Morgunblaðið - 09.01.2015, Qupperneq 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2015
✝ Agla Tulinius,læknaritari,
fæddist í Reykjavík
27. janúar 1937.
Hún lést á Hrafn-
istu í Hafnarfirði
22. desember 2014.
Foreldrar Öglu
voru þau Carl
Daníel Tulinius, vá-
tryggingamaður og
framkvæmdastjóri
í Reykjavík, f. 13.
júlí 1902, d. 8. september 1945,
og Guðrún Magnúsdóttir Tul-
inius, húsfreyja, f. 16. sept-
ember 1902 í Vestmannaeyjum,
d. 26. mars 1998. Systkini Öglu
eru Magnús J. Tulinius, trygg-
ingafulltrúi, f. 18.8. 1932, og
Ása Tulinius, bankastarfs-
maður, f. 28. apríl 1941, d. 30.3.
2014, maki Jón Elís Björnsson,
gröfustjóri, f. 1932.
Agla giftist árið 1964 Sigurði
Rúnari Guðmundssyni efna-
verkfræðingi, f. 17. apríl 1929, í
Reykjavík, d. 29. mars 1989 í
Rúnar Jóhannsson, f. 1998, og
Anna Þóra Jóhannsdóttir, f.
2002. Sigurður Rúnar Guð-
mundsson átti syni frá fyrra
hjónabandi, með Guðrúnu Auði
Benediktsdóttur, f. 1930, þá
Þorgeir Sigurðsson, verkfræð-
ing, f. 1957, og Friðrik Sigurðs-
son, framkvæmdastjóra, f.
1958.
Agla var í Miðbæjarskól-
anum og lauk þaðan landsprófi.
Hún stundaði síðan nám við
Menntaskólann í Reykjavík í
tvö ár. Agla vann sem ritari í
Sölumiðstöð Hraðfrystihús-
anna, hún var einkaritari orku-
málastjóra á Orkustofnun og
vann síðar í Umbúðamiðstöð-
inni sem ritari forstjóra. Agla
lauk námi sem læknaritari og
starfaði sem læknaritari á geð-
deild Landspítala við Hring-
braut. Í framhaldi var hún
læknaritari á öldrunardeild
Landspítala og síðustu ár
starfsævi sinnar vann hún á
Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ
sem læknaritari öldrunarlækna.
Útför hennar fer fram frá
Hjallakirkju í dag, 9. janúar
2015, og hefst athöfnin kl. 13.
Reykjavík. For-
eldrar hans voru
Guðmundur Bjarni
Halldórsson, tré-
smiður og skipa-
smiður, f. 5. júní
1889 í Fremri
Hnífsdal, d. 23.júlí
1962, í Reykjavík,
og kona hans El-
ísabet Guðrún
Guðmundsdóttir,
húsfreyja, f. 11.
október 1901, á Melum í Árnesi,
d .7. mars 1969.
Börn þeirra, Guðmundur
Karl Sigurðsson læknir, f. 1964,
og Þóra Sigurðardóttir, hjúkr-
unarfræðingur, f. 1967. Guð-
mundur Karl er giftur Auði
Guðjónsdóttur viðskiptafræð-
ingi, f. 1963, og eiga þau tvö
börn, Önnu Guðrúnu Guð-
mundsdóttur, f. 1995, og Helgu
Sif Guðmundsdóttur, f. 2000.
Þóra Sigurðardóttir er gift Jó-
hanni Eysteinssyni flugstjóra, f.
