Dagrenning - 01.08.1956, Síða 54

Dagrenning - 01.08.1956, Síða 54
kvæma banatilræðið eða mistekizt það, myndi Tudehflokkurinn ekki hafa látið hann lifa stundinni lengur. Hefði bana- tilræðið hins vegar tekizt og borið tilætl- aðan árangur myndi hann jafn vissulega hafa látið lífið fyrir byssukúlum borgar- setuliðsins. Bakhtiar lét tvo leynilögregluforingja fara með Jafari til stefnumótsins við yfir- boðara hans; og það leið ekki á löngu, að þeir kæmu aftur með fanga, sem síðar reyndist vera hvorki meira né minna en höfuðsmaður hinnar kommúnistísku hermdarverkadeildar í Teheran. Það var mikill fengur, og þó ekki nema einn möskvi í því flókna neti, sem Bakhtiar varð að greiða úr, áður en hægt væri að komast fyrir rætur hins kommúnistíska samsæris. Skipulagi þess var svo kænlega fyrir komið, að þar vissi hver einstakling- ur ekki nema um örfáa félaga; og um margar greinar samsærisins hafði Jafari ekki hinn minnsta grun. Eitt gat hann þó sagt Bakhtiar með öruggri vissu: Margir liðsforingjar í hemum væru við riðnir samsærið. Samsærið í hernum. Til að skilja til fulls, hvað þetta þýddi, þurfa menn að rifja upp fyrir sér sögu írans hin síðustu ár. Sökum hins mikla olíumagns, sem þar er unnið úr jörðu, sem og hernaðarlega mikilvægrar legu landsins, hafa Rússar litið það gimdar- augum og gert flest til að ná þar varan- legri fótfestu. Eftir síðari heimsstyrjöld- ina tók Tudehflokkurinn ömm vexti, svo örum, að kommúnistar töldu sér 1949 óhætt að gera tilraun til þess að myrða sjálfan keisara landsins, „shainn." Sú til- raun mistókst að vísu vegna lélegrar mið- unar tilræðismannsins, og starfsemi Tudehflokksins var bönnuð. En hann Roozbeh höfuðs- maður,forsprakki samscerisins og undirróðursmað- ur i hernum. hélt áfram að starfa á laun, og eftir tvö ár treystist hann aftur til að koma út úr fylgsnum sínum, þegar Mossadegh varð forsætisráðherra. Eftir tvö önnur ár, var fylgi flokksins orðið svo mikið, að 751000 manns fóru við eitt tækifæri fylktu liði um götur Teherans undir fánum hans. Þegar Zahedi forsætisráðlterra tók við af Mossadegh, varð Tudehflokkurinn að fara í felur á ný. Þeir Zahedi og Bakhtiar, sem þá var skipaður yfirmaður setuliðs- ins í Teheran, vissu báðir, að sjálfur kjarni flokksins var ósigraður. Áróðurs- ritum kommúnista hafði rignt yfir höfuð- borgina mánuðum saman, og Bakhtiar óttaðist, að Tudehflokknum tækist kannski að hreiðra um sig í hernum. Löngu áður en Jafari kom á fund hans, hafði hann haft grun um það, að einstak- ir liðsforingjar í hernum, kynnu að vera kommúnistar. Jafari staðfesti nú ekki aðeins þann grun; hann benti Bakhtiar einnig á þann mann, sem myndi vera forsprakki sam- særisins og undirróðursins í hernum. Það væri Khosrov Roozbeh, sagði hann. Roozbeh hafði verið höfuðsmaður og kennari við herforingjaskólann í Teher- an, en var vikið úr hernum 1947 fyrir kommúnistiskan undirróður. Hann var einn þeirra forsprakka kommúnista, sem teknir voru fastir eftir banatilræðið við S2 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.