Dagrenning - 01.08.1956, Blaðsíða 58
morðstilraunina, gerði hann sig tvisvar
sinnum líklegan til þess að láta uppi
leyndardóm dulmáls síns, en sá sig um
hönd í bæði skiptin og hætti við að gera
það. Bakhtiar og aðstoðarmenn hans voru
að vonum óþolinmóðir. Þeir vissu, að
hver dagur, sem leið án þess að þeim
tækist að ráða gátu dulmálsins, hlyti að
auðvelda kommúnistum alls konar lodd-
aralistir til þess að bregða nýjum huliðs-
hjálmi yfir samsærið.
íransstjórn bjóst því til að leita aðstoð-
ar erlendra dulmálssérfræðinga. En einn
af sérfræðingum hennar sjálfrar var þá
kominn það langt, að ráða gátuna, að
hann hélt sig mundu geta það eftir að
hann hefði átt tal við Mobasheri og hler-
að hugsanir hans. Mobasheri var í fyrstu
þverari en nokkru sinni áður o£ fullviss-
aði hann um, að það væri tímaeyðsla ein
fyrir hann, að ætla sér að ráða dulmálið.
En hvort, sem það hefir verið af einhverri
óafvitandi samúð sérfræðingsins með
öðrum áhugamanni á sviði hans eða ekki,
þá varð endirinn á viðtali þeirra sá, að
Mobasheri viðurkenndi, að hinn væri á
réttri leið.
En Bakhtiar fannst vera búið að eyða
allt of löngum tíma í árangurslausar til-
raunir til þess að ráða dulmálið. Þann
3. sept., rúmlega þremur vikum eftir að
Abbasi var handtekinn, ákvað hann að
senda ljósmyndir af dulmálsskjölunum til
útlanda. Leynilögreglumaðurinn, sem
skyldi fara með þær, var þegar kominn
upp í flugvél, og farið var að reyna hreyfl-
ana áður en lagt væri af stað. Þá komu
þau hraðboð til flugvallarins, að för flug-
vélarinnar væri orðin óþörf. Hinum
þrautseiga, íranska sérfræðingi hafði
loksins tekizt að ráða táknmál Mo-
basheris.
Það tók þó enn nokkra daga, að lesa
skjölin og ganga úr skugga um, hvar hver
hinna seku liðsforingja væri staðsettur.
Sumir samsærismannanna áttu, ef allt
hefði verið með felldu, að vera í hópi
þeirra, sem stjómuðu handtökunum, en
nú varð einnig að handtaka þá, þar á
meðal yfirmann heils herfylkis. En engu
að síður var allt skipulagt fyrirfram,
skeyti meira að segja send út um land,
um fangelsun þeirra, sem þar vom.
Vinnubrögð Sovétnjósnaranna.
Næstu vikur voru hvorki meira né
minna en 570 liðsforingjar teknir fastir.
Samsæri kommúnista í hemum var þar
með úr sögunni, og Bakhtiar og félagar
hans gátu nú loksins gefið sér tíma til
þess að grannskoða skjölin og spyrja fang-
ana. Þá varð þeim fyrst að fullu ljóst,
hvernig kommúnistískt samsæri er skipu-
lagt. Meðal annars urðu þeir þessa vísari:
Áður en nokkur var tekinn í liðsfor-
ingjasamsærið, héldu njósnarar Rooz-
behs uppi nákvæmum spumum um for-
tíð hans, framkomu og skoðanir; en sjálf-
ur hélt Roozbeh ýtarlega skrá um það,
sem þeir urðu áskynja. Þar var fyrst á
blaði eins konar mannlýsing í tuttugu og
tveimur liðum, á ætterni, eðli og ævi-
ferli, lærdómi, lestri, stjómmálaskoðun-
um, skapsmunum, já, hverjum hinum
lítilfjörlegasta ljóði á ráði hans. Maður,
sem lét í ljós hatur á Bandaríkjunum og
Bretlandi, eða talaði illa um íranskeisara,
þótti fyrirfram líklegur til trúnaðar.
Maður, sem auk þess lét í ljós aðdáun
á Sovétríkjunum var talinn svo til sjálf-
kjörinn í samsærið. Aðild að einhverju
kirkjufélagi þótti hins vegar viðsjárverð.
Einn njósnarinn gerði svofellda athuga-
semd við tiltekinn liðsforinga í skrá
Roozbehs: „Ekki tækur, — biðst fyrir.“
Miklu álitlegri þótti umsögn hans um
56 DAGRENNING