1965, börn þeirra eru Sigurður
Við Helga sitjum nú og hugs-
um til ömmu og margar minn-
ingar koma upp. Við bjuggum
erlendis í nokkur ár og kom
hún að heimsækja okkur. Hún
var vinkona okkar beggja en
ein af fyrstu minningum er þeg-
ar Anna Guðrún var fjögurra
ára, en þá bjuggum við í Nor-
egi, en Anna setti hana upp í
rúmið sitt með öllum dúkkunum
sínum þar sem amma var barn-
ið en Anna mamman og lék hún
hlutverkið mjög vel, reyndar
svo vel að mamma þurfti að
beita fortölum til að fá Önnu til
að hleypa ömmu úr rúminu í
mat. Hún hafði mjög gaman af
ljósmyndun og okkur fannst
mjög gaman að skoða saman
myndir – alls konar – af fjöl-
skyldunni, blómum og sérstak-
lega sólarlagsmyndum en
amma hafði sjálf tekið margar
af myndunum og voru þær
ótrúlega fallegar. Hún kom
okkur öllum oft til að hlæja
mikið þannig að tárin gátu farið
að renna og allir komnir með
hlátursverk í magann. Það var
alltaf hægt að tala við Öglu
ömmu um alla hluti og við gát-
um talað í símann tímunum
saman. Við vorum oft saman
fjölskyldan og þá með frænd-
systkinum okkar Sigga og
Önnu Þóru en hún sat oft leng-
ur með okkur heldur en full-
orðna fólkinu frammi í stofu.
Amma varð síðar veik og átti
svo æ erfiðara með að segja það
sem hún vildi en brosið hennar
var alltaf þarna þegar hún hitti
okkur.
Við komum til með að sakna
þín mikið en samt verður þú
alltaf hjá okkur – kannski að
taka myndir af okkur ofan úr
skýjunum.
Anna Guðrún, Helga Sif.
Nú þegar Agla amma er far-
in rifjast upp margar minning-
ar.
Oftast þegar við heimsóttum
hana beið okkar lítill spennandi
pakki, lítill bíll eða eitthvert dót
sem gladdi, amma var gjafmild
og góð. Hún geymdi alltaf lita-
bók og liti, eitthvað skemmti-
legt fyrir ömmukríli í heimsókn.
Hún var alltaf til í að leika við
okkur og tók brosandi og glöð á
móti okkur. Heima hjá henni
var píanó og amma Agla leyfði
okkur að spila á það, svo klapp-
aði hún fyrir okkur, sama
hvernig lagið hljómaði.
Við gátum talað lengi í síma
við Öglu ömmu. Hún var svo
flink í ensku og dönsku að við
gátum spurt hana ef við þurft-
um aðstoð í þeim fögum í skól-
anum. Jafnvel eftir að hún
veiktist gat hún beygt danskar
sagnir og talað við okkur á
ensku. Agla amma var alltaf
svo glöð að fá teiknaðar myndir
frá okkur og hengdi þær upp á
vegg hjá sér eins og listaverk.
Það var mjög gaman með
Öglu ömmu því hún var mikill
og góður vinur okkar og oft var
mikið hlegið. Við söknum henn-
ar og þess að hafa hana hjá
okkur þessi jólin en trúum því
að hún sé nú komin á betri stað,
þar sem Siggi afi tekur á móti
henni.
Sigurður Rúnar
og Anna Þóra.
Mín kæra frænka, Agla Tul-
inius, lést aðfaranótt 22. desem-
ber sl. eftir langvarandi veik-
indi sem skertu lífsgæði hennar
mikið. Þegar vinir eða ættingj-
ar kveðja jarðlífið þá hellast
minningarnar yfir mann, góðar
eða slæmar. Hvað varðar Öglu
þá koma minningar um konuna
með smitandi hláturinn, „glimt i
øjnene“, smá vottur af stríðni
og skemmtileg uppátæki. Það
var aldrei lognmolla kringum
hana frænku okkar. Ef hún sló
á þráðinn þá var eins gott að
koma sér vel fyrir með kodda
við bakið þar sem samtölin urðu
oft löng og innihaldsrík.
Skemmtilegu tölvupóstarnir
komu manni í verulega gott
skap og heimsóknir hennar og
Sigurðar Rúnars voru alltaf lit-
ríkar og gátu gjarnan farið
fram á ýmsum óvanalegum tím-
um. Jólakortin komu jafnvel um
hvítasunnuna en voru bara
ennþá skemmtilegri þegar þau
duttu inn um póstlúguna.
