Morgunblaðið - 09.01.2015, Blaðsíða 4
Neysla fæðubótarefna og stera meðal
framhaldsskólanema
A: Æfa með íþróttafélagi 4 sinnum eða oftar í viku
B: Æfa íþróttir utan íþróttafélaga 4 sinnum eða oftar í viku
Hafa notað næringar-
og próteinduft:
Nota næringar- og
próteinduft reglulega:
Hafa notað
anabólíska stera:
Hafa notað
brennslutöflur:
20%
39%
41%
56%
4,7%
16%
20%
2,9%
0,7%
SVIÐSLJÓS
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Neysla fæðubótarefna, brennslu-
taflna og stera er talsvert algengari
meðal þeirra framhaldsskólanema
sem æfa íþróttir utan íþróttafélaga
en þeirra sem æfa íþróttir með
íþróttafélögum. Strákar eru líklegri
til að nota slík efni en stelpur, að
brennslutöflum undanskildum en
notkun þeirra er hlutfallslega meiri á
milli stelpna.
Þetta er meðal þess sem fram
kemur í rannsókninni Ungt fólk sem
Rannsóknir og greining gerði fyrir
Lyfjaeftirlit ÍSÍ. Um 11.000 fram-
haldsskólanemar á aldrinum 16-20
ára víðs vegar um land tóku þátt og
verða niðurstöðurnar kynntar í dag.
„Gögnin sýna skýrt að notkun
fæðubótarefna og stera tengist frek-
ar íþróttum sem eru stundaðar utan
hefðbundinna íþróttafélaga og það er
í samræmi við fyrri rannsóknir á
þessu sviði,“ segir Viðar Hall-
dórsson, doktor í íþróttafélagsfræði
sem er einn aðstandenda rannsókn-
arinnar. „Það er lykilatriði í þessu
sambandi í hvaða umgjörð íþróttir
eru stundaðar. Skilgreiningin á því
hvað er íþrótt hefur víkkað og í raun
er ekki hægt að fullyrða að allar
íþróttir séu heilbrigðar eða hafi for-
varnargildi.“
Minni notkun hér á landi
Með íþróttum sem stundaðar eru
utan íþróttafélaga er m.a. átt við lyft-
ingar, vaxtarrækt og líkamsrækt
sem er stunduð í líkamsrækt-
arstöðvum, en að sögn Viðars eru
vísbendingar um að notkun áð-
urnefndra efna tengist þeirri iðkun.
Í rannsókninni voru bornir saman
tveir hópar; þeir sem æfa íþróttir
fjórum sinnum í viku eða oftar innan
skipulagðs starfs íþróttafélags og
þeir sem stunda íþróttir jafnoft í viku
en utan íþróttafélaga. Mikill munur
kemur fram á notkun þessarra
tveggja hópa á fæðubótarefnum og
sterum. „Þeir sem æfa fjórum sinn-
um eða oftar í viku er hópurinn sem
er að æfa af alvöru og ætti því að hafa
mestan ávinning og hvata af því að
nota þessi efni,“ segir Viðar. Sam-
anburður á þessum tveimur hópum
er sýndur hér að ofan og er mun-
urinn talsverður. Til dæmis má þar
sjá að þeir sem æfa utan íþrótta-
félaga neyta allra efna í meiri mæli,
jafnt löglegra og ólöglegra og mælist
steranotkun fjórum sinnum meiri hjá
þeim og þá er notkun brennslutaflna
meira en þrisvar sinnum algengari
en hjá þeim sem æfa íþróttir með
íþróttafélögum.
Viðar segir að niðurstöðurnar beri
að taka með ákveðnum fyrirvara og
ekki megi gleyma því að ekki séu all-
ir krakkar á þessum aldri í fram-
haldsskólum. Notkunin gæti því
hugsanlega verið enn meiri ef hún
væri könnuð hjá öllum á þessum til-
tekna aldri.„En þetta eru tilteknar
vísbendingar og sýna aðallega þenn-
an mun á milli hópa,“ segir Viðar.
