Morgunblaðið - 09.01.2015, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2015
Nýr kjarasamningur var undirritað-
ur skömmu eftir miðnætti í fyrrinótt
í kjaradeilu skurðlækna og samn-
inganefndar ríkisins. Gert er ráð fyr-
ir að samningurinn verði kynntur fé-
lagsmönnum í Félagi skurðlækna í
næstu viku.
Hefur fyrirhuguðum verkfalls-
aðgerðum skurðlækna verið frestað
þar til niðurstaða liggur fyrir í at-
kvæðagreiðslu um samninginn.
„Ég reikna með því að samning-
urinn verði samþykktur,“ segir
Helgi Kjartan Sigurðsson, formaður
Skurðlæknafélags Íslands, um nýja
samninginn.
Aðspurður segist Helgi sáttur við
samninginn, þótt lítið sé hægt að
segja að svo stöddu. „Það náðist við-
unandi lending í þessu,“ segir hann,
og bætir við að full samstaða hafi
verið hjá samninganefnd skurð-
lækna um samninginn. Þá sé samn-
ingurinn á svipuðum nótum og sá
sem gerður var við Læknafélag Ís-
lands.
,,Það er margt líkt með skyldum,“
segir Gunnar Björnsson, formaður
samninganefndar ríkisins, spurður
um samkomulagið við sérfræðilækna
samanborið við kjarasamninginn við
Læknafélag Íslands sem gerður var
aðfaranótt miðvikudags. Samning-
arnir séu þó ekki algerlega sambæri-
legir. Gunnar segir rétt að samn-
inganefnd ríkisins hafi teygt sig
langt til að ná samkoulagi „en við
teljum okkur líka hafa náð atriðum á
móti, sem hjálpar til“, segir hann.
Í upphafi lagði ríkið upp með að
gerður yrði skammtímasamningur
með 3,5% almennum launahækkun-
um í samræmi við aðra kjarasamn-
inga á vinnumarkaði. Þegar á leið
snerust viðræðurnar hins vegar veg-
ar yfir í umræður um mikla upp-
stokkun á kjarasamningum lækna.
„Þar voru ágreiningsefnin það mörg
og mikil að það tók þennan tíma,“
segir Gunnar.
Hann vill ekkert upplýsa um efni
læknasamninganna fyrr en atkvæða-
greiðsla hefur farið fram.
Aðspurður segir Gunnar að samn-
ingarnir við lækna séu alls engin vís-
bending um launastefnu ríkisins í
komandi kjaraviðræðum við aðra.
„Þetta varð til við mjög sérstakar að-
stæður,“ segir Gunnar um samn-
ingana við lækna.
Viðsemjendur læknafélaganna og
ríkisins hafna með öllu að veita upp-
lýsingar um efni læknasamninganna
og bera við trúnaði. Ríkisútvarpið
sagðist í fréttum í gær hafa heimildir
fyrir því að í samningi LÍ væri kveð-
ið á um hækkanir í skrefum, 3,5%
afturvirka hækkun frá 1. júní í fyrra,
10,5% hækkun sem fylgi launum frá
1. janúar sl. og 160 þús. kr. ein-
greiðslu um næstu mánaðamót, auk
hækkana árin 2016 og 2017. Þegar
borið var undir forsvarsmenn við-
semjenda í gær hvort þetta væri rétt
neituðu þeir með öllu að svara því.
„Það náðist viðunandi lending“
Samningur í höfn í kjaradeilu skurðlækna og ríkisins Formaður samninganefndar ríkisins segir
læknasamningana ekki vera til merkis um launastefnu ríkisins gagnvart öðrum stéttum í landinu
Morgunblaðið/Kristinn
Samkomulag í höfn Formenn samninganefnda skurðlækna og ríkisins setjast að undirritun kjarasamninga undir
stjórn Magnúsar Péturssonar ríkissáttasemjara í húsnæði embættisins skömmu eftir miðnætti í fyrrinótt.
ljósi þess að læknar hafa ekki áður
gripið til verkfallsaðgerða. ,,Að
mínu viti snýst hlutverk almanna-
tengils ekki um að ota hlutum í fjöl-
miðla. Heldur snýst þetta um taktík
og þá hvað á að segja, hvenær og
hvernig,“ segir Gunnar Steinn.