Við höfum ferðast saman
gegnum lífið frá því að ég fædd-
ist og ég á bágt með að hugsa
mér lífið án hennar. Börnin
þeirra, Guðmundur Karl og
Þóra, voru einnig stór þáttur í
lífi foreldra minna og minnar
fjölskyldu. Það voru einhver
sérstök tengsl og lík kímnigáfa
sem tengdi þessar fjölskyldur
saman. Gjarnan var þetta tengt
við danskan uppruna og gert
grín að dönskum slettum sem
fylgdu kynslóðum svo og
óheyrilega mikil virðing fyrir
kóngafólki og auðvitað lestur
„Familiens journal“.
Agla og Sigurður Rúnar
sýndu börnunum mínum sér-
lega mikla ástúð og gjafmildi og
voru í þeirra augum ævintýra-
lega skemmtileg. Heima hjá
þeim mátti gera allt, engin boð
og bönn. Einnig vil ég þakka
Öglu og hennar fjölskyldu fyrir
hvað þau voru notaleg og sýndu
foreldrum mínum mikla rækt-
arsemi.
Lífshlaup Öglu, uppruna og
umfjöllun um vinnu í gegnum
lífið mun ég láta aðra um en
veit bara að hún var hamhleypa
í vinnu en hefði gjarnan viljað
þann lúxus að hafa sveigjanleg-
an vinnutíma. Hún elskaði tón-
list af margvíslegum toga en
„kóngurinn“ hann Elvis held ég
hafi trónað á toppnum. Einnig
var hún hreint og beint tækja-
sjúk, átti alltaf nýjustu ljós-
myndavélarnar og tók mikið af
myndum við ótal tækifæri og
elskaði að ferðast til framandi
landa.
Um leið og ég þakka henni
fyrir samfylgdina gegnum lífið
þá vil ég votta Guðmundi Karli,
Þóru og fjölskyldum þeirra
samúð mína og fjölskyldu minn-
ar.
Minningarnar eru það sem
eftir lifir.
Sif og fjölskylda.
Agla Tulinius er látin. Ég
þekkti Öglu fyrst og fremst
sem eiginkonu Sigurðar Rúnars
Guðmundssonar, efnafræðings,
en hann var aðalsamstarfsmað-
ur föður míns, Baldurs Líndal,
efnaverkfræðings.
Mér er margt minnisstætt af
ummælum frá þeim hjónunum
báðum; en þau voru bæði hisp-
urslaus í tali. Ég man að ég
kom einu sinni heim til þeirra, í
kringum 1970, og þótti þá slá-
andi hvað þau héldu mikið upp
á málverk eftir pabba, sem þar
héngu á veggjum. Svo á ég
mynd af þeim frá fjölskyldu-
samkvæmi hjá okkur árið 1978.
Þá man ég er ég kynntist Sig-
urði við vinnu við Saltverk-
smiðjuna á Reykjanesi 1980.
Loks eru mér minnisstæð um-
mæli Öglu á sorgartímabilinu
eftir Sigurð; og minningargrein
pabba eftir hann. Þannig er líf-
ið. Síðan hef ég hitt fleiri merka
samstarfsmenn pabba og braut-
ryðjendur þeirrar hugmóðugu
verkfræðikynslóðar.
Einnig hef ég kynnst tveimur
Tuliniusum sem eru orðnir
merkisberar íslensku ljóðlistar-
hefðarinnar. Er mér nú ljúft að
votta þeim samhryggð mína.
Mér þykir við hæfi að skilj-
ast við Öglu með því að vitna í
ljóð mitt eftir pabba er ég orti
árið 1997 og heitir: Þeir „horfðu
til framtíðar“. En þar er ég að
minnast pabba sem efnaverk-
fræðings í einkageiranum og
nefni í leiðinni samstarfsmann
hans einn, sem mér var hug-
stæður þá stundina; en það var
Sigurður Rúnar. En þar er
kominn lifandi hluti af þeim
pakka sem pabbi, Sigurður og
Agla hrærðust í, í sinni mínu.