Hann segir þessa rannsókn og fyrri
rannsóknir sýna að sterar og fæðu-
bótarefni séu minna notuð hér á landi
en víða annars staðar, en rannsóknir
alls staðar sýni að strákar noti stera
og fæðubótarefni meira en stelpur.
„Hugsanlega liggur það í menning-
unni. Strákar virðast oft afreksmið-
aðri í sinni íþróttaiðkun en stelpur.
Það er líka búið að normalísera það
meira meðal stráka að nota stera og
próteinduft.“
Gefa fögur fyrirheit
Sjá má notkun stráka og stelpna á
töflunni hér að ofan og þar sést m.a.
að eina efnið sem er meira notað
meðal stelpna eru brennslutöflur,
annars hafa strákarnir vinninginn.
T.d. er mikill munur á notkun stera
og varðandi fæðubótarefni, önnur en
næringar- og próteinduft, er notkun
stráka meira en tvöföld á við stelpna.
Spurður hvaða ályktanir megi
draga af niðurstöðum rannsókn-
arinnar segir Viðar þær margþættar.
„Þetta á sér rætur í menningunni og
það er margt sem ýtir undir þetta.
Það er mikil samkeppni í samfélag-
inu, það verður sífellt mikilvægara í
íþróttum að komast í afrekshópa og
samkeppni í skólum hefur líka auk-
ist, allt niður í grunnskóla. Svo er
mikil samfélagsleg pressa á ungt fólk
að ná árangri, auk útlitsdýrkunar.
Fæðubótarefni og ólögleg efni gefa
fyrirheit um að ná markmiðum sam-
félagsins á fljótvirkari og auðveldari
hátt. Starfsemi íþróttafélaganna á
aftur á móti að sporna við þessu og
ég tel að það hafi tekist ágætlega,
eins og rannsóknin sýnir.“
Þeir sem æfa utan íþrótta-
félaga nota frekar stera
Mikill munur á notkun fæðubótarefna og stera meðal framhaldsskólanema
eftir því hvar þeir stunda íþróttir Stelpurnar nota frekar brennslutöflur
Hlutfall framhaldsskólastráka og -stelpna sem
hafa neytt fæðubótarefna og ólöglegra lyfja
Strákar Stelpur
Önnur fæðubótarefni: Efedrín: Vefaukandi sterar: Brennslutöflur:
20%
8%
35%
23%
6,7%
8,7%
0,3%
2,7%
Morgunblaðið/Ernir
Rannsókn Viðar Halldórsson íþróttafélagsfræðingur segir notkun fæðu-
bótarefna og stera meðal annars tengjast mikilli samkeppni í samfélaginu.
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2015
Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrr-
verandi innanríkisráðherra og vara-
formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur
tilkynnt þingflokki sjálfstæðismanna
að hún muni taka sér nokkurra vikna
hlé frá þingstörfum, en hún fór í leyfi
eftir að hún sagði af sér ráðherra-
dómi í lok nóvember. Segir hún í
bréfi til kollega sinna að hún þurfi að
vinna betur úr þeirri reynslu og því
sem hún hafi lært um stjórnmál,
stjórnkerfið, íslenskt samfélag og líf-
ið sjálft. Það hafi verið sérstök
reynsla að standa utan stjórnmál-
anna undanfarnar vikur.
Í bréfinu segir Hanna Birna meðal
annars að hún hafi farið yfir atburði
liðins árs og reynt að draga af þeim
pólitísku áföllum og átökum fleiri já-
kvæða en neikvæða lærdóma. „Ég
vildi óska að ég hefði fyrr en ég gerði
áttað mig á því hversu erfitt málið
yrði; vildi óska að ég hefði gert
minna af því að útskýra atburðarás
og grípa til varna í máli sem ég gat
ekki útskýrt; og vildi óska að ég hefði
aldrei rætt málið eða átt nokkur
samskipti við fyrrverandi lögreglu-
stjóra vegna þess, þrátt fyrir skýr-
ingar hans um að hann færi ekki með
stjórn málsins. Því hef ég þegar
komið til umboðsmanns Alþingis
með bréfi í dag.“
Hyggst læra af reynslunni
Hanna Birna segist vera ákveðin í
að læra af erfiðri reynslu síðasta árs;
forgangsraða persónulega með öðr-
um hætti en hún hafi gert og fylgja
hjartanu meira en hefðunum, hvort
sem er í stjórnmálunum eða annars
staðar. Málið hafi tekið mjög á sig og
sína. „Mér finnst ég þurfa að vinna
betur úr þeirri reynslu og því sem ég
hef að undanförnu lært um stjórn-
mál, stjórnkerfið, íslenskt samfélag
og sjálfsagt bara lífið sjálft. Ég mun
því, líkt og áður hefur komið fram,
taka mér nokkurra vikna hlé frá
þingstörfum,“ segir í bréfi Hönnu
Birnu.