Meðan á verkfallsaðgerðum
lækna stóð birtust reglulega fregnir
af læknum sem sögðu upp störfum á
Landspítalanum og sjúklingum sem
ekki komust í skurðaðgerðir. Þá var
viðkvæðið gjarnan að læknar
myndu fara úr landi nema laun
myndu hækka verulega. Í könnun
Capacent frá því í byrjun desember
kom fram að átta af hverjum tíu
landsmönnum studdu verkfalls-
aðgerðirnar og gefur það til kynna
að kröfur lækna hafi notið mikillar
samúðar hjá landsmönnum.
Samkvæmt upplýsingum frá
Landspítalanum hafði enginn lækn-
ir dregið uppsögn sína til baka en
flestir þeirra settu þann fyrirvara á
uppsögn sína að hún myndi verða
dregin til baka ef viðunandi launa-
kjör næðust. Enn á eftir að kynna
læknum samninginn.
Hunsuðu áskorun ráðherra
Gunnar Steinn segist hafa átt í
daglegum samskiptum við lækna
meðan á deilunni stóð. ,,Þegar menn
voru komir í djúpu laugina og um-
fjöllun birtist daglega í fjölmiðlum
um verkfallið og kröfur lækna, þá
átti ég í reglulegum samskiptum við
lækna. Samræðurnar snerust um
það hvort og hvernig ætti að svara
hlutunum. Ég er einn af mörgum
sem lögðu þanka í púkkið,“ segir
Gunnar.
Hann segir að í sumum tilfellum
sé betra að tjá sig ekki. Til að
mynda var ákveðið að verða ekki við
áskorun fjármálaráðherra um að
læknar myndu opinbera launakröf-
ur sínar. ,,Læknar þurftu að taka
afstöðu til þessarar áskorunar, en
ákváðu að gera það ekki enda mér
vitanlega engin fordæmi fyrir því að
slíkt sé gert í kjaraviðræðum,“ segir
Gunnar.
Hann segir að ekki sé nýtt að al-
mannatenglar komi að slíkum verk-
efnum. ,,Þetta er að verða algeng-
ara. Verkfallsbarátta er í eðli sínu
ekkert ólík því að vinna með stjórn-
málaflokkum, eða frambjóðendum.
Persónulega þætti mér út í hött ef
læknar í verkfalli myndu ekki leita
sér ráðgjafar um samskipti sín við
fjölmiðla. Sérstaklega þar sem þeir
eru að glíma við stjórnmálamenn
sem eru vanir kastljósi fjölmiðla,“
segir Gunnar.
Fjölmiðla að meta
Andrés bendir á að hlutverk fjöl-
miðla sé að meta það hvað eigi er-
indi þangað. Aðspurður hvort ekki
sé hætt við því að sannleikurinn af-
bakist í slíku umhverfi, telur Andr-
és svo ekki vera. ,,Auðvitað er sann-
leikurinn til en báðir aðilar þurfa á
því að halda að koma sinni hlið á
framfæri,“ segir hann.
Barist um almenningsálitið
Almannatenglar ráðnir í kjaradeilum Læknar fengu mikla samúð Eins
og að vera með lögfræðing í réttarsal Í daglegum samskiptum við lækna
Morgunblaðið/Golli
Hjá sáttasemjara Læknar fengu mikla samúð í samfélaginu í kjaradeilu við ríkið. Algengt er að ráðnir séu almanna-
tenglar til að koma upplýsingum á framfæri við fjölmiðla. Fjölmiðla er að meta hvað birtast skuli í miðlum þeirra.
BAKSVIÐ
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Algengt er að almannatenglar séu
ráðnir til ráðgjafar í kjaradeilum á
borð við þá sem nýlega lauk með
samningi lækna og ríkisins. Hlut-
verk þeirra er að reyna að hafa
áhrif á það með hvaða hætti upplýs-
ingar koma fram og reyna að stýra
mynd almennings af hagsmuna-
aðilum meðan á kjaraviðræðum
stendur.