(Lesendur mega ekki nú taka of
alvarlega hráslagann í ummæl-
um mínum; hann átti að túlka
hispursleysi sorgarferlisins þá
stundina.) En ljóðabrotin eru
svona:
Tæmandi geymslur
Eftir tvo verkfræðinga:
Ég erfi tvö eldhúsborð
Sem ég tefldi eitt sinn á:
Borðin; björt og hrein, en sveigð;
Fela fleygar háðsglósur
Og maður getur ekki skilið
Hvernig þeir gátu stokkið svona burt
Frá öllu þessu dýra hafurtaski
Ramba svo niður í Múlakaffi (Al-
úmkaffi);
Þar ég pantaði forðum
Góðgæti á kostnað
Míns stóra föður
(Sem var að hugsa um ál og síl;
Og ála líka, já og síla)
Og einmitt hér kvaddi
Vinurinn hans mig síðast
Tryggvi V. Líndal.
Agla Tulinius
✝ Árni fæddist íReykjavík 1.
júní 1939. Hann
lést í Heiðarbæ, í
dvalaheimilinu
Skógarbæ, 30. des-
ember 2014. Fullt
nafn hans var Árni
Bergþór Sveins-
son.
Foreldrar hans
voru Sveinn
Helgason stór-
kaupmaður, f. 30 nóvember
1908 á Ísafirði, d. 16. desember
1967 í Reykjavík, og kona
hans, Gyða Bergþórsdóttir, f.
11. september 1913 í Reykja-
vík, d. 16. janúar 1982 í
Reykjavík.
Árni varð stúdent frá Versl-
dóttur. Hún fæddist 23. mars
1942 í Vestmannaeyjum. For-
eldrar hennar voru Sigurjón Þ.
Árnason prestur, f. 3. mars
1897 á Sauðárkróki, d. 10 apríl
1979 í Reykjavík, og kona
hans, Þórunn Eyjólfsdóttir Kol-
beins, f. 23. janúar 1903 á Stað-
arbakka í Miðfirði, d. 4. apríl
1969. Þau Árni og Snjólaug
Anna skildu. Barn þeirra er
Sigurjón Þorvaldur, f. 24. júlí
1966. Hann lauk námi í véla-
verkfræði við Háskóla Íslands
1992. Sigurjón starfaði sem
framkvæmdastjóri við Bún-
aðarbanka Íslands og var síðan
bankastjóri Landsbanka Ís-
lands. Eiginkona Sigurjóns er
Kristrún S. Þorsteinsdóttir, f.
30. apríl 1965. Synir þeirra
eru: 1) Þorsteinn Wilhelm, f. 6.
ágúst 2003 og 2) Þorvaldur
Wilhelm, f. 30. nóvember 2006.
Sonur Sigurjóns og Ástu
Hrafnhildar Garðarsdóttur er
Garðar Benedikt, f. 23. sept-
ember 1992.
19. júlí árið 2003 kvæntist
Árni Grétu Sævarsdóttur sem
lifir mann sinn. Hún fæddist í
Reykjavík 2. maí 1959. For-
eldrar hennar eru Erlingur
Sævar Sigurðsson, f. 28. apríl
1938, á Svínanesi (Svínárnesi)
hjá Grenivík, skipstjóri í Greni-
vík, og Svava Jónsdóttir, f. 2.
nóvember 1932 á Litla-Hálsi í
Grafningshreppi. Dætur Grétu
og Leifs Ólafssonar eru: 1)
Hildur Bára, f. 14. nóvember
1979 og 2) Ólöf Sandra, f. 3.
febrúar 1981. Börn Hildar
Báru og Magnúsar Geirs Eyj-
ólfssonar eru: 1) Hákon Mar-
teinn, f. 11. febrúar 2003 og 2)
Friðrika Ragna, f. 4. febrúar
2009.
Útför Árna fór fram í kyrr-
þey.
unarskóla Íslands
1960. Hann stund-
aði lækn-
isfræðinám og nám
í viðskipta- og
stjórnmálafræðum
við Háskóla Íslands
og starfaði jafn-
framt í heildversl-
un sem faðir hans
stofnaði 1942,
Heildverslun
Sveins Helgasonar.
