Dagrenning - 01.08.1956, Síða 60

Dagrenning - 01.08.1956, Síða 60
bil öllum dulmálsskeytum herforingj- anna til herforingjaráðsins — var augljóst, að svikararnir höfðu unnið verk sitt vel. En yfirboðari þeirra, Roozbeh, krafðist æ meira af þeim. Skjalasafn Roozbehs um andstæðinga og andstöðuflokka kommúnista var und- ursamlega vel skipulagt. Upplýsingarnar, sem safnað var um þá, voru svo yfirgrips- miklar, að óhjákvæmilegt var að flokka þær með einhverjum hætti; og Roozbeh gerði það eins og æfðasti leyndarskjala- vörður. Allar skýrslur voru flokkaðar eft- ir því, hvort þær voru taldar áreiðanleg- ar, óáreiðanlegar eða orðrómur einn. Væri um frásögn af einhverju atviki að ræða, varð að dagsetja hana og vitna í heimildir frásögumannsins, — öldunga- deildarmann, blaðamann eða hver það nú var, sem hann hafði vitneskju sína frá. Njósnararnir höfðu ströng fyrirmæli um, að forðast allar bollaleggingar og álitsgerðir í skýrslum sínum, og þeim var bannað, að skrifa „áríðandtf‘ á þær, nema þegar skýrt væri frá einhverju mjög aðkallandi, svo sem yfirvofandi hús- rannsókn af hálfu lögreglunnar. Að forða kommúnistum, sem áttu á hættu að vera teknir fastir, var skylda sérhvers samsærismanns. Að stela undir- skriftum, stimplum og öðrum gögnum til þess að geta falsað skjöl, var sjálfsagður hlutur. Og þar eð samsærið átti trúnaðar- menn hjá dómstólunum, í fangelsunum og meðal lögregluunnar, var ekki mikill vandi að „hreinsa" ákærða félaga með því að láta viss skjöl um þá á þessum stöðum hverfa. Að vara félagana við yfir- vofandi handtökum, var auðvitað eitt hið nauðsynlegasta. Yfirvöldin í olíuborginni Abadan ætluðu eitt sinn að láta til skar- ar skríða gegn Tudehflokknum þar, með því að taka forustumenn hans fasta. En þá fannst ekki einn einasti þeirra. Félagi, sem þeir áttu meðal yfirmanna lögregl- unnar í Abadan, hafði varað þá við, og þeir haft sig á brott úr borginni. Feluleikur svikaranna. En þótt furðu sæti, hve vel kommún- istum tókst að hreiðra um sig meðal liðs- foringjanna í íranska hernum, er leyndin, sem var á samsæri þeirra, hér um bil enn furðulegri. Undir eins og einhver nýliði hafði verið tekinn í leynifélag samsæris- manna, var hann látinn slíta öll önnur tengsl við Tudehflokkinn. Hann mátti ekki vera meðlimur í honum né starfa á annan hátt í þjónustu hans, en á veg- um samsærisins. Til þess að villa á sér heimildir skyldi hann jafnvel í tali við ókunnuga menn þykjast vera ákveðinn andstæðingur Rússlands og hinna rauðu. Sérhver samsærismaður hafði númer og að minnsta kosti eitt gervinafn. Sumir höfðu meira að segja mörg. Á samkom- um sínum ávörpuðu þeir hver annan undir þessum nöfnum. Fundirnir voru fámennir, enda samsærismönnunum skipt í „sellur,“ sem opinberlega máttu ekki hafa neitt samband sín í milli. Hver „sella“ var skipuð þremur til sex félögum. Ágætt dæmi þeirrar leyndar og lævísi, sem einkenndi öll vinnubrögð komm- únista í sambandi við þetta samsæri, varð kunnugt við yfirheyrslu fanganna. Það kom þá í ljós, að Mobasheri hafði ekki alls fyrir löngu í grandaleysi verið skip- aður ákærandi, er ungum liðsforingja var stefnt fyrir herrétt, sökuðum um undir- róður fyrir Tudehflokkinn. Mobasheri hugsaði auðvitað um það eitt að bjarga lífi félaga síns, enda fékk hann ekki nema tíu ára fangelsisdóm. En á eftir þóttist Mobasheri vera hinn óánægðasti með 58 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.