Dagrenning - 01.08.1956, Qupperneq 63
nágrannaríkis, og hvað þeir létu sig kosta
það.
Af þeim 570 liðsforingjum, sem tekn-
ir voru fastir, voru 26 teknir af lífi.
Fangelsisdóm fengu 539, minnst 18 mán-
uði, en sumir ævilangt. Síðan hafa þó
14 verið látnir lausir. Aðeins örfáir sam-
særismenn komust undan með því að
flýja land; en á meðal þeirra var Rooz-
beh, sem talið er að komist hafi til
Rússlands. Abbasi mun hafa verið lát-
inn laus og honum leyft að fara úr landi,
en nauðsynlegar ráðstafanir jafnframt
verið gerðar til þess að tryggja líf hans
gegn eftirsókn kommúnista eins og
Bakhtiar hét honum.
í dag er allt með kyrrð og spekt í íran
og stjórn keisarans stendur þar föstum
fótum. Þetta er svo almennt viðurkennt,
að jafnvel Sovétríkin hafa séð sér það
ráð vænzt, að setja í bili upp blíðubros
og bjóða keisaranum til Moskvu. Hann
mun væntanlegur þangað með drottn-
ingu sinni, Soróyu hinni fögru, einhvem
tíma í vor.
f -N
Til kaupenda Daárennináar
Um leið og beiðst er afsökunar á því að þetta hefti er aðeins síðbún-
ara en ætlast var til, — það átti að koma út í ágúst — er rétt að skýra
kaupendunum frá því, að vel getur svo farið að nokkur breyting verði
gerð á útkomutilhögun Dagrenningar nú á næstunni.
Eins og kaupendur muna var gert ráð fyrir því, að Dagrenning kæmi
út í 3 heftum nú í ár. Hið fyrsta kæmi í apríl, annað í ágúst og hið þriðja
í desember. Það er ljóst af þeirri reynslu sem fengin er af breytingunni,
sem nú hefir verið gerð, að hún er ekki til bóta, þó það verði ekki frek-
ar rætt að sinni. — Er því helzt í ráði að stækka ritið og láta það koma út
mánaðarlega. Yrði þá hvert hefti 16—20 síður eftir því sem á stæði um
efni hverju sinni, og heftin 12 á ári.
Til þess að þetta verði hægt þarf auðvitað að hækka áskriftarverðið
næsta ár upp í 75—100 krónur, en það yrði samt lægra en verð rita af
sambærilegri stærð. Breyting, slík sem þessi, mundi auðvitað krefjast
mun meiri launaðrar aðstoðar við ritið en nú er.
Líklegt er, að ég muni gera tilraun í þessa átt nú í haust, og í stað
þess að draga allt efni saman til desemberheftisins, að láta koma út þrjú
hefti til áramóta. Mundi fyrsta heftið þá koma í október, annað í nóvem-
ber og hið þriðja í desember. — Kaupendur mundu þá kynnast betur
hinum breyttu viðhorfum og geta gert það upp við sig hvort þeir vildu
kaupa ritið áfram í því formi næsta ár.
Með þessari breytingu mundi ritið þjóna betur þeim tilgangi, sem
það nú hefir, og kaupendum var skýrt frá í desemberheftinu 1955.
Reykjavík, í ágúst 1956.
Jónas Guðmundsson.
v_____________________________________________________________________/