Morgunblaðið - 09.01.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.01.2015, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2015 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Hugmynd þín um gott líf gæti öðr- um virst léttúðug. Kannski tekjur þínar eða eignir séu að aukast. 20. apríl - 20. maí  Naut Þér finnst afskipti annarra aðeins vera þér til ama og getur ekki séð neinn góðan hug þar að baki. Talarðu kannski fyr- ir daufum eyrum? Það skyldi þó aldrei vera. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Margt mun koma þér á óvart í samtölum við menn í dag. Afleiðingin getur orðið aukin framleiðni og meiri skilvirkni. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Samkeppnin ræður ríkjum í vinnunni en ef þú vinnur vel heima ferðu auðveldlega með sigur af hólmi. Reyndu að koma skipulagi á líf þitt og nýta tímann vel. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Heimurinn er leikherbergið þitt, og þar eru öll leikföngin sem þig hefur alltaf langað í. Taktu því með ró sem skoðunin leiðir í ljós. Gakktu hægum skrefum næstu mánuðina. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Öll samskipti þín við aðra ganga að óskum í dag. Taktu það sem merki um að þitt álit og stuðningur skipti máli. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er svo auðvelt að taka eigin skoð- anir fram yfir annarra en stundum hafa nú aðrir eitthvað til síns máls ef vel er að gáð. Gefðu þér tíma til að kanna málin. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Skoðaðu vandlega þær hindr- anir sem eru í veginum og hvernig þú getur best rutt þeim burt. Já, þið hafið rifist, en skyndilega verða málefnin sem þið eruð sammála um mikilvægari. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Leit þín að lífssannindum kann að leiða þig á alls konar brautir. Mundu að erfiðleikarnir eru til að sigrast á þeim. 22. des. - 19. janúar Steingeit Gættu þess að leggja vel við hlustir í öllum samskiptum þínum við aðra í dag. Láttu því nútímafjölmiðla lönd og leið og leitaðu þér athvarfs um sinn í æv- intýralandi sögunnar. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það freistar verulega að brjóta blað og stefna í nýja átt. Leggðu gam- aldags hugmyndir um rómantík á hilluna, tímarnir eru að breytast. 19. feb. - 20. mars Fiskar Hjartans mál eru ekki eins og sýn- ist. Sama hvað það er. Eða það gæti beðið þar til á morgun til að sjá hvort hefnd- arþorstinn er enn fyrir hendi. Á mánudagskvöldið var Hring-borðið á dagskrá sjónvarpsins og fátækt umræðuefnið. Kerlingin á Skólavörðuholtinu orti á Boðnar- miði: Við imbann sit með öl í staupi, á mig herjar syfja, þar fólk á þessu fína kaupi fátækt er að kryfja. Ólafur Stefánsson hafði þetta til málanna að leggja: Tæplega er mark á þeim takandi, sem tuða, annað fólk sakandi. Óðamála við imbann skála en eru alls ekki vakandi. Karlinn á Laugaveginum kom að- vífandi og tautaði fyrir munni sér „sit með öl í staupi“ rétti svo úr sér og sagði: Því illkynja vandkvæði ollu að ég uppgafst á líferni hollu - elska blaður og raup. fæ mér brennivínsstaup og bjórinn minn sýp ég úr kollu! Friðrik Steingrímsson skrifaði á Leirinn á miðvikudag: „Það hefur hver lægðin rekið aðra eins og allir vita, og síðastliðna nótt var hér há- vaðarok sem vakti mig og þá varð til þessi vísa. Mér til baga ekkert er af og til þó hvessi, en lífsins ósköp leiðist mér lægðagangur þessi.