Dagrenning - 01.08.1956, Síða 51

Dagrenning - 01.08.1956, Síða 51
geta framið þetta ranglæti, og þess vegna ekki borið fram neinar tillögur til breyt- inga eða lagfæringa á hinni úreltu stjómarskrá og kosningalögunum. Og nú geldur hann þessa sárast allra flokka, því nú jók hann fylgi sitt um 6000 at- kvæði og komst upp í 42,4% af heildar- atkvæðamagninu, af því hann barðist nú við þessar kosningar fyrir betri málstað í einu stórmáli en hinir flokkamir, málstað, sem yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar fylgir. Hið rangláta kosn- ingafyrirkomulag, sem hann hefur átt kost á að lagfæra öll þessi ár, verður nú til þess að flokkurinn tapar þingsæt- um þótt hann stórauki fylgi sitt með þjóðinni. Þannig hefnist ávallt fyrir, ef gefin loforð eru svikin. Verður þetta nú til þess, að Sjálfstæðisflokkurinn taki for- ustu um samningu nýrrar stjórnarskrár og kosningalaga? Það verður því miður að teljast vafasamt, því innan flokksins munu vera mjög skiptar skoðanir á J^ess- um málum. Forystumenn hans virðast þó hafa tekið afstöðu gegn því, að auka vald forsetans og aðgreina betur löggjafarvald og framkvæmdarvald en nú er, þótt það sé bæði skynsamlegasta og nauðsynleg- asta breytingin á stjórnarskránni. Af hinum flokkunum er lítils að vænta í stjórnarskrármálinu. Þeir geta ekki kom- ið sér saman um neina lausn, eins og sakir standa. Framsókn á hér mest í húfi, og væri ekki ólíklegt, að hún teldi stjórn- lagaþing heppilegasta lausn málsins. a. m. k. í bili. Líklegast er að ekkert ger- ist og eitt eða tvö ár bætist enn við hin fyrri vanefnda ár. „U mbótastjóm?“ Nú eru kommúnistar komnir í stjóm á íslandi — í annað sinn. Þeir vom í fyrsta sinn í stjórn með Sjálfstæðis- og Al.fl. 1944—1947 undir forsæti Ól- afs Thors, og fóru þá úr stjórninni vegna ágreinings um Kelfavíkurflugvöll. Og nú koma þeir í stjórnina aftur út af ágreiningi um sama flugvöll. Sjálfstæðisflokkurinn varð fyrstur til að taka þá í stjórn, svo hann getur lítið álasað öðrum fyrir að gera hið sama. Stjórn Ólafs Thors var íhaldsstjórn, sem ekki fann hjá sér neina verulega hvöt til umbóta í þjóðfélaginu, en reyndi „að láta allt ganga,“ og lét allt ganga, þó sumt gengi að vísu á tréfótum. Núverandi ríkisstjórn segist vera „vinstri stjórn“ og „umbótastjórn“. Ef með „vinstri stjórn“ er átt við einhvers konar sósíal-radikal-kommúnisma, þá er þetta réttnefni, enda verða slíkar stjórn- ir algengar við „lok tímabils" vors, þeg- ar þjóðunum verður í hinum mikla dómi skipað að fara: sumum „til hægri“, en öðrum „til vinstri". Hvílík „umbótastjóm“ hin nýja ríkis- stjórn reynist er of snemmt að segja um ennþá, og verður reynslan að skera úr því. En hún kemur til með að eiga við mikla örðugleika að etja, bæði innan- lands og utan. Ekki er líklegt, að hún verði langlíf. En hún getur skilið þjóð- inni eftir örðugri arf en nokkur önnur stjórn, sem á undan henni hefur verið, ef þeir flokkar, sem að henni standa, og enn eru að nokkru sjálfráðir gjörða sinna, gæta sín ekki vel. * Hér að framan em rakin tildrög þess, sem orðið er í þessum efnum. Hér eru að verki sterk, dulin öfl, sem fæstir gera sér nokkra grein fyrir. Það er hið mikla alheimssamsæri, sem hér leikur brúðum sínum, eins og alls staðar annars stað- ar. DAGRENNING 49

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.