Í leyfi Hanna Birna hyggst fram-
lengja leyfi sitt frá þingstörfum.
Tekur sér
nokkurra
vikna hlé
Bréf til umboðs-
manns Alþingis í gær
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Verkefnin Flavour of Iceland, Green Marine
Technology og Ocean Excellence fengu í gær
sérstaka viðurkenningu Íslenska sjávarklas-
ans fyrir framúrskarandi árangur 2014.
Flavour of Iceland selur íslenskar mat-
vörur til skemmtiferðaskipa sem koma til
landsins. Það er samvinnuverkefni TVG-
Zimsen og Ekrunnar í samstarfi við Banana,
Kjarnafæði, Mjólkursamsöluna, Sjófisk, Sölu-
félag garðyrkjumanna og Vífilfell.
„Við erum með íslenskt kjöt, fisk, mjólk-
urafurðir, grænmeti og drykkjarvörur,“ sagði
Björn Einarsson, framkvæmdastjóri TVG-
Zimsen. Hann sagði boðið upp á vörur sem
væru samkeppnishæfar við erlendar vörur í
gæðum og verði. „Það eru mikil tækifæri í
þessu og þessi viðskipti við skemmti-
ferðaskipin fara hraðvaxandi.“
Verkefnið Flavour of Iceland hófst árið
2013 og salan á matvörum og kosti til
skemmtiferðaskipa óx um 70% á fyrsta
starfsári frá 2013 til 2014.
Björn sagði að hingað til hefðu skemmti-
ferðaskipin birgt sig upp af kosti í útlöndum.
Markaðssetningin miðaði að því að komast í
viðskipti við skip sem ekki hefðu tekið kost
hér og eins að auka viðskiptin við þau sem
hefðu keypt íslenskar matvörur.
„Við erum sannfærðir um að þær vörur
sem við bjóðum uppfylli kröfur varðandi gæði
og ferskleika auk þess að vera á samkeppn-
ishæfu verði. Þessi skip eru í eðli sínu fljót-
andi hótel og það eru miklar kröfur til gæða í
hótelrekstri,“ sagði Björn. Hann sagði að þeir
hefðu fengið þau viðbrögð frá kaupendum að
gæði varanna væru mikil. Hins vegar væri
mikil samkeppni um verð og innkaupin
þyrftu að rúmast innan fjárhagsáætlana út-
gerðanna.
Tekur tíma að komast á leiðarenda
„Við vitum að það mun taka nokkur ár að
byggja þetta upp og komast á leiðarenda. Út-
gerðirnar sem gera út þessi skip eru risastór-
ar og það tekur oft tíma að komast í samband
við rétta fólkið. Það eru miklir möguleikar í
þessu,“ sagði Björn.
Flavour of Iceland hefur kynnt þjónustu
sína á vörusýningum erlendis og hyggur á
meira markaðsstarf. Björn sagði stefnt að því
að Flavour of Iceland gæti fullnægt þörf
skipanna fyrir ákveðnar vörutegundir þegar
þau kæmu hingað.
Selja matvæli til skemmtiferðaskipa
Morgunblaðið/Golli
Árangur Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra afhenti viðurkenningar Íslenska sjávarklasans.
Íslenski sjávarklasinn veitti í gær þremur verkefnum viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur