Dagrenning - 01.08.1956, Síða 61

Dagrenning - 01.08.1956, Síða 61
þann dóm; sagði, að hann hefði verið of vægur, og að réttu lagi hefði átt að taka liðsforingjann af lífi. Fórnfýsi samsærismannanna sýndi sig á margan hátt. Þannig annaðist, til dæm- is, liðsforingi einn, sem kenndi við her- skólann í Teheran, framleiðslu á hand- sprengjum á afskekktum stað, handa samsærismönnum. Eitt sinn vildi það til á þessum stað, að ein handsprengjan sprakk, reif af liðsforingjanum annan handlegginn og svipti hann sjón á öðru auganu. Félagar hans óku í flýti með hann til Teheran og létu eigin lækna binda um sár hans og græða þau. Er hann hafði náð sér, tók hann á ný að framleiða Molotovsegg, þ. e. hand- sprengjur, fyrir þá. Þó að lesandinn eigi kannski bágt með að trúa því, að til hafi verið svo víðtækt og vel skipulagt samsæri, þarf enginn að furða sig á því. Fæstir samsærismann- anna vissu einu sinni sjálfur, hve flókin og fullkomin sú vél var, sem þeir voru aðeins lítil tannhjól í. Þeim varð það fyrst ljóst, er flett hafði verið ofan af samsærinu og þeir sjálfir voru komnir í fangelsi fyrir það. En einmitt slík leynd svo f jölmenns og alvarlegs samsæris ætti að verða mönn- um með vestrænum þjóðum umhugsun- arefni. Bakhtiar átti enn eftir að fá eina sönnun þess, hvemig kommúnistar fara að fela iðju sína. Prentsmiðjan. Þegar húsrannsóknin var gerð í bæki- stöð samsærisins í Khaneghahstræti, hafði einn af hraðboðum kommúnista komið þangað, án þess að hafa hugmynd um, hvað til stóð, og verið tekinn fastur. Flann var síðan hafður í haldi og yfirheyrður. Einkum var reynt að hafa upp úr honum, hvar hin leynilega prentsmiðja komm- únista væri niður komin. En hann varð- ist allra frétta um það. Sú prentsmiðja hlaut að vera býsna stór, slík fim, sem hún gaf út af blöðum, bæklingum, áróð- ursspjöldum og flugmiðum; en aldrei hafði tekizt að hafa upp á henni. Kvöld eitt, er Bakhtiar var staddur í samkvæmi, var hringt til hans og hon- um tjáð, að hraðboðinn byðist nú loksins til að segja, hvar prentsmiðjan væri nið- ur komin; en hann vildi fá að segja hers- höfðingjanum það sjálfum. — Bakhtiar yfirgaf samkvæmið undir eins og lét leiða hraðboðann inn á skrifstofu sína. Þar fékk hann loksins að vita, hvar prent- smiðjan væri. Bakhtiar og nokkrir aðstoðarmenn hans fóru í skyndi úr einkennisbúning- um sínum, klæddust óbreyttum fötum borgarans og óku út í Davoodieh, eitt af úthverfum Teherans, þar sem prent- smiðjan átti að vera falin, um það bil 10 km. frá hjarta borgarinnar. Húsið, sem hraðboðinn hafði nefnt, var nýleg múr- steinsbygging, aðeins ein hæð, og allhár múrveggur umhverfis það. Þeir Bakhtiar óku aftur inn í borgina, fóru í einkennis- föt sín, buðu út sveit hermanna í bílum og óku á ný út í Davoodieh. Sumir her- mennirnir röðuðu sér kringum húsið, en aðrir réðust þegar í stað til inngöngu gegnum hliðið á múrveggnum. Frá tröpp- um hússins kvað þá við: „Stanzið, eða við skjótum!" En er heimamenn urðu þess varir, að heil hersveit væri komin, lögðu þeir á flótta. Innan skamms höfðu her- mennirnir þó handsamað þá. Og nú var byrjað að leita í húsinu og í bílskúr, sem var áfastur við það. Gat var höggvið í gólf stofunnar; en ekkert grunsamlegt fannst undir því. Heimamenn, sem voru ekki nema þrír, tveir karlmenn og DAGRENNING S9

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.