Árni starfrækti heildverslunina
eftir lát föður síns til 1980.
Hann rak síðan fyrirtækið Bú-
föng. Þá stundaði hann útleigu
á íbúðar- og atvinnuhúsnæði
frá 1964.
Árni kvæntist 31. júlí 1965
Snjólaugu Önnu Sigurjóns-
Elsku Árni minn,
Það var yndislegt þegar ég
kynntist þér í Dvöl. Við áttum
margar ljúfar stundir síðastliðin
15 ár. Ég naut þess að horfa á þig
spila á píanóið og þú samdir svo
falleg lög, lög um okkur. Á meðan
þú hafðir heilsu til ferðuðumst við
um landið og kom þá í ljós hve
fróður þú varst um allt milli him-
ins og jarðar. Við fórum saman í
leikhús, bíó, listasöfn og þér
fannst gott að stoppa á kaffivagn-
inum þar sem við fengum okkur
alla jafna nýlagaða rækjusamloku
og kaffi. Þú varst gestrisinn og
leystir gesti okkar iðulega út með
gjöfum.
Þú reyndist minn besti vinur og
ég gat alltaf treyst á þig.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma,
öll börnin þín svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson)
Ég sakna þín og mun elska þig
að eilífu. Þín
Gréta.
Elsku Árni afi.
Það var gaman að hlusta á þig
spila á píanó og harmonikkuna. Þú
varst góður við okkur og Grétu
ömmu. Við kveðjum þig með sálm-
inum sem við sungum fyrir þig
stuttu áður en þú kvaddir okkur.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesú, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesú að mér gáðu.
Hafðu gát á hjarta mínu,
halt mér fast í spori þínu,
að ég fari aldrei frá þér,
alltaf Jesú, vertu hjá mér.
Um þig alltaf sál mín syngi
sérhvern dag, þó eitthvað þyngi.
Gef ég verði góða barnið,
geisli þinn á kalda hjarnið.
(Ásmundur Eiríksson)
Vonum að þér líði betur.
Hákon Marteinn
og Friðrika Ragna.
Elsku Árni.
Við systur þökkum þér sam-
fylgdina síðastliðin 15 ár. Þú
reyndist móður okkar einstaklega
góður félagi og þið áttuð margar
ljúfar stundir saman. Það var
mjög ánægjulegt að fylgjast með
sambandi ykkar tveggja því það
sást svo greinilega sú væntum-
þykja sem ríkti á milli ykkar. Þú
hafðir gaman af því að spila á
hljóðfæri og gerðir það svo lista-
vel. Krakkarnir nutu þess að
hlusta á þig spila á píanóið og ekk-
ert síður við fullorðna fólkið. Veik-
indi ykkar mömmu settu oft strik í
reikninginn en saman komust þið í
gegnum erfiðleikana.
Þú varst vel lesinn, klár maður
og sérlega myndarlegur. Þú fylgd-
ist mjög vel með þjóðmálum og
hafðir sterkar skoðanir á málefn-
um líðandi stundar. Þú last blöðin
á hverjum degi og það var hægt að
spyrja þig út í allt mögulegt. Þegar
þú veiktist fyrst sem ungur maður
varstu í læknisfræðinámi en sök-
um veikindanna náðir þú ekki að
klára námið. Áhuginn á faginu
hvarf þó ekki, samanber djúp-
stæða þekkingu þína á lyfjum.
Hvergi nutuð þið ykkar betur
en heima við, enda höfðuð þið kom-
ið ykkur upp fallegu heimili í
Hjallaseli og þar áður í Bláskóg-
um.
Hvíldu í friði, elsku Árni, og
takk fyrir þær góðu stundir sem
við áttum saman. Sérstaklega vilj-
um við þakka þér fyrir allt sem þú
gerðir fyrir mömmu. Hennar
missir er mikill.
Hildur Bára og Ólöf Sandra.
