafði þó ekki nema rúm 37% kjósenda að baki sér. Það er því engin samkvæmni í því að áfellast aðra fyrir að ætla sér að gera, eða gera, slíkt hið sama. Sá flokkur hefur verið að bíða eftir því í mörg ár að 48 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.