Dagrenning - 01.08.1956, Qupperneq 60

Dagrenning - 01.08.1956, Qupperneq 60
bil öllum dulmálsskeytum herforingj- anna til herforingjaráðsins — var augljóst, að svikararnir höfðu unnið verk sitt vel. En yfirboðari þeirra, Roozbeh, krafðist æ meira af þeim. Skjalasafn Roozbehs um andstæðinga og andstöðuflokka kommúnista var und- ursamlega vel skipulagt. Upplýsingarnar, sem safnað var um þá, voru svo yfirgrips- miklar, að óhjákvæmilegt var að flokka þær með einhverjum hætti; og Roozbeh gerði það eins og æfðasti leyndarskjala- vörður. Allar skýrslur voru flokkaðar eft- ir því, hvort þær voru taldar áreiðanleg- ar, óáreiðanlegar eða orðrómur einn. Væri um frásögn af einhverju atviki að ræða, varð að dagsetja hana og vitna í heimildir frásögumannsins, — öldunga- deildarmann, blaðamann eða hver það nú var, sem hann hafði vitneskju sína frá. Njósnararnir höfðu ströng fyrirmæli um, að forðast allar bollaleggingar og álitsgerðir í skýrslum sínum, og þeim var bannað, að skrifa „áríðandtf‘ á þær, nema þegar skýrt væri frá einhverju mjög aðkallandi, svo sem yfirvofandi hús- rannsókn af hálfu lögreglunnar. Að forða kommúnistum, sem áttu á hættu að vera teknir fastir, var skylda sérhvers samsærismanns. Að stela undir- skriftum, stimplum og öðrum gögnum til þess að geta falsað skjöl, var sjálfsagður hlutur. Og þar eð samsærið átti trúnaðar- menn hjá dómstólunum, í fangelsunum og meðal lögregluunnar, var ekki mikill vandi að „hreinsa" ákærða félaga með því að láta viss skjöl um þá á þessum stöðum hverfa. Að vara félagana við yfir- vofandi handtökum, var auðvitað eitt hið nauðsynlegasta. Yfirvöldin í olíuborginni Abadan ætluðu eitt sinn að láta til skar- ar skríða gegn Tudehflokknum þar, með því að taka forustumenn hans fasta. En þá fannst ekki einn einasti þeirra. Félagi, sem þeir áttu meðal yfirmanna lögregl- unnar í Abadan, hafði varað þá við, og þeir haft sig á brott úr borginni. Feluleikur svikaranna. En þótt furðu sæti, hve vel kommún- istum tókst að hreiðra um sig meðal liðs- foringjanna í íranska hernum, er leyndin, sem var á samsæri þeirra, hér um bil enn furðulegri. Undir eins og einhver nýliði hafði verið tekinn í leynifélag samsæris- manna, var hann látinn slíta öll önnur tengsl við Tudehflokkinn. Hann mátti ekki vera meðlimur í honum né starfa á annan hátt í þjónustu hans, en á veg- um samsærisins. Til þess að villa á sér heimildir skyldi hann jafnvel í tali við ókunnuga menn þykjast vera ákveðinn andstæðingur Rússlands og hinna rauðu. Sérhver samsærismaður hafði númer og að minnsta kosti eitt gervinafn. Sumir höfðu meira að segja mörg. Á samkom- um sínum ávörpuðu þeir hver annan undir þessum nöfnum. Fundirnir voru fámennir, enda samsærismönnunum skipt í „sellur,“ sem opinberlega máttu ekki hafa neitt samband sín í milli. Hver „sella“ var skipuð þremur til sex félögum. Ágætt dæmi þeirrar leyndar og lævísi, sem einkenndi öll vinnubrögð komm- únista í sambandi við þetta samsæri, varð kunnugt við yfirheyrslu fanganna. Það kom þá í ljós, að Mobasheri hafði ekki alls fyrir löngu í grandaleysi verið skip- aður ákærandi, er ungum liðsforingja var stefnt fyrir herrétt, sökuðum um undir- róður fyrir Tudehflokkinn. Mobasheri hugsaði auðvitað um það eitt að bjarga lífi félaga síns, enda fékk hann ekki nema tíu ára fangelsisdóm. En á eftir þóttist Mobasheri vera hinn óánægðasti með 58 DAGRENNING
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagrenning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.