Árni Bergþór, frændi minn, er
látinn og það er margs að minnast.
Ég sé hann fyrir mér táning með
harmóníku í gestaboði heima hjá
sér og leikur fyrir gesti og ég elti
hann hvert fótmál, sex árum yngri
og fullur aðdáunar. Eða síðar, í
gestaboði á sama stað, táningur-
inn Árni tekur myndir á vél af
nýrri og fullkominni gerð, með
flassi.
Áhugi minn er mikill og hann
leyfir mér að halda á sérstakri raf-
hlöðu sem fylgdi og tengdist vél-
inni. Umboðsmaðurinn, stórvinur
föður hans, er sjálfur í boðinu og
segir að þetta sé ekki tveggja
manna myndavél, Árni skuli halda
á rafhlöðunni. En Árni brosir bara
og segist vilja hafa aðstoðarmann.
Það var oft gestkvæmt á heimili
foreldra Árna Bergþórs, þeirra
Svenna frænda og Stellu, bæði
glaðvær og gestrisin. Árni Berg-
þór var einkasonur þeirra hjóna
og var alinn upp við ástríki og eft-
irlæti.
Árni Bergþór hafði góðar
námsgáfur og var kappsamur í
námi. Hann var músíkalskur,
hafði jafnan mikið yndi af píanó-
leik og fékkst við lagasmíðar.
Næmur var hann og hrifnæm-
ur og þegar hann óx úr grasi
reyndist hann áhugasamur um
listir og bókmenntir og þjóðmál
almennt. Honum var sýnt um
vandað mál og vel samda texta.
Oft var stutt í glaðværð og hann
hló hvellum og fjörlegum hlátri.
Árni lauk stúdentsprófi árið
1960 frá Verslunarskóla Íslands,
með glæsilegum árangri, og hóf
nám í læknisfræði við Háskóla Ís-
lands. En þá fór að verða vart við
geðhvarfasýki sem olli því að hann
varð að gera hlé á námi og lauk því
ekki.
Árni rak heildverslun með föð-
ur sínum og sótti ósjaldan vöru-
sýningar erlendis, einkum skósýn-
ingar, en þeir feðgar fluttu
aðallega inn skófatnað. Þegar
Sveinn dó, árið 1967, tók Árni við
rekstri heildverslunarinnar en
Stella, móðir hans, var honum stoð
og stytta. Heilsuleysi gerði Árna
erfitt fyrir og hann lagði niður
heildverslunina árið 1980.
Árni Bergþór átti því láni að
fagna að kynnast Grétu Sævars-
dóttur og þau gengu í hjónaband
árið 2003. Þau áttu notalegt heim-
ili, milli þeirra ríkti væntumþykja
og þau fóru í ferðir saman, sóttu
kaffihús og sýningar.
Aftur skal vikið að ljúfum og
persónulegum minningum sem
tengjast Árna. Ég var á ensku-
námskeiði í Englandi sumarið
1963, hann á skósýningu í London
á sama tíma og sýndi mér þá
heimsborgina, reifur og rausnar-
legur.
Á útmánuðum 1972 vann ég að
kandídatsritgerð í sagnfræði og
taldi mig þurfa að komast á sögu-
slóðir í Borgarfirði. Þá bauðst
Árni til að aka mér í nýjum skutbíl
sínum, þangað sem ég þyrfti að
fara, og hjálpaði mér svo við fjöl-
földun ritgerðarinnar um vorið.
Tæpum 20 árum síðar sýndi hann
viðfangsefnum mínum enn mikinn
áhuga og bað um að fá að slást í för
með mér á söguslóðir; í þetta sinn
ók ég jeppa og við fórum um fá-
farnar og fagrar slóðir, í sumar-
vindi og sól.
Við sem tengdumst Árna náið
hörmum heilsuleysi hans en þökk-
um fyrir góðu stundirnar sem við
áttum með honum þegar hann
naut sín. Og alltaf naut hann sín
við píanóið og þá var gaman.
Helgi Þorláksson.
Árni B. Sveinsson