Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2014, Síða 14

Ægir - 01.03.2014, Síða 14
Ný gerð verksmiðju frá Héðni til framleiðslu á próteinmjöli og fiskolíu úr fiskúrgangi þykir lofa góðu en prófanir fóru fram nú á fyrri hluta ársins. Hug- myndir eru uppi um að leigja verksmiðjur til fyrirtækja sam- hliða sölu á búnaðinum. Verk- smiðjan verður framleidd í nokkrum stærðareiningum, jafnt til framleiðslu á landi sem og til sjós. Helsti kostur hennar er nýtt framleiðsluferli sem er nógu lítið og hagkvæmt fyrir framleiðslu mjöls og fiskolíu úr annars ónýttum úrgangi. Hún hentar því við aðstæður þar sem verðmætavinnsla af þessu tagi hefur ekki áður komið til greina. Frumgerð smíðuð Verksmiðjan er hugarsmíð Gunnars Pálssonar, þróunar- stjóra hjá Héðni, sem hefur unnið að þróun hennar undan- farin tíu ár. Hún er hönnuð til að skila próteinríku gæðamjöli með lághitaþurrkun og fiskolíu í hæsta gæðaflokki. Heiti verksmiðjunnar, HPP, er stytting á Héðinn Protein Plant. Gunnar segir að litlar framfarir hafi orðið um langt árabil í þeirri tækni sem próteinverksmiðjur búa yfir. Markmiðið var að smíða litla verksmiðju sem nýtir allan fiskúrgang. Margar einfaldari verksmiðjur skila ekki öllu þurr- efninu heldur skilja vökvann frá sem síðan er hent. Gunnar segir að í honum sé mikið mjöl og með mestu próteininnihaldi. „Þrjátíu prósent af þeim próteinum sem eru í úrgangin- um fara fyrir borð með vökvan- um ef honum er hent,“ segir Gunnar. Fyrir fimm árum hófst mark- viss vinna við þróun og smíði verksmiðjunnar. Byrjað var að smíða einstaka hluti verksmiðj- unnar en fyrir fjórum árum var frumgerð hennar smíðuð og prufuvinnsla á próteini hafin. Fyrir tveimur árum hófst smíði á minnstu gerð verksmiðjunnar sem heitir HPP-300 og hefur hún verið í rekstri hjá Próteini ehf. í Garði í eitt ár. Eins og Byltingarkennd prótein- verksmiðja frá Héðni 14 „Við höfum náð öllum okkar markmiðum með verksmiðjunni og hún býr yfir meiri afköstum en við reiknuðum með og með minni orkunotkun. Hún er algjörlega sjálfvirk að öðru leyti en því að það þarf að sjá henni fyrir hráefni og taka frá henni afurðirnar.“ Gunnar Pálsson, þróunarstjóri hjá Héðni, hefur unnið við þróun verksmiðjunnar undanfarin ár. T æ k n i

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.