“ Það stóð ekki á því að brugðist yrði við. Davíð Hjálmar Haraldsson (á Akureyri) sagði að „hér hefur hann verið meinhægur þótt blási eystra“: Í Mývetningi er mikið loft sem magnar lægðaskil. Að leysa vind hann verður oft þótt valdi fellibyl. Sigrún Haraldsdóttir sagði að hér (í Reykjavík) væri líka hama- gangur í veðrinu: Ganga finn á þrek og þol, þungt er skap og sljótt, skópu hagl og vindsins vol vöku mér í nótt. Þann hinn sama dag taldi Ólafur Stefánsson í fréttum helst: Á Leirnum, um stundir, lítið er ort og leiðindin erfitt að hemja, en læknastéttin líður vart skort, því loksins er búið að semja. Fía á Sandi hafði þetta að segja: Fyrst samningar náðust, segi ég takk sjálfsagt mun Grýla þakka. Greyið þarf lækni, af græðgi hún sprakk af að graðga í sig fátæka krakka. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af öli, hollu líferni og verkfalli lækna Í klípu „OG HVAÐ HEFURÐU VERIÐ LENGI ÁN ATVINNU?“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG FANN HANN AÐ VINNA Á LAGERNUM, J.D. HANN ER FULLKOMINN!“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að hanga saman. LÍSA ER BÚIN AÐ SETJA MIG Á HEILSUFÆÐI HÚN HELDUR AÐ ÉG SÉ AÐ HALDA MIG VIÐ ÞAÐ, EN ÉG GERI ÞAÐ EKKI ÉG FINN TIL SEKTAR- KENNDAR KLEINU- HRINGIR HJÁLPA KRUMP !! KRUMP !! KRUMP !! VILTU GERA UPP REIKNINGINN ÞINN, HRÓLFUR? JÁ, JÁ ALLT ER SVO AUÐVELT FYRIR ÞIG, ER ÞAÐ EKKI? Samtök íþróttafréttamanna út-nefndu Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmann í körfuknattleik, íþróttamann ársins 2014. Sómi er að þessu vali og Víkverji óskar Jóni Arnóri til hamingju með upphefðina, en getur ekki annað en gagnrýnt ákvörðunina um tímasetningu at- hafnarinnar. x x x Íþróttamenn ársins hafa gjarnanhaft á orði að útnefningin væri há- punktur ferilsins. Því er óskiljanlegt að Samtök íþróttafréttamanna skuli blása til þessarar veislu án þess að sá besti eða sú besta sé í hófinu, eins og nú var raunin og í fyrra, svo nýj- ustu dæmin séu tekin. x x x Á árum áður ákvað stjórn SÍ dag-setningu veislunnar hverju sinni með hliðsjón af því hvenær íþrótta- maður ársins ætti heimangengt. Jafnvel kom fyrir að viðkomandi var sóttur í einkaflugvél til útlanda og flogið með hann aftur að dagskránni lokinni. x x x Nú virðist stundin mikla ráðast afþví hvar best er að koma henni fyrir í beinni útsendingu í ríkissjón- varpinu. Það er miður og mikil aft- urför, því athöfnin er fyrst og fremst hugsuð fyrir íþróttafólkið en ekki út- sendingar í sjónvarpi. x x x Athöfnin snýst um kjörið á íþrótta-manni ársins. Hún verður mun risminni þegar viðkomandi íþrótta- maður er ekki viðstaddur en þegar hann er mættur til þess að taka á móti verðlaununum sem nafnbótinni fylgja. Ekki bætir úr skák þegar sá sem hafnar í öðru sæti er heldur ekki á svæðinu. x x x Annað sem hefur breyst er aðlengst af var þessi stóra stund besta íþróttafólksins höfð að kvöldi virks dags þannig að dagblöðin gátu greint frá kjörinu daginn eftir. Nú virðist sjónvarpið alfarið ráða ferð- inni og útsending á laugardegi dæm- ir dagblöðin nánast úr leik. Enn og aftur skal áréttað að þessi hátíð er hugsuð fyrir íþróttafólkið en ekki sjónvarpið. víkverji@mbl.is Víkverji Munnur minn er fullur lofgjörðar um þig, af lofsöng um dýrð þína allan dag- inn. (Sálmarnir 71:8)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.