,,Sem læknir viltu alltaf hjálpa
fólki. Því hlýtur að vera siðferðis-
lega erfitt að vera læknir sem neitar
að framkvæma skurðaðgerð nema
þú fáir launahækkun. En þetta hef-
ur spilast mjög vel fyrir lækna og
verið vel framkvæmt þegar horft er
á fjölmiðlaumfjöllun um deiluna,“
segir Andrés Jónsson, almanna-
tengill hjá Góðum samskiptum.
Með sjúklinga í fjölmiðla
Að sögn Andrésar hefur hann
komið að kjaradeilum sem ráðgjafi
og segir það algengt að hags-
munaaðilar nýti sér þjónustu þeirra
til þess að koma skilaboðum á fram-
færi.
,,Eitt fyrsta verkefnið mitt sem
almannatengill fyrir tíu árum sneri
að því að þrýsta á um nýja viðbygg-
ingu hjá BUGL. Heilbrigðisráð-
herra á þeim tíma vildi hana ekki.
En við fórum með sjúklinga og að-
standendur í fjölmiðla í heila viku
þar til skrifað var undir samning
um að byggja þetta,“ segir Andrés.
Eðlileg ráðgjöf við lækna
Hann bendir á að í kjaradeilum
reki báðir aðilar, þ.e. stjórnvöld og
hagsmunaaðilar, upplýsingastefnu.
,,Sveitarfélög og ríki reka sína
fjölmiðlastefnu og í raun fer fram
fjölmiðlastríð um ímyndina þeirra í
milli. Þetta er eins og að vera í rétt-
arsal þar sem báðir aðilar eru með
lögfræðing,“ segir Andrés.
Gunnar Steinn Pálsson, almanna-
tengill, var læknum til ráðgjafar í
kjaradeilunni við ríkið. Hann telur
eðlilegt að læknar hafi sótt sér ut-
anaðkomandi ráðgjöf. Sérstaklega í
Gunnar Steinn
Pálsson
Andrés
Jónsson
Sorphirða Reykjavíkur hefur fengið
þrjá nýja metanknúna bíla til þess að
sinna losun sorps í borginni, og mun
fá fjórða bílinn á næstu dögum. Þrír
af bílunum eru með tvískipt söfnun-
arhólf og verður því nú hægt að losa
bæði almennt sorp úr gráum tunnum
og pappír úr bláum tunnum í einni
ferð.
Metanið, sem knýr bílana, er feng-
ið úr hauggasi sem streymir úr urð-
unarstaðnum í Álfsnesi og hefur nýt-
ing þess mikinn ávinning í för með
sér þar sem það kemur í stað jarð-
efnaeldsneytis. Ætlunin er að skipta
út öllum bílum sorphirðunnar á
næstu árum.
Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg
segir að nýju bílarnir muni bæta
vinnuaðstæður sorphirðufólks, þar
sem þeir séu útbúnir helstu nýjung-
um sem orðið hafa í búnaði sorpbif-
reiða á síðustu árum. Með breyting-
unni muni akstur sorpbíla um borg-
ina minnka, en það dragi úr kostnaði
og minnki umhverfisáhrif af sorp-
hirðu.
18 þúsund tonn á síðasta ári
Í tilkynningu borgarinnar segir
einnig að á síðasta ári hafi alls 18.085
tonn af blönduðum úrgangi verið
hirt í Reykjavík, auk 3.266 tonna af
pappírsefnum. Það gerir um 176
kílógrömm á ári á hvern einasta íbúa
Reykjavíkur. Þá hefur það magn
flokkaðra pappírsefna sem skilað er í
bláar tunnur aukist um 27% frá því á
síðasta ári.
Sorphirðu í Reykjavík hefur verið
sinnt af níu metanbílum frá árinu
2008 og starfsfólkið hefur verið rúm-
lega 50 manns. sgs@mbl.is
18 þúsund
tonn af
rusli á ári
Sorphirða Nýir bílar geta tekið al-
mennt sorp og pappír í einni ferð.
Tvískiptir sorp-
hirðubílar í notkun