Dagrenning - 01.08.1956, Page 59
annan liðsforingja, sem stjómaði skrið-
dreka: „Hlustar á fréttir útvarpsins í
Moskvu . . . hefur losað sig að miklu leyti
af klafa trúarinnar . . . aldrei átt nein
mök við óvini kommúnismans ... er vin-
ur Sovétríkjanna." Hann var tekinn taf-
arlaust í samsærið.
En þetta var ekki nema byrjunin. Þeg-
ar Bakhtiar var orðinn kunnugur þeim
aðferðum, sem kommúnistar beittu til
þess að velja og skóla fimmtu herdeild-
armenn sína, undraðist hann, að sér
skyldi hafa tekizt að hafa hendur í hári
nokkurs þeirra. Jafn skjótt og einhver
hafði verið tekinn í samsærið hófst fyrir
hann hálfs árs reynslutími, sem notaður
var til þess að kenna honum kommún-
istísk fræði. Fyrsta námsgrein hans var
saga mannkynsins frá sjónarmiði komm-
únista; en þar var raunar aðalkennslu-
bókin „Saga kommúnistaflokks Sovét-
ríkjanna," samin og gefin út undir stjóm
ltins þekkta „sagnfræðings" Jósefs Stal-
ins! Að lestri hennar lokinni var læri-
sveinninn látin snúa sér að eldri ritum
kommúnismans, svo sem „Kommúnista-
ávarpinu" og nokkrum helztu ritum
Lenins.
En honum var einnig kennt ýmislegt
annað. Eitt af því var það, að ágætt væri
að eiga konu, sem væri sovétvinur og
kommúnisti. Um það bil ári áður en
Abbasi var handtekinn, höfðu kommún-
istar stofnað sérstakt kvenfélag til þess að
þjálfa konur hinna kommúnistísku liðs-
foringja, svo að heimili þeirra yrðu ekki
aðeins þægilegt og öruggt athvarf fyrir
flokksmenn, heldur og ákjósanlegar upp-
eldisstofnanir fyrir börn, sem skyldu alin
upp í anda kommúnismans. En til þess
að nokkur kona fengi upptöku í þetta
félag varð maður hennar að láta komm-
únistum í té ýmsar upplýsingar um eigin-
leika hennar, áhugamál og menntunar-
stig. Einkennandi fyrir þessar trúnaðar-
skýrslur eiginmannanna er eftirfarandi
lýsing, sem einn liðsforinginn gaf komm-
únistum af konu sinni:
„1. Menntun: Sex ára skólanám. 2.
Áhugamál: Sýnir ekki mikinn áhuga,
enda komin af jarðeignaaðli. En það er
óhætt að treysta henni, og henni þykir
mjög vænt um mig. 3. Skoðanir: Hatar
Bretland og Bandaríkin, en er vel við
Sovétríkin og alþýðuríkin. 4.Félagar: Eru
allir úr hópi „menntamanna." Hún
þekkir Mansur, en veit ekki að hann er
í flokknum."
En þótt farið væri fögrum orðum við
nýliðana um tilgang „flokksins" og sam-
særisins, var höfuðatriðið að njósna fyrir
Sovétríkin, og fyrr eða síðar var það af-
dráttarlaust viðurkennt. Allir áttu að
vera njósnarar fyrir þau. Liðsforingi, sem
starfaði í herforingjaráði írans, átti, til
dæmis, að skýra kommúnistum frá öllu
því, sem hann yrði vísari þar. Sérfræð-
ingur, sem tók við öllum dulmálsskeyt-
um til herforingjaráðsins, átti að láta
þeim í té bæði dulmálslykilinn og afrit
af sjálfum dulmálsskeytunum. Liðsfor-
ingi, sem var í njósnadeild hersins, átti
að skýra þeim frá öllu, sem varðaði störf
hennar. Starfsmaður við vopnabúr hers-
ins var látinn stela sýnishornum af hand-
sprengjum og skotfærum, sem Banda-
ríkin höfðu birgt fran að.
„Okkur var sagt, að skýra frá öllu, sem
við sæjum,“ sagði einn fanginn. Og af
skjölunum, sem gerð voru upptæk á skrif-
stofum liðsforingjasamsærisins — öllum
bréfunum, sem farið höfðu á milli Mossa-
deghs forsætisráðherra og Anglo-Iranian
Oil Company, fjölmörgum orðsending-
um utanríkismálaráðuneytisins til er-
lendra stjómarvalda, afritum af hér um
DAGRENNING S7