Dagrenning - 01.08.1956, Síða 56

Dagrenning - 01.08.1956, Síða 56
ákveðið og áður að tala, dulmálið á skjöl- unum var enn óráðið, og þeir, sem „skyggðir" voru, höfðu ekki hafzt neitt grunsamlegt að. En þá tjáði Abbasi sig allt í einu reiðu- búinn að svara spumingum, sem fyrir hann yrðu lagðar, ef það væri Bakhtiar sjálfur, sem yfirheyrði hann, og hann mætti tala einslega við hershöfðingjann. Bakhtiar lét þá flytja hann með leynd úr fangelsinu á sinn fund, og hittust þeir um miðja nótt í húsi liðsforingja eins, á afskekktum stað í borginni. Bakhtiar hafði ekki séð Abbasi áður. Abbasi hneigði sig um leið og hann kom inn og Bakhtiar tók þá eftir því, að hann var með nokkrar skrámur á snoð- klipptu höfðinu. „Hvemig stendur á þessu?“ spurði hann. „Hann meiddi sig í örvæntingarkasti í fangelsisklefanum," svaraði aðstoðar- maður hershöfðingjans, sem fylgdi fang- anum inn. Bakhtiar ákvað með sjálfum sér, að reyna að blekkja Abbasi. Hann sagði honum, að lögreglan hefði verið á hæl- um honum mánuðum saman og vissi allt um athæfi hans. Þessu til staðfest- ingar vitnaði hann í hitt og þetta, sem vitað var um moldvörpustarf fangans. Hann væri sekur um landráð, sagði Bak- htiar; og það eitt, að hann hefði haft uppdrátt af sumarhöll keisarans í fór- um sínum, væri ærin ástæða til þess að láta skjóta hann. Það væri og sannast að segja, að ekkert nema fullkomin játning varðandi allt það, sem hann vissi um Roozber og aðra forustumenn Tudehflokksins, gæti bjargað lífi hans. Hins vegar skyldi hann ekki þurfa að óttast neina hefnd af hálfu kommún- ista, þótt hann segði það, sem hann vissi um þá. Það skyldi Bakhtiar, sjálfur ábyrgjast. Abbasi sat hreyfingarlaus og svaraði ekki neinu. Bakhtiar endurtók tilboð sitt og lagði áherzlu á, að allar, nauðsynlegar ráð- stafanir myndu verða gerðar til þess að tryggja öryggi fangans. En Abbasi þagði sem áður, og af svip hans varð ekkert ráðið. Hann horfði ýmist á hesrhöfðingj- ann eða í gaupnir sér. Bakhtiar beið eitt andartak og byrj- aði svo á nýjan leik. Hann vissi ekki enn, hvað í húfi var, en hafði þó hugboð um, að það gæti verið býsna mikið, og ótt- aðist, að sér myndi ekki takast að fá fangann til að tala. Hér væri um líf og dauða að tefla, sagði hann við Abbasi, um líf og dauða Abbasis sjálfs. En hann ætti enn valið. Og er hér var komið, fékk Abbasi loks- ins málið. „Ég skal segja allt það, sem ég veit. Þér munuð finna það, sem þér leitið að, í húsinu nr. 21. við Azargötu. Þar er miðstöð Tudehsamsærisins inn- an hersins." Bakhtiar reyndi með erfiðismunum að hafa stjórn á svip sínum. Honum var vel kunnugt, að ýmsir liðsforingjar í hem- um væru grunaðir um fylgi við kommún- ista. En að þeir hefðu gert með sér hreint og beint samsæri með miðstöð í sjálfri höfuðborginni, — það kom sem reiðarslag yfir hershöfðingjann. „Hve margir eru í því?“ spurði hann. „Ég hygg, að þeir muni vera um 400,“ svaraði Abbasi nú alveg hiklaust. Það var sem Bakhtiar sortnaði fyrir augum. Fjögur hundruð liðsforingjar landráða- menn! En Abbasi bætti því við, að nöfn þessara liðsforingja væri öll að finna í skjölum kommúnista, að vísu skráð á dul- máli, sem Mobasheri, höfundur þess 54 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.